Vikan


Vikan - 08.02.1990, Síða 10

Vikan - 08.02.1990, Síða 10
LIF5REYM5LA Pyntingar og yfirhe Þær fréttir sem við höfum fengið frá íran á undanförnum árum hafa ekki allar verið ýkja jákvæðar. Blóðug og geysimannskæð styrjöld hefur verið háð við írak og ógnarstjórn klerkaveldisins hef- ur margoft skelft heimsbyggðina. Heilög ritning islams eru lög landsins og þeim sem dirfast að andmæla henni eða ekki vilja gang- ast við henni sem hinum eina stóra sannleika er harðlega refsað. Á þeim áratug sem liðinn er frá því keisaranum var steypt af stóli hafa fjölmargir Iranir neyðst til að flýja land til þess að bjarga lífi sínu. Einn þessara flóttamanna er Ruhiyyih Johanpour, 27 ára gömul kona sem árið 1983 átti fótum sínum fjör að launa þegar hún flúði undan ofsóknum klerkastjórnarinnar í íran. Þessi kona var stödd hér á landi ekki alls fyrir löngu og Vikan fékk hana til að segja sögu sína. TEXTI: BJARNI ÁRNASON LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Ruhiyyih er bahá’ítrúar en bahá’íar í fran haia einna mest átt undir högg að sækja allra þegna landsins. Rudi, eins og hún vill láta kalla sig, kemur úr venjulegri millistéttarfjölskyldu. Bahá’íar í íran eru yfirleitt betur menntaðir og efnaðri en al- mennt gerist. Til dæmis eiga þeir og reka sína eigin skóla. Rudi hefur háskólapróf í efnaffæði og býr nú í Kanada. í klerkabylt- ingunni árið 1979 var hún enn við nám og stundaði einnig kennslu en skömmu eftir byltinguna var hún rekin úr því starfi. Of- sóknirnar á hendur Rudi byrjuðu samt ekki fyrir alvöru fyrr en árið 1981. Þegar Rudi er beðin að lýsa nánar því sem þá gerðist kemur á hana stutt hik og það er greinilegt að þessi spurning vekur ekki upp þægilegar endurminningar. „Ég var fyrst handtekin í febrúar 1981 og þá sat ég í fangelsi í 19 mánuði og ég hafði aðeins verið utan fangelsisveggjanna í nokkra daga þegar ég var handtekin aftur og í það skiptið sat ég í fangelsi í 4 mánuði." Þannig hefur þessi unga kona setið í fangelsi sam- tals í rétt tæp tvö ár. „f fyrra skiptið sem ég var handtekin var ég á gangi úti á götu en í seinna skiptið náðu þeir í mig heim.“ Lifðum í stöðugum ótta Eftir að Rudi hafði verið látin laus í seinna skiptið liðu ekki nema þrír dagar þar til lögreglan gerði tilraun til að hand- taka hana í þriðja sinn. „Fyrir tilviljun var ég ekki heima þegar þeir komu og ætluðu að handtaka mig. Foreldrar mínir og systir voru hins vegar heima og þau sluppu með naumindum út um bakdyrnar. Byltingar- verðirnir sátu um húsið í marga daga í þeirri von að ná okkur en þegar við kom- um ekki heim aftur tóku þeir húsið eignar- námi.“ Þannig gengur lífið fýrir sig í stöðugum ótta við að vera handtekinn. „Þetta er ein leiðin sem klerkarnir nota til að reyna að lama baráttuþrek þeirra sem ekki eru algerlega sammála þeim.“ Móðir Rudiar og systir eru nú búsettar í Kanada en hún vill ekki gefa upp hvar faðir hennar heldur til. „Af öryggisástæðum vil ég ekki að það komi ffam hvar hann er eða hjá hverjum hann dvelst." Það er ekki laust við að hrollur fari um blaðamanninn þegar hann hripar þessi orð niður. Yfirheyrslur og pyntingar Það vottar fyrir hörkulegum dráttum í smágerðu andliti Rudiar þegar talið berst að fangelsisvistinni. Hún segir að þar hafi ægt saman alls kyns fólki, bæði körlum og

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.