Vikan - 08.02.1990, Page 17
VIÐTALIÐ
„Kirkjan hefur aldrei haft fyrir því að
kynna sér fólk eins og mig. Ég hef aidrei
fengið fólk úr prestastétt eða úr sértrúar-
söfhuðum í heimsókn til mín. Það er ein-
ungis sagt að þetta séu rangir hlutir. Kirkj-
an auðveldar ekki dulrænu fólki að þrífast.
Hún er enn að fordæma og það er ná-
kvæmlega ekkert kristilegt við það. Mér
finnst skrítið hvað kristnir menn eru fljótir
að dæma því Kristur lagði mikla áherslu á
að dæma ekki. Aflt sem er ekki nákvæm-
lega á þeim nótum sem við kjósum er
dæmt rangt. Þetta tefur okkur því sá sem
dæmir stendur í stað. Sá sem stendur í stað
er ekki á framfarabraut. Þarna erum við
því að vinna á móti framförum í okkur
sjálfum.
Ég hef lesið tvo kafla í Biblíunni í mörg
ár til að auðvelda mér að skilja sjálfa mig
og annað fólk. Þetta eru versið um kær-
leikann í fyrra Korintubréfinu og svo sag-
an um týnda sauðinn í Mattheusarguð-
spjalli. Sumu í kærleiksversinu get ég
breytt eftir en öðru ekki. Það er einfald-
lega af því að maður er ekki fullkominn og
hefur sínar takmarkanir. Svo finnst mér
heillandi að okkur skuli vera bent á að
leggja áhersluna á týnda sauðinn en ekki
þessa 99. Við eigum að finna okkar týnda
sauð og koma honum í hóp hinna, jafnvel
án þess að hann viti af því. Ég álít að það sé
mikið ævistarf ef manneskju tekst að finna
einn slíkan sauð og koma honum inn í
birtuna. Þarna tel ég viðleitni til góðra
hluta vera þyngsta á vogarskálunum.
Þó ég geti ekki alltaf lifað samkvæmt því
sem lesa má um þarna hef ég væntanlega
einhvern tíma og tækiferi til að halda
áffam að beina hugsun minni inn á réttar
brautir. Ég held að það sé líka ágætt fyrir
fólk að hafa í huga að gera ekki of miklar
andlegar kröfur til sín heldur gera sér
grein fyrir því að það er erfiðara að vera
góður því það eru svo margar fyrirstöður í
okkur sjálfiim; það er svo auðvelt að gera
rangt.
Okkar eigin innri uppbyggingu má líkja
við byggingu húss; það þarf svo mikið út-
hald og andlegan stöðugleika, svo mikla
fórnfýsi, vilja, heflun og ögun til að byggja
upp eitthvað gott í sjálfum sér, þvert á það
sem haldið er að okkur. Það er auðveldara
að hlaupa með vindinn í bakið heldur en á
móti sér.“
Það er farið að rökkva í stofunni og páfa-
gaukarnir eru komnir í ró en það er eins
og Jónu Rúnu hafi vaxið ásmegin og hún
heldur ótrauð áffam:
„Við horfum á verk Guðs og þá sérstak-
lega þegar við sjáum andlega eða líkam-
lega fötluð böm og við hugsum með
okkur: Hvaða réttlæti er í þessu? En vandi
okkar gagnvart Guði er sá að við erum allt-
af að ákveða hvernig hann á að vinna og í
hvert sinn sem við lendum í vanda segjum
við: Nei, þetta er óréttlátt! Um leið erum
við að vanvirða almættið því Guð er ó-
skeikull. Og ef ekki væri fyrir þetta fatlaða
fólk myndum við ekki þroskast eðlilega. í
mannlífinu þarf að vera bæði sterkt og
veiklundað fólk til þess að við getum
þroskast í gegnum hvert annað og beitt
vilja okkar réttlátlega.
Hugfatlað fólk mýkir okkur og mildar og
það göfgar okkur. Það á svo mikinn tær-
leika og hreinleika sálarlega því það getur
ekki beitt sömu vitsmunalegu brögðum og
við. Þetta fólk á allt undir velvilja okkar
því það er ekki fert um að skipuleggja líf
sitt sjálft en á móti á það mjög margt
mannlegt til sem við hin erum horfin ffá af
því okkur finnst það svo lítils virði miðað
við persónulegan frama og álit annarra á
okkur.“
Ævintýraheimur
„í flestum tilvikum er útgeislunin frá
hugfatlaðri manneskju eins og að detta inn
í ævintýri, svo fagurt er orkusviðið. Ef ég
ætti til dæmis að velja mér fólk til að vera
nálægt yrði þetta fólk fyrir valinu. Þó hef
ég ekki styrkinn til að leiðbeina því en það
gæti hjálpað mér. Ég hef gert mér erindi til
Við eigum ekkert
nema það sem við
höfum eignast innra
með okkur.
Það sem bíður við
skilin á milli
heimanna er það
sem við höfum sjálf
unnið fyrir.
hugfatlaðs fólks - þegar ég stóð ffammi
fyrir aðstæðum sem voru þannig að mér
fannst allar aðrar leiðir þrjóta — bara til að
snerta þá göfgi sem í því býr af því ég hef
þörf fyrir að finna mótvægi ef ég hef verið
í miklu argi og þvargi.
Hinn póllinn er hroki og hann er orðinn
allt of fyrirferðarmikið fýrirbæri í mannlíf-
inu. Menntun á ekki að gera fólk hrokafullt
heldur milda það. Menntun á að gera fólk
færara andlega til að koma rétt að náung-
anum. Mér finnst sjást í ýmsum stéttum
þjóðfélagsins ofimat á sér og vanmat á
venjulegu fólki. Ef mikil áhersla er lögð á
ytri hluti er fólk metið eftir því sem hinn
maðurinn sér. Hroki er óþægilegur og sá
sem verður fyrir honum getur fyllst ó-
öryggi með sig eða fundið fyrir andúð og
hefhigirni og orðið verri maður af.“
Inn að sálinni
„Við eigum ekki að meta fólk eftir hús-
um þess, stöðu, kyni eða ytri aðstöðu.
Metum fólk eftir þeim kynnum sem við
höfum sjálf fengið tækifæri til að eiga af
viðkomandi og reynum þá að horfa
framhjá umbúðunum, inn að sálinni.
Manneskjan, sem á þessa sál, verður þá
líka að bera gæfu til að auðvelda okkur
verkið með því að vera ekki að beita fyrir
sig kulda, hroka eða mannfyrirlitningu.
Það kemur að því í lífi okkar allra að við
fyllumst tómi og lífsleiða, finnst við ekki
hafa unnið til sérlega mikils og að eitthvað
vanti inn í líf okkar. Þá fýrst finnum við að
við þurfum að leggja rækt við sálræna, til-
finningalega og andlega hluti. Þegar við
svo komumst að því að ýmislegt vantar í
okkur sjálf förum við að leita alls konar
leiða.
Ég trúi að fræðileg þekking sé mjög
mikilvæg en ég trúi því einnig að reynslu-
þekking einstaklinga, sem hafa lifað sjálfa
sig af við ákveðnar aðstæður og komist í
gegnum samansafh rauna og mótlætis, sé
ómetanleg. Ef þetta sama fólk er í ofanálag
betra fólk sem afleiðing af sinni reynslu þá
á að virkja það til að styðja leitandi sálir
sem þó kæra sig ekkert um að láta gera sig
að einhverjum vandamálapakka.
Það er afskaplega eðlilegt að finna þetta
lágnætti og lífsfirringu í sér en það á ekki
að kynda undir þá hugsun sem grípur okk-
ur í þessu ástandi - að við séum eitthvað
gölluð.
Þarna er nefhilega ábending um að
komið sé að augnabliki í lífi okkar þar sem
við þurfum ákveðinn stuðning en við eig-
um sjálf að bera ábyrgðina. Þarna höfúm
við val og eigum að hafa val. Við finnum
firringuna og finnum að við viljum hana
ekki en af því að við höfúm ekki gefið
gaum þessum einföldu Ieiðum kynslóða,
sem áttu ekki neitt en áttu þó virðinguna
fyrir Guði og náttúrunni, þyrftum við jafn-
vel að fara aðeins afturábak til varanleik-
ans — til minni ytri krafna og meiri tíma
fyrir sinn innri mann.
Ég hvet því fólk til að byggja sitt innra
hús með það fyrir augum að á því muni
ýmislegt dynja. Sá sem ekki byggir á rétt-
um grunni getur ekki tekið þeirri andlegu
veðurhæð sem lífið hefúr upp á að bjóða.
Með sjálfsuppeldi getum við losað okkur
við óöryggi, afbrýði og hegðunarörðug-
leika í mannlegum samskiptum. Við eigum
að hafa metnað gagnvart þessu innra húsi
sem við erum að byggja og til þess að
eignast verulega fallegt hús þarf ekki að
sækja um nein lán, eiga neitt undir ríkis-
stjórninni né undir því kerfi sem þrífst hið
ytra, aðeins vilja til að laga okkur til.
f framhaldi af því þurfum við að eiga
hugrekki til að fýlgja þessum vilja eftir og
bera svo gæfu til að vanda til minnstu
smáatriða. Við eigum ekkert nema það
sem við höfúm eignast innra með okkur.
Ég vil líka að fólk geri sér grein fyrir því að
það sem bíður við skilin á milli heimanna
er það sem við höfúm sjálf unnið fyrir. Ein-
staklingurinn ber ábyrgð á sjálfúm sér og
sú ábyrgð felst fyrst og fremst í því að gera
engum illt og ganga ekki á annarra manna
rétt.“
Það er orðið aldimmt úti. Borgundar-
hólmsklukkan er að slá í stofunni sem ber
vott um varanleika án íburðar. Við kveðj-
um Jónu Rúnu í þeirri von að sem flestir
beri gæfú til að hlýða á hennar hlýlegu
heimspeki um það sem við öll vitum innst
inni en reynist þó svo óhemju erfitt að
breyta samkvæmt.
3.TBL1990 VIKAN 17