Vikan - 08.02.1990, Síða 18
Sveinn Guðjónsson, blaðamað-
ur á Morgunblaðinu. Sveinn
varð þess heiðurs aðnjótandi
að taka á móti sínu gamla
átrúnaðargoði í baeði skiptin
og kynntist Domino lítillega á
meðan hann dvaldi hér á landi.
Kubbslegar hendur
hans hlaðnar
skrautlegum hringum
Þeir eru ekki margir sem spilað hafa fjórhent á píanó eða fengið einkakennslu í píanóleik hjá
Fats Domino. Hér er Domino að kenna Sveini lagið „Song for Rosemary" í einkasamkvaemi þar
sem sá gamii hélt uppi fjörinu með spili og söng.
SVEINN GUÐJÓNSSON:
„Domino kokkoði jambolæjo-
réftisína á hótelherberginu"
Hvernig er þetta fræga fólk í viðmóti? Þessar persónur sem við kynnumst
gegnum fjölmiðlana með margvíslegum hætti svo árum skiptir. Við sjáum fræga
fólkið í kvikmyndum, á myndum, í blöðum, heyrum það tala eða syngja á
hljómplötum, heyrum af þvj í fregnum eða fréttum. Til verður í huga okkar ímynd
þessa fólks og hún þarf alls ekki alltaf að gefa rétta mynd af persónunni. Vikan
ræðir við nokkra íslendinga sem vegna starfs sins hafa hittfyrir þetta svonefnda
FRÆGA FÓLK. - Hvernig fundum þeirra bar saman og hvað situr eftir i huganum
eftir stuttleg kynni.
Med frægu fólki í þessari Viku og þeim næstu.
TEXTI: ÞORGEIR ÁSTVALDSSON
Fats Domino hefur í tví-
gang komið hingað til
lands til hljómleika-
halds, í fyrra skiptið 1986, i
seinna skiptið 1987. Með hon-
um var hljómsveit hans, skip-
uð þrautreyndum spilurum
sem Bartolomew stjórnaði en
sá maður uppgötvaði Domino
fyrir 35 árum og fylgir honum
enn. Hann hefur samið fjölda
frægra rokklaga sem fjölmargir
frægir söngvarar hafa sungið
inn á plötur gegnum tíðina.
Domino á fjölmarga áhangend-
ur hér á landi eins og aðsókn
að hljómleikum hans bar með
sér. Einn þeirra tryggustu er
„Ég hafði skrifað allítarlega
grein um kappann og einhvern
veginn vildi það til að ég var í
móttökunefhdinni. Ég hreifst
af honum þegar á bamsaldri.
Ætli ég hafi ekki verið tíu ára
gamall þegar ég heyrði lögin
hans fyrst og upp ffá því fór ég
að fikta við píanóið. (Sveinn lék
um árabil með þeirri lands-
firægu sveit Roof Tops og síðar
með Haukum.) Þessi sérstæði
stíll Dominos hefur alltaf heill-
að mig. Spilamennskan er ein-
föld í eyrunum á manni en erf-
ið þar sem laglínan er gjarnan
leikin með vinstri hendi og
hægri höndin látin styðja við
með ákveðnum hætti. Þessu
kynntist ég ffá fyrstu hendi
þegar ég fékk hann til að setj-
ast við píanóið með mér i
einkasamkvæmi og kenna mér
lagið Song for Rosemary sem
hann samdi á sínum tíma til
konu sinnar. Ég sá þá að ég á
margt ólært á hljómborðið svo
ég geti talist útskrifaður í
Domino-stílnum. Kubbslegar
hendur hans, hlaðnar skraut-
legum hringum, fóru létt um
nóturnar á píanóinu. Að sjálf-
sögðu gleymi ég þeirri stund
sennilega aldrei enda ekki á
hverjum degi tækifæri til að
spila með manni eins og hon-
um svona eina huggulega
kvöldstund.
Hann birtist mér
sem hæglátur og
góðlegur náungi
í fyrra skiptið, þegar hann
kom hingað, birtist hann mér
sem hæglátur og góðlegur
náungi, ekkert ýkja mann-
blendinn — svona maður sem
er búinn að reyna sitthvað á
ffægðarbrautinni. Hann hafði
ekki mikið samband við spila-
félaga sína, lét þá eiga sig.
Hann ferðaðist einn og sér og
bjó einn í betri vistarverum
Hótel Loftleiða. Hann er
Frh. á bls. 20
MEÐ FRÆC5U FÓLKI
\
18 VIKAN 3. TBL. 1990