Vikan


Vikan - 08.02.1990, Page 20

Vikan - 08.02.1990, Page 20
Frh. af bls. 19 megum heldur ekki gleyma þeirri ímynd sem Bandaríkja- menn hafa af sjálíum sér sem alþjóðlegri siðalögreglu. Sylv- ester Stallone þekkir það sem bandarískur þegn. Því hefur oft verið haldið á lofti að Sylvester Stallone sé grunnhygginn og stígi ekki í vitið - sé maður með þunn- skipað háaloft. Fyrir mér er hann það ekki. Þvert á móti kom hann vel fyrir líkamlega og andlega, langt frá því að vera illa gefinn — enginn lúði. Hann svaraði af viti þeim spurningum sem fyrir hann voru lagðar. Auðvitað er hann ekki feiminn og inn í sig, skárra væri það nú. „Töfifar- ann“ er að finna í ffiamkomu hans en bak við þetta allt sam- an er eðlilegur maður — svo ffiemi að hægt sé að vera eðli- legur með allan þennan skara af öryggisvörðum í kringum sig. Því hlýtur að fylgja spenna. Hann minnti mig svona ann- Stallone líkti þrekraunum íslenskra sjómanna á hafinu við þá erfiðleika sem Rambó lendir í í baráttunni við sovéska herinn í Afganistan. að veifið á austfirska bílatöffara sem ég kynntist á sjötta ára- tugnum, ber niður á bringu í öllum veðrum og hann gæti útlitsins vegna vel verið á ein- um togaranna okkar. Pening- anna vegna gæti hann þó létti- lega átt allan flotann okkar eins og hann leggur sig. Vinsældir Sylvesters Stall- one í hlutverki hetjunnar Rambó, sú aðdáun sem hann nýtur í hlutverki hins góða og glæsilega víða um lönd ásamt hinu neikvæða sem felst í stríðsleikjum, byssum og dráp- um í vel gerðum kvikmyndum gerðu hann áhugaverðan við- mælanda, mann sem gaman væri að hitta. Það varð úr og hafði ég mjög gaman af. Handbragðið og tækni sú sem beitt er í Rambó-myndun- um eru afbragð og út af fýrir sig menningarauki. Sé gengið út frá því má segja að Rambó sé ekki svo slakt framlag til kvikmyndagerðar í heimin- um.“ □ MEÐ FRÆC5U FÓLKI Sveinn Guðjónsson t.v. og Sigtryggur Sigtryggsson fréttastjóri Morgunblaðsins með „gamla manninn“ á miUi sin. Fats Dom- ino var ánægður með móttökumar sem hann fékk hér á landi — en þótti kalt og vildi kynda vel þar sem hann kom... Frh. af bls. 18 greinilega glysgjarn maður eins og margar stórstjörnur og hafði meðferðis í stóru kofforti eða kistu reiðinnar býsn af fatnaði, jakkaföt, skyrtur, bindi, sokka og skó. Hann legg- ur mikið upp úr því að vera flottur í tauinu og ef ég man rétt fór hann lítið um meðan hann var hér nema hann kom við hjá Sævari Karli og keypti sér eitthvað fatakyns. Hugarheimur Dominos snýst fyrst og ffiemst um þrennt - músík, föt og mat. Á öðru hefúr hann takmarkaðan áhuga. Hann hefúr fjarska gam- an af að elda og það varð að út- vega honum eldunarbúnað þegar komið var á hótelið. Björgvin Halldórsson, sem öðrum mönnum ffiemur greiddi götu hans meðan á heimsókninni stóð, fékk að kynnast því. Karlinn lokaði öll- um gluggum og hitinn og svækjan í hótelíbúðinni var 20 VIKAN 3. TBL. 1990 víst svakaleg, svo lagði um gangana. Hann kokkaði þessa jambolæja-rétti sína í baðhita rétt eins og heima hjá sér — ekki af ótta við matareitrun heldur af einskærum áhuga. Ég varð nú ekki svo frægur að smakka á þessum grautarrétt- um Dominos en það var á viss- an hátt áhyggjuefni húsráð- enda í Broadway, þar sem hljómleikarnir allir voru haldnir, hvað hann vildi kynda vel og hafa heitt. Honum fannst kalt hér á landi og skal engan undra. Mikið einn á báti meðan hann dvaldi hér Domino er vingjarnlegur náungi að tala við þótt mér reyndist erfitt að halda uppi samræðum við hann og er víst ekki einn um það. Hann talar sérkennilega mállýsku og virt- ist líka stundum vaða úr einu í annað, nema auðvitað þegar músík barst í tal. Þá óð á honum. Hann er fjölskyldu- maður, á fúllt af krökkum með konu sinni, Rosemary. Einn sona hans er í músíkinni. „Hann spilar músík sem ég kann ekki að meta og honum finnst ekki mikið varið í mína músík," segir karlinn um strákinn. Hann var mikið einn á báti meðan hann dvaldi hér og var ekkert að rugla í víni eða öðru vímugefandi. Hljóð- feraleikurunum, sem með honum voru, þótti hins vegar sopinn góður og sulluðu mikið. alltaf mjúkir. Maður verður þó að hafa í huga úr hvaða umhverfi þessir karlar koma. Það er langur vegur ffiá reykmettaðri kjallarabúllunni í New Orleans og ffiam á heims- sviðið með öllu því brambolti sem fylgir og tíðum ferðalög- um heimshorna í milli. Menn verða sljóir á flakkinu, þeir þekkja varla annað en músík- ina og sviðið sem þeir standa á í það og það skiptið. Þeir eru aldir upp við þetta og brenni- vínið er alltaf innan seilingar. Hljómsveitin var hins vegar feiknagóð og vel samæfð og Domino þurfti ekki annað en gefa einn'tón, þá rann lagið í gegn. Þessir þaulvönu karlar voru kannski einfaldar sálir í sjálfu sér en færir í sínu fagi og afar þægilegir og vingjarnlegir í viðmóti. Þeir liðu þetta áffiam án þess að hafa áhyggjur af morgundeginum — músíkin ein er þeirra líf. Hver konsert var mér sem upplifún, engir tveir eins, allir með atvinnu- mannabrag af bestu gerð. Það hæfir líka manni á borð við Fats Domino sem er búinn að vera á sviði í yfir fjörutíu ár. □ MEÐ FRÆC5U FOLKI

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.