Vikan - 08.02.1990, Page 26
5MA5AC5A
Franski rithöfundurinn Henri René Albert Guy de Maupassant ertalinn snjallasti smásagnahöfundur nítjándu aldar.
Einfaldur stíll og góð uppbygging gera bestu sögur hans að fáguðum listaverkum enda þótt viðhorf höfundarins
mótist jafnan af kaldhæðni og bölsýni. Á tæpum tólf árum gaf Maupassant út tíu smásagnasöfn. Þrettán bestu
smásögur hans hafa verið gefnar út á ensku undir nafninu The Odd Ones og hefur sú bók notið mikilla vinsælda.
Guy de Maupassant fæddist 5. ágúst 1850. Hann gerðist skrifstofumaður en gegndi einnig herþjónustu í franska
hernum. Þegar hann hóf ritstörf tók hann franska rithöfundinn Gustave Flaubert sér mjög til fyrirmyndar enda var
hann persónulega kunnugur honum. Maupassant fékkst mikið við skriftir milli tvítugs og þrítugs en var vandlátur
og gagnrýninn á sjálfan sig og jafnan óánægður með árangurinn. Hann hafði skrifað lengi fyrir ruslakörfuna þegar
hann áræddi loks að birta fyrstu sögu sína. Þrítugur að aldri gaf hann út fyrstu bók sína. Hún hlaut svo góðar undir-
tektir að á sama árinu gaf hann út tvær bækur til viðbótar, Ijóðasafn og leikrit. Auk smásagnanna, sem frægastar
eru, samdi hann einnig nokkrar skáldsögur.
Árið 1890 varð hann að hætta að skrifa vegna heilsuleysis. í síðustu verkum hans hafði þess orðið vart að hann
hefði naumast hemil á tilfinningum sínum. Tveimur árum síðar varð hann geðveikur. Hann lést á hæli 6. júlí 1893,
aðeins 43 ára gamall.
Dag nokkurn þegar rigndi...
Eg var viti mínu fjær af ást til henn-
ar og ég ætla að segja ykkur sögu
okkar. Ég kynntist henni og lifði
fyrir ástúð hennar og ástaratlot;
lifði í örmum hennar og svalg hvert orð
sem gekk fram af hennar munni. Ég var
svo fanginn og heillaður af öllu sem henni
viðkom að ég spurði ekki lengur hvort það
væri dagur eða nótt, hvort ég væri lifandi
eða dauður.
Og svo dó hún. Hvernig gerðist það? Ég
veit það ekki. Ég veit yfirleitt ekki neitt. En
dag nokkurn var hún holdvot þegar hún
kom heim því að það hafði rignt mikið.
Næsta dag hóstaði hún. Hún hóstaði næst-
um í heila viku og varð síðan að leggjast í
rúmið. Hvað gerðist man ég ekki nú en
læknar komu, skrifúðu lyfseðla og fóru.
26 VIKAN 3. TBL. 1990