Vikan - 08.02.1990, Qupperneq 31
KYNLÍFIÐ
Hvað varð um goff kynlíf
og einhleypu stúlkuna?
TEXTI: BRYNDÍS HÓLM
Mun kynlífið lifa af þá
náttúrulegu gagn-
byltingu sem nú
herjar á mannkynið? Hvert
stefnir varðandi alnæmi? Hvað
er orðið um alla karlmennina?
Eru hin nýju lífsviðhorf æski-
leg? Er lokaskeið ffjóseminnar
runnið upp?
Það fer víst ekki fram hjá
neinum að tímarnir hafa verið
að breytast. Þetta kemur í ljós
á flestum sviðum þjóðfélags-
ins, ekki síst á því sviði sem er
hvað viðkvæmast, sviði kynlífs-
ins. Núna er tiihugsunin um að
sofa hjá tveimur á einum sólar-
hring algjörlega út í hött fyrir
flestar konur og karla. Nú er
það sem gildir að vera „einnar
konu maður“. Ábyrgðarfullum
mæðrum fjölgar stöðugt og
karimennirnir skoppa nú um
syngjandi af gleði því þeir hafa
skotið föstum rótum sem um-
hyggjusamir eiginmenn og
hamingjusamir feður. Er ein-
hleypa stúlkan, sem einu sinni
var ímynd hins seðjandi lífs-
stíls og kynferðisiegrar full-
nægju, horfin af sjónarsviðinu?
Kynfífið er orðið hversdags-
iegt og fátítt umfjöliunarefni.
Að mestu leyti á það eflaust
rætur sínar að rekja til mikils
ótta við kynsjúkdóma en einn-
ig til breyttra viðhorfa. í sívax-
andi mæli vilja konur ein-
göngu tengja kyniíf við lang-
varandi tilfinningasamband.
Hvað varð þá um „gott“ kynlíf
og einhleypu stúlkuna?
Fólk forðast skyndikynni
vegna ótta við alnæmi. Alnæmi
hefiir nú þegar dregið tuttugu
og eitt þúsund Bandaríkja-
menn til dauða og enn er eng-
in lækning í sjónmáli á þessum
bölvaldi. Hversu mikil er
áhættan sem konur taka þegar
alnæmi er annars vegar? Jafn-
vel þótt enginn viti hvert
stefhir varðandi alnæmi í ffam-
tíðinni eru flestir sérffæðingar
sammála um eitt. Hættan á því
að konur smitist af alnæmi er
sáralítil ef ákveðnar forvarnir
eru stöðugt hafðar í huga.
Verjur eru góð vörn gegn sýk-
ingu og þær ætti ávallt að nota
þangað tii konan veit allt um
kynlífssögu elskhuga síns. En
fyrsta og besta vörnin er að
halda aftur af sér þegar elsk-
hugarnir eru valdir. Best er að
forðast skyndikynni því þar
gæti mesta hættan legið. Kon-
an veit afdrei hverjum hún
iendir hjá — eiturlyfjaneytanda,
tvíkynhneigðum eða samkyn-
hneigðum körlum og körlum
sem hafa átt í kynferðislegu
sambandi við einhvern í
áhættuhópi síðastliðin fimm
ár. Konum, sem fylgja ráðum
sérffæðinganna og spyrja
ávalit karlmanninn um kynlífc-
sögu áður en þær afklæðast,
verður ljóst að girndinni verð-
ur auðveldar hrundið af stað
heldur en traustinu. En það er
hægt að tala um kyniíf án þess
að þurfa að stunda það.
Hin mikla kynlífsbylting,
sem átti sér stað á miðjum sjö-
unda áratugnum, á sér sögu-
legar orsakir. Pillan varð eign
allra stúlkna, fjöldi einhleypra
kvenna fór ört vaxandi og kyn-
slóð barnasprengjunnar miklu
effir stríð náði fullorðinsaldri.
Slagorðið var þá: „Elskumst í
ffiði á jörð.“
Nú nota æ fleiri konur
grundvallarrétt sinn og segja
blákalt „nei“, jafhvel þó þær
þurfi að horfast í augu við
langvarandi kynlífcbindindi.
Þetta tengist að sjálfcögðu
breyttum viðhorfum til lífeins.
Hinir svokölluðu nútíma
„uppar“ stefna óðfiuga upp
metorðastigann í þjóðfélaginu
í von um fjárhagslegt öryggi í
lífcgæðakapphlaupinu. Löngun
eftir kynlífi er á undanhaldi en
það sem hefur náð heljartök-
um á mannskapnum er löngun
effir peningum. Nú er mark-
miðið fjárhagsleg fúllnægja,
ekki kynferðisleg.
Annað vandamál, sem hefur
komið upp á yfirborðið, er
skortur á karlmönnum. Sam-
kynhneigðir karlmenn eru
þrisvar sinnum fleiri en sam-
kynhneigðar konur. Þessi
staðreynd hefúr haff mikil
áhrif á hlutfallið milli karla og
kvenna. Önnur staðreynd er
að þær konur sem tilheyra
barnasprengjunni mikiu þurfa
að horfast í augu við þennan
skort. Fæðingar þeirra tíma
voru margfalt fleiri en á árun-
um áður. Þar sem konur leita
effir maka sem er nokkrum
árum eldri þurfa konur barna-
sprengjutímabilsins að horfast
í augu við skort á lífcförunaut-
um. Einnig hefúr komið í ljós
að æ fleiri sambönd byggjast
upp á „eldri" konu og „yngri"
manni. Hvað veldur því? Við
skulum líta á þá karlmenn sem
fæddust í enda barnasprengj-
unnar miklu. Þeir eru fleiri en
konurnar sem þá fæddust.
Þetta verður til þess að á með-
an konurnar, sem nú eru um
og yfir þrítugt, búa við skort á
karlmönnum mega karlmenn á
þrítugsaldri líka þola skort á
kvenmönnum.
Hvað varð eiginlega um gott
kynlíf og einhleypu stúlkuna?
Svarið við þessari spurningu
hefitr verið rakið til stað-
reynda níunda áratugarins.
Konur verða sífellt kröfúharð-
ari og hafa öðlast æ meiri hlut-
deild í ábyrgðarstöðum þjóð-
féiagsins. Alnæmi, sem nú herj-
ar á mannkynið ásamt öðrum
kynlífskvillum, kemur í veg
fyrir sambönd tveggja einstakl-
inga sem þóttu eðlileg áður.
Lífsgæðakapphlaupið og ör-
væntingarfull leit okkar að fjár-
hagslega öruggu lífi hafa leitt
til breytts lífcstíls þar sem önn-
ur viðhorf gilda. Kynlífcbylt-
ingin er á undanhaldi og nú
hlusta karlar og konur bara á
slátt síns eigin hjarta og eigin
kynhvatar. Öll uppgötva þau
að hjartað slær hraðar þegar
kynhvötinni er tímabundið
haldið niðri. Hin kynferðislega
umferðarregla níunda ára-
tugarins hefúr fleiri stöðvunar-
merki en „já“ og „nei“. Það er
deginum ljósara. □
3.TBL.1990 VIKAN 31