Vikan


Vikan - 08.02.1990, Síða 32

Vikan - 08.02.1990, Síða 32
 KVIKMYHDIR Ég mun aldrei búa í Hollywoocl - það er mannskemmandi, segir leikarinn Tom Hanks TEXTI: BRYNDÍS HÓLM Trf om Hanks er nafn sem flestir kvikmynda- unnendur kannast við. Hann heftir leikið í mörgum myndum sem hafa slegið í gegn en hann hefur einnig leikið í myndum sem þótt hafa misheppnaðar. Svona er Hollywood, aldrei að vita við hverju má búast. Annað- hvort eru menn stjörnur eða hundsaðir. í kvikmyndabrans- anum er skammt öfganna á milli, skammt á milli hláturs og gráts. sem ekki eiga við rök að styðjast. Pað er ekki mannlegt að hegða sér svona. Biaða- menn þekkja ekki takmörk sín og það eina sem þeir hugsa um er að græða peninga á ódrengi- legri vinnu sinni. Það er hættu- Iegt að vera kvikmyndastjarna í Hollywood. Oft vill það enda með snöggu stjörnuhrapi," segir hann. 32 VIKAN 3. TBL. 1990 Eiginhandaráritanir varasamar Tom Hanks lítur ekki á glæsilifinaðinn í Hollywood sem eitthvert takmark í lífi sínu, því fer fjarri. Hollywood getur verið mannskemmandi, flestir í „bransanum" eru sam- mála um það. Frægðin er sæt í sjálfú sér en fólk þarf að kunna að meðhöndla hana. Margir þola ekki álagið sem fylgir frægðinni en aðrir komast klakklaust í gegnum hana. Tom Hanks er einn þeirra heppnu. „Best er að byrja aldr- ei á að gefa eiginhandaráritun. Ef einn fær áritun verður að gefa öllum. Um leið eyðileggur fólk líf sitt. Lífið verður „Hoily- wood“.“ Þetta er regla sem Tom hefúr reynt að fylgja og hingað til hefúr honum tekist vel að vera bara hann sjálfúr. Hann segist vera lítið fyrir að láta bera á sér á almannafæri, fær næga útrás samt. Tom Hanks tilheyrir þeim fjölmiðli sem hefur hvað mest áhrif á fólk, kvikmyndinni. Gulltryggdur leikari „Fjölmiðlarnir eru af hinu góða en fjölmiðlafólk er oft óþolandi, sérstaklega blaða- menn. Ástæðan er sú að þeir nota ómerkilegar aðferðir til að ráðast á aðra, brjóta aðra niður með kjaftæði og sögum

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.