Vikan


Vikan - 08.02.1990, Page 40

Vikan - 08.02.1990, Page 40
HEIL5A tannskemmdum TEXTI: ÞORSTEINN ERLINSSON Tannskemmdir verða að veru- leika þegar sýklar og sykurefni eru til staðar í munninum. Sýkl- arnir nærast á þeirri fæðu sem við látum upp í okkur. Þeim fjölg- ar mjög mikið yfir daginn og til- vist þeirra verður til þess að glerungurinn eyðist á sumum stöðum og á öðrum myndast tannsteinn. Sykrinum breyta sýklarnir í sýrur sem eyðileggja glerung tannanna, draga út úr honum ýmis steinefni og mynda tannstein úr þeim. Sem betur fer hefur móðir náttúra séð okkur fyrir varnarkerfi til að vinna á móti fyrrnefndri þróun og er það munnvatnið. Munnvatnið inniheldur mismunandi eíni sem gera sýrurnar óvirkar og leggja sam- tímis sitt af mörkum til enduruppbygging- ar tannanna eftir að sýrurnar hafa unnið skemmdarverk sín á þeim. Því meira munnvatn sem við framleiðum því minni er hættan á tannskemmdum. Það tekur að meðaltali um þrjátíu til fjörutíu mínútur fyrir munnvatnið að hlut- leysa sýrurnar í munninum. Ef tennurnar verða fyrir langvarandi ertingu af völdum sýra, eins og gerist með miklu sætindaáti, hefur munnvatnið ekki við að hlutleysa sýrurnar og niðurstaðan verður sú að við fáum holur í tennurnar okkar. Flestir bursta tennurnar bæði kvölds og morgna en það er ekki nóg til að viðhalda heilbrigði þeirra því nær helmingur þeirra reynist vera alsettur tannsteini ef aðeins þessar varúðarráðstafanir eru gerðar. Yfir daginn neytum við fæðu bæði á aðalmáltíðum og þegar við fáum okkur aukabita á mifli mála. Það segir sig sjálft að við höfum ekki tíma til að bursta tennumar eftir hvert skipti sem við borðum. Það PH veldur því að tannsteinn nær að setjast utan á og á milli tannanna og skemmdir koma í kjölfarið. Á þessu sjáum við að ekki er nóg að bursta tennurnar aðeins kvölds og morgna. Það er fiil hjálp Með mikilli samvinnu norrænna rann- sóknaraðifa, meðal annarra Danska tann- læknaháskóians í Árhus, hefur tekist að framleiða vöru sem verndar heilbrigði tannanna á milli þess sem þær em burst- aðar. Vísindamenn hafa komist að því að tyggigúmmí er mjög hentugt til að koma í veg fyrir tannskemmdir. Það er hægt að nota án fyrirhafiiar eða truflunar fyrir neytandann og ekki þarf að nota vatn þeg- ar þess er neytt eins og nauðsynlegt er við burstun. Tyggigúmmíið, sem varð útkoman úr rannsóknunum og er talið vernda tenn- urnar best, nefnist V6. Það inniheldur virka efnið carbamíð sem leitast við að hlutleysa sýrurnar sem valda tannsteinin- um. Þegar sýrustigið er lægra en pH 5,5 (allt sem er undir 7 er súrt og því súrara er efnið sem talan er lægri) aukast mögu- leikarnir á tannskemmdum til muna. Þegar við borðum sætindi lækkar sýrustigið mjög verulega. Þegar tyggigúmmíið er tuggið flyst það stöðugt um aflan munninn þannig að carbamíðið dreifist jafnt yfir tennurnar og sérstaklega á milli þeirra. Eftir um það bil tíu mínútur er um 90% af carbamíðinni- haldinu komið úr tyggigúmmíinu. Við að tyggja V6 gerist eftirfarandi: 1. Munnvatnsframleiðslan eykst fjórum til fimm sinnum. 2. Virka efhið losnar úr tyggigúmmíinu. Hvert stykki af V6 gefur um 20 mg af carbamíði. Það er vel þekkt að sjálft tugguferlið eykur eitt sér munnvatnsffamleiðsluna verulega. Tyggigúmmí eykur hana enn frekar. Komið hefur í Ijós við rannsóknir ■ Það tekur að meðal- tali um þrjátlu til fjörutíu mínútur fyrir munnvatnið að hlutleysa sýrurnar í munninum. Tyggigúmmíið V6 inniheldur efni sem leitast við að hlut- leysa sýrurnar sem valda tannsteininum og styttir þannig verulega þann tima sem sýrurnar eru I munninum. að V6 tyggigúmmíið er mun virkara í þessu tilliti en önnur framleiðsla þessarar gerðar á markaðnum. Rannsókn á 106 sjúklingum, sem þjást af sjúklegum munnþurrki (herostomi), var gerð í Svíþjóð. Hver sjúklingur var beðinn um að nota átta mismunandi teg- undir tyggigúmmís yfir hálfsmánaðar tímabil. Eftir það áttu þeir að segja hvaða tyggigúmmí þeim fannst hafa best áhrif til munnvatnsffamleiðslu. Niðurstöðurnar voru þær að 84% fannst V6 tyggigúmmíið hafa „mjög góð áhrif' eða „allnokkur áhrif til batnaðar" og 67% óskuðu eftir því að fá að halda áffam að nota það. Notkun V6 kemur ekki algerlega í veg fyrir tannskemmdir en það er mikilvæg og virk vörn sem kemur að mestum notum eftir að fæðu hefur verið neytt eins og á aðalmáltíðum og að loknum aukabita þar sem erfitt er að koma tannburstun við. 7 8 9 10 11 12 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 W 7 8 9 10 11 12 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 Þessar tvær myndir sýna hvemig sýrustig lækkar við matarneyslu. V6 tyggigúmmíið styttir vemlega þann tíma sem sýmmar eru í munninum, með því að hlutleysa þær, eins og mynd 1 sýnir. 38 VIKAN 3. TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.