Vikan


Vikan - 08.02.1990, Qupperneq 43

Vikan - 08.02.1990, Qupperneq 43
Lottókóngurinn Jakob vann 220 milljónir: Bónorðs- og beHibréfin streyma nútil hans ÞÝÐING: JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR Hann er kominn vel á fimmtugsald- urinn, heldur óíríður, þunnhærð- ur og vegur heil 116 kíló. Engu að síður sitja konur um ástarsamband við hann og á hverjum degi berast honum hrúgur af berorðum bónorðsbréfum. En hvers vegna? Jú, í heil tuttugu ár hafði Svisslending- inn Jakob Schenker dreymt um að vinna í lottói. Og nú hefur sá draumur heldur bet- ur ræst. Jakob er sannkallaður lottókóngur því það voru engir smáaurar sem hann vann. En hann hefur einnig fengið að finna fyrir því að það er ekki bara glens og gam- an sem fylgir því að eignast peninga - sér- staklega ekki ef þeir eru miklir og skjót- fengnir. Ilmurinn af ostaréttunum og höfugu rauðvíninu berst langar leiðir. í glym- skrattanum hljómaði vinsælt dægurlag. Þessa stundina var ákaft fagnað í Jurablick, litlu, notalegu knæpunni í smáþorpinu Gretzenbach í Sviss. Ástæðan var sú að málarinn þéttvaxni, Jakob Schenker, hafði heldur betur dottið í lukkupottinn. Hann hafði fengið sex rétta í lottóinu. Happa- tölurnar hans voru 20, 24, 31, 40, 42 og 44. Og vinningurinn hvorki meira né minna en 5,5 milljónir svissneskra franka eða sem svarar um 220 milljónum ís- lenskra króna. Það má segja að það hafi verið hálfgert glópalán sem varð þess valdandi að Jakob fékk þennan væna vinning. Á miðvikudags- kvöld hafði hann keypt og fyllt út þrettán lottóseðla. Hann skilaði aðeins tveim, þar sem hann var ekki með peninga á sér fyrir þeim öllum. Skömmu síðar tók hann í spil með nokkrum félögum sínum. Hann var heppinn og vann 95 franka. Að því búnu dreif hann sig aftur í lottósöluna og borg- aði fyrir hina seðlana ellefu. Það var svo á laugardagskvöldið næsta sem hinn örlagaríki dráttur fór fram. Jakob var ekkert sérlega spenntur og það var ekki fyrr en á sunnudagskvöldið sem hann fór yfir tölurnar. Og hvernig skyldi honum hafa orðið við: „Ég hrópaði upp yfir mig. Þá varð ég að setjast. Ég titraði allur og skalf í að minnsta kosti tvær klukkustundir. Ég trúði ekki mínum eigin augum.“ Á mánudagsmorguninn lét hann það svo verða sitt fyrsta verk að hringja í lottómiðstöðina í Basel. Þar fékk hann tölurnar staðfestar og þar með að hann væri orðinn milljónamæringur. Hann gerði vinum sínum þegar viðvart og sagði þeim frá heppni sinni. Veitingamaðurinn á kránni hans, Jurablick, fékk einnig að heyra tíðindin. Innan skamms voru þau komin um allt þorpið. Hvað gerir málarinn? Nú spyrja margir sig hvaða áhrif þessi heljarvinningur muni hafa á Jakob. Fram til þessa hefur hann verið mesti rólyndis- maður og farið að öllu í sínu lífi með gát. Til eru þeir sem óttast að hann muni nú tapa sér í nýríkidæminu og spila rassinn úr buxunum eins og hent hefur margan manninn. En ekkert bendir til þess að peningarnir muni taka völdin af Jakobi. „Ég ætla að halda áfram að vinna sem málari. En nú ætla ég bara að mála þegar sólin skín. Nú get ég leyft mér að vera heima þegar rignir og veðrið er vont.“ Fram til þessa hefur hann ekki lifað í neinum lystisemdum. Hann býr í húsi sem bróðir hans á. Þar dvelur hann ásamt aldr- aðri móður sinni. Húsnæðið er mjög lítið og því þröngt um þau mæðginin. Nú dreymir Jakob um að kaupa sér lítið ein- býlishús þar sem hann getur búið ásamt móður sinni í framtíðinni. Bíl á hann eng- an og kveðst ekki þurfa að eyða peningum í svoleiðis farartæki. Litla vélhjólið hans dugi vel og komi til með að þjóna honum áfram. Hann segist raunar ekki ætla að ausa fjármununum út til beggja handa þótt pen- inga eigi hann nóga. Systkinum sínum sjö að tölu kveðst hann til dæmis ætla að gefa smágjafir og láta þar við sitja. Það er aðeins eitt sem þessi staðfasti maður ætlar að láta eftir sér í ellinni og Jakob ætlar að halda áfram að vinna sem málari. Hann ætlar einnig að halda sig við litla vélhjólið sitt því það dugir hon- um alveg. það er að sækja hverja heimsmeistara- keppni í hjólreiðum sem haldin verður. Annars ætlar hann að leggja sem stærstan hluta vinningsins fyrir til að geta lifað af vöxtunum í ellinni. Það ætti honum að takast og gott betur. Vinir á hverju strái En þótt Jakob sé svona staðfastur og passasamur eru ýmsar hættur sem steðja að og margar gildrur spenntar. Nú á hann allt í einu íjölmarga vini, sem hann þekkir ekki einu sinni. Daglega streymir inn um bréfalúguna hjá honum fjöldi sendibréfa og sum hver eru hrein betlibréf. Sem dæmi um þetta má nefha að Jakob fékk á dögunum bréf ffá ungum manni, sem hann hefúr aldrei séð hvað þá meir. Sá kvartaði sáran yfir því hve mikið hann skuldaði og bað Jakob um að gefa sér 50.000 firanka. Ekkja ein skrifaði málaranum ógifta og kvaðst gjarnan vildu kynnast honum. „Ég á líka tvær fagrar dætur," stóð í bréfinu. Og áfram: „Ég sá mynd af þér í blaði og mér leist strax vel á þig,“ skrifaði þessi káta ekkja ennfremur. Kona ein, komin á eftirlaun, lét ekki sitt eftir liggja og sendi línu. Hún kvartaði sár- lega yfir því að hún hefði ekki haft efni á því að ferðast í sumarfríinu sínu á síðari árum. „Þér hljótið að geta séð af 2000 frönkum af milljónavinningnum yðar. Þér vitið ekki einu sinni af því,“ skrifaði hún. Jafnvel kattavinafélagið á staðnum svo og sóknarnefhdin hafa beðið málarann um fjárhagsaðstoð. En Jakob lætur ekki plata sig. „Ég leit í kringum mig eftir vinkonum áður en ég vann í lottóinu og ég þarf engu þar við að bæta. Þetta fólk sem skrifar mér nú er ekki heiðarlegt. Það vill bara komast í pening- ana mína. Sumar kvensurnar eru ekkert betri en rándýr," segir þessi hversdagslegi maður sem nú er á hröðum flótta undan giftingarsjúkum konum. □ 3.TBL.1990 VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.