Vikan


Vikan - 08.02.1990, Side 51

Vikan - 08.02.1990, Side 51
posTURmn Ég er svo rosalega óheppin í öllu Hæ, elsku Vika! Ég hef skrifað einu sinni áður og fékk svar sem ég var mjög ánægð með. Nú er ég al- varlega farin að halda að það sé ekki til neinn í heiminum eins og ég — ég hef alla vega ekki hitt neinn hingað til. Ég er venjuleg í útliti, klæði mig frekar hlutlaust (þó ekki mjög stelpulega) og er eigin- lega eins og á milli stelpu og stráks. Mér líkar ekki við stelp- ur og kann eiginlega ekki að umgangast stráka -hef kannski ekki reynt það eða haft tæki- færi til. Mér líkar við flippaða stráka með húmor (dálítinn aulahúmor) og vil vera með húmor sjálf (er kannski með smávegis). Ég á víst að vera með ágætt hugmyndaflug, en ég er bara orðin svo bæld og mér leiðist svo. Ég er mjög einmana og á enga vini. Ég er hlédræg eða ekki málglöð (kannski bara feimin — eins og flestir vilja kalla þetta, en ég sætti mig bara ekki við það orð). Mér dettur yfirleitt gjörsamlega ekkert í hug til að segja nema kannski „já“ og brosa voða sætt. Núna er eins og ég þekki ekki sjálfa mig. Ég bý í frekar litlum bæ eða í rauninni mjög litlum og ég get bara ekki hugsað mér að búa hér lengur — þetta er svo snobbaður og pempíulegur bær, þar sem allir þekkja alla og skipta sér af öðrum. Mig langar að búa í Reykjavík, en ég bara þori ekki að flytja suður því ég er svo viss um að það verði ekkert betra auk þess sem það hlýtur að vera svo dýrt. Ég er svo rosalega óheppin í öllu að það er ekki eðilegt. Ég er búin að skipta um skóla þrisvar sinnum, en þú mátt ekki halda að ég sé óörugg þess vegna. Ég klúðraði þessu alltaf með því að tala ekki strax ffá byrjun. Ég er komin í verk- menntaskóla en er á kolvit- lausri braut. Það er ekki hægt að læra það eina sem mig lang- ar til hér og ég þori ekki að fara ein suður. Jú, jú, ég veit að maður á ekki að ákveða fýrir- ffam að maður muni klúðra þessu, en fýrst ég gat þetta ekki núna í haust þá get ég það varla neitt frekar næsta haust. Hvernig á ég að snúa mér í þessu? Viltu vera svo góð að svara þessu bréfi líka og vera þá svolítið fljót. Aust- eða Vestfirðingur E.S.: Ég veit af stafsetningarvill- unum og svo er ég farin að tala svo vitlaust, bara allt í einu upp úr þurru — hvað heldurðu að sé til bóta við því? Þinn vandi er semsagt aðal- lega sá að þú átt erfitt með að b/anda geði við aðra og ert þess vegna óörugg með þig. Þú segir ekkert frá heimili þínu eða hvort þú hafir einhvem tíma átt viniþannig að ekki er svo gott að segja til um það hvers vegna'þú ert svona ein- mana og vinalaus. Það skiptir miklu máli að eiga vin og ein- hvem til að tala við — oft leysir það stœrsta hluta vandans, jafnvel allan. Áttu enga gamla vinkonu eða vin sem þú hefur misst sjónar af um stund en sem þú gætir endumýjað tengslin við? Ef ekki, skoðaðu þá skólafélaga þína vel og vandlega — svo lítið beri á — og athugaðu hvortþú kemur ekki fljótt auga á einhvem sem þér sýnist vera á líkri línu og þú, hertu svo uþþ hugann og reyndu hvort þér tekst ekki að koma á kunningsskap ykkar á milli. Ertu svo viss um að fagið sem þig langar til að lœra í skólanum í Reykjavík sé ein- mitt það eina sem þig langar til að leggja fyrir þig? í þessi þrjú skipti sem þú hefur byrjað í nýjum skóla, þá hlýtur þig í upphafi að hafa langað til að lœra eitthvað ákveðið í við- komandi skóla - en hvers vegna hœttirðu við? Svaraðu spumingunni sam- viskusamlega - og sannleikan- um samkvœmt, þargœti hund- urinn nefnilega legið grafinn. Geturþað hugsast að þú leggir alltaf á flótta þegar málin verða erfið? Það er eifitt að tala við ókunnuga, en ein- hvem tíma verður maður þó að gera það - og œfingin skapar meistarann. Aðflýja til Reykjavíkur mun ömgglega ekki leysa þinn vanda. Póstur- inn hefur fengið bréf frá stúlk- um sem fluttu einar til Reykja- víkur og tókst svo ekki að mynda vinskap við neinn hér þannig að þœr vom meira einmana en nokkm sinnifyrr, því í sinni heimabyggð áttu þœr að minnsta kosti œttingja sem þær gátu verið í sambandi við. Hugsaðu þig því vel um áður en þú tekur ákvörðun um að flytja ogefþúert ákveð- in, þá er kannski ekki vitlaust að auglýsa í bœjarblaðinu eft- ir einhverjum öðrum sem ætl- ar líka í skóla hér þannig að þið getið leigt saman íbúð - slegið þar með tvær flugur í einu höggi: sþarað pening og eignast félaga. E.S.: Varðandi stafsetninguria þá geturðu reynt að þjálfa sjónminnið með því að lesa mikið af íslenskum bókum og til að koma í veg fyrir að þú talir vitlaust þá skaltu hugsa um það sem þú œtlar að segja áður en þú byrjar - það getur líka hjálþað þér að vera ör- uggari að tala við ókunnuga ef þú veist að það sem þú ætlar að segja muni komast óbrengl- að frá þér. Vegni þér svo vel á nýja árinu! Þori ekki að tala við kann nema full Halló kæri póstur! Ég er hrifm af strák sem við skulum kalla D. Ég þekki D ekki mjög mikið en það sem ég þekki það elska ég og dýrka! Ég hef eiginlega aldrei þorað að tala við hann nema þegar ég er full. Ég fór á rúnt- inn með honum og vini okkar beggja og talaði þá heilmikið við hann, enda full. Þegar ég er edrú er ég eins og auli ef hann birtist. Mér hefur verið sagt að við pössum illa saman af því að við erum bæði sporðdrekar og fædd sama mánaðardag í nóv- ember, er þetta rétt? Ég veit ekki hvað í ósköpunum ég á að gera, en ég er búin að vera hrifin af honum síðan ég var 15 ára og ég afber þetta bara ekki lengur. Ég hef sleppt því að fara út á kvöldin því ég hélt að ég gæti gleymt honum með því móti, en svo er nú ekki. Hann er það eina sem mér finnst vert að lifa fyrir. Gerðu það reyndu að hjálpa mér, ég get ekki meir. Hjálp, áður en ég geri eitthvað sem ekki verður aftur tekið. Doddý Þetta er ekki auðvelt mál og því erfitt að gefa þér ráð. Þú getur ekki talað við hann nema full, en þá stjómarðu sjálfri þér ekki eins og þú átt að gera og gætir því sagt eitt- hvað sem þú sœir eftir. Það sem þú verður að reyna að gera er að manna þig upp í að tala við hann ófull. Þú skalt gera þér far um að vera á stöð- um þar sem þú veist að þú get- ur átt von á að hitta hann og í hvert sinn skaltu pína þig til að tala við hann um eitthvað sem þú heldur að hann gæti haft áhuga á. Ef þú gerir þetta þá œttirðu að komast að því að það verður sífellt auðveldara að tala í hvert sinn sem þú tal- ar við hann. Svo er aftur ann- að mál hvort þið eigið saman, en stjömumar em ykkur aftur á móti í hag samkvæmt stjömumerkjatöflunni okkar góðu, þannig að þú skalt ekki gefast upp alltof auðveldlega. 3.TBL. 1990 VIKAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.