Vikan


Vikan - 08.02.1990, Page 52

Vikan - 08.02.1990, Page 52
TI5KA Rjver Phoenix*. Hefur áhyggl'w a{ lífinu ájörðinnt. S. s&s- Kelly McGillis: VltHl fyrir sœkjandann /? 'lH*»nah Ted Danson: Ábyrgðarfullur og áhugasamur borgari. kwLíiiir' fíntad vera gáfum gæddur TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÚTTIR Þ að er viðurkennt að I Hollywood — eða rétt- ara sagt Suður-Kalifornía — sé sá staður þar sem tísku- straumar í Bandaríkjunum verða til. Allir muna eftir vaxt- arræktaræðinu — hinum full- komna líkama. Síðan menn komust að því hversu mikillar vinnu það krefst og hversu leiðigjarnt það er að viðhalda þessum fullkomna líkama hafa þeir notað þá fljótlegu og auð- veldu aðferð að fara í upp- skurð hjá lýtalækni. Pað er líka miklu þægilegra, ekki satt? Gleraugun og Ijóðin Síðan kom sálin. Fyrir þá sem hennar leituðu var hægt að kaupa allt — allt frá kristal- kúlu til fyrra lífs. En leitin að sálinni hafði í för með sér mikla umhugsun um dauðann og það getur orðið niðurdrep- andi þegar á líður. Æðið núna er mannshugurinn. Það er fínt að vera gáfaður! Eða að minnsta kosti að líta útfyrir að vera gáfum gæddur. Þeir hátt skrifuðu í Los Angeles, stjörn- urnar, notfæra sér þetta óspart. Þeir auglýsa nýuppgötvaðan áhuga sinn á bókalestri með því að bera með sér torræð bókmenntaverk í kvikmynda- verin, í myndatökur og í viðtöl. Þessu fylgir að þetta fólk er í stöðugum bókakaupa- leiðangri, þaðan sem það fer með fangið fullt — í sama til- gangi eru gleraugu keypt. En eru öll þessi gleraugu nauð- synleg? Einn af þekktari gleraugna- sölum Los Angelesborgar segir að það sé leyndarmál en að margar af þekktu stjörnunum gangi með gleraugu með venjulegu gleri í! Það gerir þó lítið gagn að sitja einn heima og vera gáfulegur. Sumar stjörnur hópa sig saman til þess og aðalaðdráttaraflið á vinsælum næturklúbbum nú er að hafa ljóðakvöld þar sem þekktar stjörnur lesa ljóð — sumar lesa sín eigin. Leikarinn Michael O’Keefe segir um þetta: „Það er ljóðræn skyn- semi yfir ungu Hollywoodleik- urunum ... þeir eru að reyna að styrkja gáfumannslega ímynd sína.“ „Þetta er menning; menning á Holly- woodvísu. Og það eru ljóð- skáldin sem eru útverðir þess- arar menningar," segir ein af þeim sem sjá um að koma á slíkum ljóðakvöldum. Sjálfsnám Satt er það að stjörnurnar koma nýju straumunum af stað en það er fólkið í Los Angeles sem sér um að koma þeim á hreyflngu. Það hefur gert „gáf- urnar“ að hinum nýja lífsstíl, þar sem sjálfsnám er aðalinn- takið. Samkvæmt vinsælu tíma- ritunum eru núna allir í því að vera gáfaðir, forðast yflrborðs- mennsku og öðlast menningu. Leshringir hafa verið stofnaðir þar sem komið er saman og rætt um góðar bókmenntir, skylda er að fara og skoða sýn- ingar og söfh. Samræður fólks snúast um erlendar, listrænar kvíkmyndir og þær samræður fara fram á espresso-kafflhús- um. Samt er það í bókabúðun- um sem hlutirnir virkilega gerast. Fólkið flykkist þangað til að skoða, horfa og láta sjá sig og það sem mestu máli skiptir — til að kaupa. Á leið til íslands? Eins og allir aðrir góðir tískustraumar mun lesturinn ganga yfir líka og eitthvað ann- að tekur við. - Hvað ætli það verði? Garðyrkja? Flugukast? Hvað sem það verður þá er gaman á meðan áhuginn á bók- menntum, menningu og list- um stendur yflr - og án efa fer hans að gæta hér fljótlega því við erum nú stödd í leitinni að sálinni.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.