Vikan


Vikan - 08.02.1990, Síða 53

Vikan - 08.02.1990, Síða 53
5TOÐ 2 Whoopi Goldberg í aðalhlutverlci í sakamálamynd Leikkonan Whoopi Goldberg á sér marga aðdáendur hér á landi, ekki vegna þess að hún sé svo falleg, því t um hana má segja að hún sé skemmtilega ljót, heldur vegna þess að hún er mjög góð leikkona — enda hóf hún að leika á sviði í New York þegar hún var ekki nema 8 ára. Hún var tilnefnd til ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn í fyrstu kvik- myndinni sem hún lék í, The Colour Purple, sem Steven Spielberg leikstýrði. Föstudaginn 9. febrúar, nánar tiltekið á miðnætti, verður sýnd á Stöð 2 lífleg og spennandi mynd með leikkonunni í aðal- hlutverki og er þetta íjórða myndin sem hún leikur í. Myndin heitir Fatal Beauty og þar leikuf Whoopi leynilögreglukon- una Ritu Rizzoli, sem veit að gálgahúmor hennar og dálitlar fortölur geta oft á tíðum verið jafh áhrifarík vopn og byssan hennar. Hún er meistari í að dulbúast og hennar vinnusvæði er það hættulegasta í Los Ang- elesborg. Það kemur þó að því að góð kímnigáfa kemur ekki að notum, en það er þegar hún þarf að fást við harðsvíraða glæpamenn sem eru að dreifa vímuefnum sem koma notendunum í banvæna vímu. Eiturlyfjasalarnir kalla efnið Fatal Beauty, eða banvæna fegurð og það er í verkahring Ritu að sjá til þess að það hverfl af mark- aðnum. Mörg atriðanna gerast í miðbæ borgar- innar þar sem margar götur eru í algjörri niðurníðslu. Ein slík var notuð sem sviðs- mynd fyrir eitt atriða myndarinnar en við hana stóð húsið þar sem vímuefnið var selt. Rita fer þangað inn í dulbúningi og í atriðinu koma fram um 100 manns sem léku vímuefnaneytendur, eiturlyfjasala, mellur, sölufólk götunnar og óaldarflokk sem varði glæpamennina. Aðstandendur myndarinnar vissu ekki að gatan var í næsta nágrenni við glæpahreiður sem lög- reglan var að fýlgjast með. Allt í einu þutu 6 lögreglubílar eftir götunni og stöðvuð- ust hjá þeim. Þetta voru eins bílar og áttu að vera í atriðinu, en þegar lögreglu- mennirnir komu út þá voru þeir með haglabyssur og leikstjórinn mundi ekki til þess að hann hefði beðið um slíkar. Hans lögreglumenn áttu að nota skammbyssur og það var þá sem uppgötvaðist að þarna voru raunverulegir lögreglumenn á ferð — en þeir höfðu haldið að þarna væri verið að ffemja rán. Á ferð og flugi mei Steve Marlin Gamanmyndin Planes, Trains and Automobiles eða „Flugvél- ar, lestir og bílar“ með leikaran- um Steve Martin í aðalhlutverki ætti að koma allri fjölskyldunni í gott skap. Myndin verður sýnd á Stöð 2 föstudaginn 17. febrúar kl. 21.20. Steve Martin leikur framkvæmdastjóra auglýsingafyrirtækis, Neal Page, sem er á leið heim með flugvél til fjölskyldu sinnar til að njóta með henni þakkargjörðarhátíð- arinnar. En það gengur sjaldnast stór- slysalaust fyrir sig að ferðast rétt fyrir stór- hátíðir og að því kemst Neal á áþreifanleg- an hátt. í flugvélinni átti hann að fá sæti á fýrsta farrými þar sem enginn sæti við hliðina á honum. Þess í stað situr sölumað- ur sem selur hringi í sturtutjöld við hlið- ina á honum og samkjaftar ekki. Sölumað- urinn heitir Del Griffith og hann er ekki feiminn við að segja Neal hversu reyndur ferðalangur hann er og að hann hafl ráð undir rifi hverju. Þeim fer Neal að kynnast þegar vélinni er snúið til baka sökum fannfergis og Del tekur að sér að koma þeim báðum heim með öðrum leiðum. Hver hörmungin á Whoopi Goldberg í hlutverki sínu sem leynilögreglukonan Rita Rizzoli. fetur annarri hendir þá — og hver verri en sú næsta á undan — þannig að ekki virðist líklegt að Neal verði með fjölskyldunni yflr hátíðina; mun líklegra að hann verði með bjánanum. „Bjáninn" er leikinn af John Candy, en leikstjóri myndarinnar og höfundur er John Hughes sem á sér að baki myndir eins og Sixteen Candles, The Breakfast Club, VC'eird Science, Pretty in Pink, Ferris Buel/er’s Day Off og Some Kind of Wondetful sem allir kvikmynda- unnendur þekkja. John Hughes segir að það sem fyrst og fremst vaki fyrir sér í myndum srnum sé að skapa persónur sem virka raunveru- legar, að viðbrögð þeirra við því sem kem- ur fyrir þær séu mikilvægari en það sem er að gerast. Við sköpun sína á myndinni hafði hann í huga eigin reynslu af ferðalög- um um Bandaríkjunum frá því hann sjálfur var textahöfundur fýrir auglýsingar. Áhorfendum Stöðvar 2 ætti að vera reglulega skemmt þetta föstudagskvöld og þess má geta að önnur gamanmynd með Steve Martin t einu aðalhlutverkanna verð- ur sýnd í febrúar, en það er myndin Tres Atnigos sem sýnd verður laugardaginn 24. febrúar. •4 Steve Martln í hlutverki firamkvæmda- stjórans Neal Page í myndinni Planes, Trains and Automobiles. 3. TBL. 1990 VIKAN 51

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.