Vikan


Vikan - 13.12.1990, Qupperneq 71

Vikan - 13.12.1990, Qupperneq 71
aður í skóla fyrir lélega frammi- stöðu hættir fljótlega að mæta ( skólann en hann gæti til dæmis verið frábærlega laginn í höndun- um. Ég er alveg á því að skamma krakka þegar það á við en svo á líka að hrósa þeim fyrir það sem vel er gert. Mér finnst líka að minnsta kosti helmingur allra kennara illa hæfir í starfið því þeir geta sjaldnast viðurkennt að í bekkjum geti verið fólk sem þarf öðruvísi athygli en stjörnu- nemandinn. GEF MÉR VARLA TÍMA TIL AÐ VERA í SAMBÚD Ég geri rosalegar kröfur til ann- arra og ótrúlegar kröfur til sjálfs mín líka. Ég hef svo margt sem ég þarf að koma frá mér að ég er eiginlega aldrei heima. Ég sleppi því frekar að sofa en að skilja eftir lausa enda einhvers staðar. Ég hef alltaf unnið tvöfaldan vinnu- tíma og vinn helst á nóttunni líka. Ég gef mér varla tíma til að vera í sambúð en samt vil ég vera í sambúð. Það er eflaust erfitt að búa með mér því ég á það til að fara dálítið hratt yfir. Ég vil geta lifað borgaralegu lífi en vera samt mjög óvenjulegur. Mér finnst að fólk þurfi að hafa breidd, vera bæði hestakerra og plógur. Fólk hefur svo æðislega hæfileika að adidas Éghefmilljón galla eins og alliraðriren mérerná' kvœmlega sama hvað fólkheldurum migoggefvel gertgrínað sjálfum mér því ég veit hverégerog hvarégstend gagnvart sjálfummérog þáfinnstmér mu * i_■ SÁTTUR VIÐ ALLT ÞAD LIÐNA Mig langar að gera svo margt í lífinu að ég er að reyna að gera þetta allt í einu og þá flýti ég mér of mikið og vanmet punktana sem mestu máli skipta. Því aukaatriðin eru aðalatriðin mín. Ég hef milljón galla eins og allir aðrir en mér er nákvæmlega sama hvað fólk heldur um mig og get vel gert grín að sjálfum mér því ég veit hver ég er og hvar ég stend gagnvart sjálfum mér og þá finnst mór allt í lagi. Ég hef yfirleitt fengið að vera ég sjálfur og lifði mikið i mínum eigin heimi sem barn. Sem unglingur held ég að ég hafi upp- lifað flest það sem hægt er að lenda í, bæði gott og slæmt, ann- að en að fara að drekka of mikið því ég drekk ekki áfengi, reyki ekki og drekk ekki einu sinni kaffi. Maður þarf ekki endilega að moka skítinn til að finna lyktina af honum. Ég hef ekki alltaf verið gáfaður, alla vega alls ekki alltaf praktískur en ég vil ekki taka lán tyrir næst- um allri íbúðinni og vera alla æv- ina að borga af henni bara til þess eins að fá þak yfir höfðuðið. Þetta húsnæðisbasl skemmir fólk á besta aldri. Auðvitað verður fólk að gera þetta en í því sem öðru vil ég reyna að finna einhverja nýja leið. Ég er 98 prósent sáttur við allt sem ég hef gert og hefur gerst í minu lífi.“ □ á sjónvarpið og fara svo að sofa- hvers vegna ekki að kaupa sér líkkistu með sjónvarpi strax?“ ER AD SKRIFA LEIKRIT FYRIR SJÓNVARP Svo er oft sagt við mig: „Það fá ekki allir sömu tækifæri," en tæki- færi fyrir mér er eitthvað sem maður skapar sjálfur. Ég veit að það fá ekki allir sama tækifæri til menntunar þó það sé látið í veðri vaka á íslandi en maður verður þá bara að taka því og berjast og sækja á brattann. Svona hefur þetta alltaf verið í gegnum tíðina. Ég hef gaman af að búa til sýn- ingar, sjá hugmynd sem fyrst kom upp í kollinum framkvæmast og verða að veruleika, öllu umstangi í kringum þetta, öllum þrotlausu æfingunum og reddingunum út um allan bæ, en fer hjá mér þegar ég á svo að taka við lófatakinu fyrir þær. Nú er ég að skrifa leikrit fyrir sjónvarp og ætla að gera allt sem ég geti til að koma því að og í það vil ég ekki nota atvinnu- leikara heldur venjulegt fólk. Ég er alltaf að reyna að brjóta upp viðtekin form og hefðir og spyrja: Hver segir að svona og aðeins svona sé hægt að nálgast þetta viðfangsefni? Ég er hæstánægð- ur ef ég get vakið einhvern til um- hugsunar, jafnvel þó niðurstaða hans verði að ég hafi kolrangt fyr- ir mér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.