Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 9

Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 9
Nr. 6, 1938 VIKAN 9 Quy de Maupassant: Óeigingjörn ást. ETTA gerðist í lok samkvæmis, sem de Bertran, markgreifi, hélt í byrj- un veiðitímans. Hringinn í kring um borð, sem var vel lýst og þakið blómum og ávöxtum, sátu ellefu veiðimenn, átta ung- ar konur og læknirinn í þorpinu. Samtalið snérist um ástina, og menn ræddu ákaft um þetta eilífa umtalsefni, hvort menn gætu í raun og veru elskað oft eða aðeins einu sinni. Það voru til dæmi um menn, sem höfðu aðeins elskað einu sinni alvar- lega, og til voru dæmi um aðra, sem höfðu elskað oft og innilega. Yfirléitt voru menn á eitt sáttir um það, að þessi ákafa ást gæti gripið sama manninn aftur og aftur, eins og sjúkdómur, og jafnvel reynzt óheillavænleg, ef hún væri stöðvuð á braut sinni. Þó það væri ekki hægt að hrekja þessa skoðun, þá héldu konurnar, sem byggðu skoðanir sínar meira á skáldleg- um ímyndunum en á eigin athugunum, því fram, að sönn ást gæti aðeins einu sinni gripið mannlega veru, að slík ást væri eins og elding, og að hjarta, sem hefði einu sinni reynt hana, yrði svo eytt og útbrunn- ið, að engin önnur sterk ástríða, eða laus- leg tilhneiging gæti seinna fest þar rætur. Markgreifinn, sem hafði lent í mörgum ástaræfintýrum, var samþykkur þessari kenningu. — Ég fullvissa ykkur um, að maður getur elskað hvað eftir annað af öllum krafti sálar sinnar, sagði markgreifafrúin. — Dæmi eru til um fólk, sem hefir framið sjálfsmorð út af ást, til sönnunar því, að ómögulegt sé að verða ástfanginn í annað sinn. En við því hefi ég það að segja, að ef mennirnir hefðu ekki verið svo heimskir að drepa sig, og svipta sig þannig öllum möguleikum til að byrja á ný, þá myndu þeir hafa náð sér eftir fyrsta áfallið, og þeir myndu hafa byrjað aftur og enn aft- ur, allt til æfiloka. Elskendur eru eins og drykkjumenn. Maður, sem hefir drukkið, vill drekka meira, og maður, sem hefir elskað, vill elska aftur. Það er algerlega komið undir skapgerð hvers og eins. Þau skutu máli sínu til læknisins, er hafði setzt að hér í þorpinu eftir að hafa starfað í París. Hann var beðinn að láta 1 ljósi sínar skoðanir á þessum málum, — skoðanir hans voru mjög á reiki. — Eins og markgreifafrúin segir, er það allt undir skapgerð hvers og eins kom- ið. En ég þekki eitt dæmi um ást, sem hélzt í 55 ár, án þess að blikna einn ein- asta dag, og aðeins dauðinn batt enda á. Markgreifafrúin klappaði saman lófun- um. — En hvað þetta er dásamlegt! Þvílík sæla! 1 55 ár? Þvílík hamslaus og mikil- fengleg tilfinning! En hvað þessi maður, er varð aðnjótandi slíkrar tilbeiðslu, hlýt- ur að vera hamingjusamur og ánægður með lífið! Læknirinn brosti: — Þér hafið rétt fyrir yður að einu leyti, frú. Eins og þér hafið getið yður til, þá var það karlmaður, sem varð fyrir þessari tilbeiðslu. Þið þekkið hann öll. Það var hr. Couquet lyfsali. Þið þekkið kon- una líka. Það er gamla konan, sem gerir við stólana, og kemur á hverju ári í mark- greifahúsið. Ég skal segja ykkur söguna í stuttu máli. Hrifning kvennanna minnkaði skyndi- lega. Á andlitum þeirra sást votta fyrir ógeði, eins og þeim fyndist, að ástin ætti að halda sér við siðað og tigið fólk. — Fyrir þremur mánuðum, tók læknir- inn til máls, — var ég kallaður að dánar- beði þessarar gömlu konu. Hún hafði kom- ið hingað daginn áður í flutningsvagnin- um sínum, er gamli jálkurinn dró. Þið haf- ið öll séð þessa gömlu konu, vagninn henn- ar og klárinn. Báðir stóru, svörtu hund- amir, vinir hennar og verndarar, voru með henni. Presturinn var þegar kominn til hennar. Hún bað okkur að vera votta að arfleiðsluskrá sinni og til þess að skýra fyrir okkur sína síðustu ósk, sagði hún okkur alla æfisögu sína. Ég hefi aldrei nokkurn tíma heyrt neitt einkennilegra eða sorglegra. Foreldrar hennar gerðu líka við stóla, og hún hafði aldrei átt heima í venjulegu húsi. Þegar hún var lítil ráfaði hún um, tötr- um vafin og óhrein. Fjölskyldan var vön að nema staðar í útjaðri þorpanna, spenna hestinn frá vagninum og sleppa honum á beit. Hundurinn hringaði sig og lagði sig til svefns með hausinn á framlöppunum, og barnið velti sér í grasinu á meðan for- eldrarnir, er sátu í skugga álmtrjánna, gerðu við alla gömlu stólana í þorpinu. Lítið var talað í bústaðnum á hjólunum. Þegar búið var að tala um það, hver ætti að fara í húsin og kalla: — Eru hér stól- ar, sem þarf að gera við? þá tóku hjónin að flétta strá og sátu ýmist hvort á móti öðru eða hlið við hlið. Ef barnið fór of langt frá eða skipti sér af krökkum úr þorpinu, kallaði faðirinn hastarlega: — Komdu strax, krakkaangi! Þetta voru einu blíðu orðin, sem hún heyrði í uppvextin- um. Og er hún stálpaðist, var hún send í húsin til að sækja stóla, sem þurfti að gera við. Á þeim ferðum kynntist hún mörgum börnum. En nú voru það foreldr- ar þeirra, sem kölluðu hastarlega til bam- anna: — Komdu strax, kjáninn þinn. Láttu mig ekki sjá, að þú sért að skipta þér af flækingum. Smástrákamir köstuðu oft steinum á eftir henni. Stundum gáfu konur henni aura, og þessum aurum hélt hún saman. Dag nokkum, þegar hún var 11 ára gömul, kom fjölskyldan hingað í þorpið. Bak við lyfjabúðina sá hún Cauquet litla hágrátandi, af því leikbróðir hans hafði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.