Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 23
Nr. 6, 1938
VIK A N
23
haft sterka tilhneigingu til að nota fleiri
en eina skinntegund, og skriftin er með
allskonar krókum og útflúri. Sumt er al-
gjörlega ólesandi og ekkert vel læsilegt.
Þó hafa ættingjar mínir lengst af gegnt
trúnaðarstörfum á Indlandi, og kunnátta
í Hindúamállýzkum gengið stöðugt í ættir.
En ég fann brátt það, sem ég leitaði að,
og meðan ég var að kynna mér það, sat
ég þarna um stund á gólfinu.
— Lítið á, sagði ég við Pyecraft dag-
inn eftir. En ég kippti hið skjótasta að
mér hendinni, því að hann var handóður
af áfergju.
— Eftir því sem ég kemst næst, er þetta
leiðarvísir til þess að léttast (Guði sé lof,
sagði Pyecraft.) Ég er ekki alveg viss, en
ég held að það sé það. Ef þér viljið fara
að ráðum mínum, þá látið það eiga sig.
Þér megið ekki halda, að ég vilji yður illa,
en sjáið þér til, Pyecraft, — forfeður mín-
ir í móðurætt voru ekki eins og fólk er
flest.
— Ég held ég verði að reyna það, sagði
Pyecraft.
— Ég hallaði mér aftur á bak í stóln-
um, hugsaði um Pyecraft framtíðarinnar,
og leizt ekki á blikuna.
— í herrans nafni og f jörutíu, Pyecarft!
Hverju haldið þér, að þér líkist, varð mér
að orði. — En lyfseðillinn sá arna er ekk-
ert aðgengilegur, bætti ég við.
— Gerir ekkert til, sagði hann og tók
hann. Hann glennti upp skjáina. — En
------en — —, sagði hann. Hann upp-
götvaði, að þetta var ekki enska.
— Ég skal þýða það, sagði ég, eins vel
og ég get.
Ég þýddi eftir beztu getu. Eftir það
yrtum við ekki hvor á annan í hálfan
mánuð. í hvert sinn og hann nálgaðist,
gretti ég mig og benti honum í burtu.
Hann hélt samninginn, en í lok þessa hálfs
mánaðar var hann jafn feitur og áður. Þá
gat hann ekki á sér setið lengur.
— Ég verð að fá að tala við yður, sagði
hann. Þetta er ekki allt með felldu. Það
er eitthvað bogið við þetta. Það hefir ekki
gjört mér neitt gott. Þetta er ekki rétt
gagnvart langalangömmu yðar.
— Hvar er uppskriftin?
Hann tók hana með mestu varkárni úr
veski sínu.
Ég renndi augunum yfir innihaldið.
— Var egginu bætt við? spurði ég.
— Nei. Átti að gera það?
— Auðvitað, sagði ég. Það er eitt af
sjálfsögðustu efnunum í öllum uppskrift-
unum, þó að blessunin hún langalang-
amma mín hafi ekki látið skjalfesta neitt
um það. Ef aðstæður og efni eru ekki þau
réttu, getur farið illa fyrir yður, því að
þetta er allt mjög krassandi. Og þarna eru
noltkur efni, sem verða einskonar móteit-
ur hinna. Þér fenguð yður nýtt skröltorma-
eitur, eða hvað?
— Ég fékjt mér skröltorm hjá Jamrach.
Hann kostaði, hann kostaði--------------.
— Já, en það skiptir mig engu. Þér um
það. Þessi síðasta klausa----------.
— Ég þekki mann, sem —----------.
— Já, svona nú! Jæja, ég skal nú skrifa
niður þessi efni. En að því leyti sem ég
skil málið, þá bendir nafn þessarar síðustu
uppskriftar á ógurlegan styrkleika. Og
það, sem stendur þarna um hundinn, ja,
það er líklega átt við indverskan flökku-
hund.
*
Ég sá Pyecraft stöðugt í klúbbnum í
heilan mánuð eftir þessar viðræður okkar,
og hann var alltaf jafn feitur og órólegur.
Hann hélt samning okkar, en stundum
rauf hann þá anda hans með því að hrista
höfuðið í örvæntingu. Dag nokkurn sagði
hann við mig í forsalnum:
— Hún langalang —-----------.
— Ekki eitt aukatekið orð í hennar
garð, sagði ég, og hann þagnaði. Mér var
farið að koma til hugar, að hann væri bú-
inn að gefa þetta allt upp á bátinn. Eitt
sinn heyrði ég hann tala við þrjá nýja
meðlimi um ístruna á sér, rétt eins og hann
væri farinn að svipast um eftir öðrum upp-
skriftum. En svo kom skeytið allt í einu,
alveg óvænt.
— Herra Formalyn, hrópaði sendillinn
rétt við eyrað á mér.
Ég greip skeytið og reif það upp í
skyndi..
— I guðs almáttugs bænum komið. —
Pyecraft.
— Nú, já, já, varð mér að orði., og satt
að segja varð ég svo ánægður yfir þeirri
uppreisn, sem þetta kynni að boða fyrir
traust og álit langalangömmu minnar, að
ég fékk afbragðs matarlyst.
Ég fékk heimilisfangið hjá dyraverðin-
um. Pyecraft bjó á efri hæð húss nokkurs
í Bloomsbury. Ég hélt þangað strax, er ég
hafði drukkið kaffið og fengið mér eitt
staup. Lauk ekki einu sinni við vindil-
inn.
— Herra Pyecraft, sagði ég við útidyrn-
ar. Fólkið sagðist halda, að hann væri veik-
ur, því að hann hefði ekki komið út í tvo
daga.
— Hann á von á mér, sagði ég, og svo
var mér vísað upp.
Ég hringdi dyrabjöllunni hjá rimlahurð-
inni uppi á ganginum.
— Hann hefði aldrei átt að gera tilraun
til þess, hvað sem öðru líður, tautaði ég
með sjálfum mér. Þeim, sem éta eins og
svín, er mátulegt að vera eins og svín.
Mikilúðlegur kvenmaður, kvíðafullur á
svip, með lauslega settan eldhúskappa,
kom til dyra og mældi mig með augunum
í gegn um rimlahurðina. Ég sagði til nafns
míns, og hún hleypti mér inn með hálf-
gerðum dræmingi.
Þegar við stóðum hlið við hlið fyrir inn-
an dyrnar, horfði hún aðeins á mig, en
hreyfði sig ekki til þess að vísa mér leið.
— Hann sagði, að það ætti að hleypa