Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 18

Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 18
18 VIKAN Nr. 6, 1938 Ástina er aðeins hægt að dæma eftir þeim fórnum, sem hjartað færir. — Saint Prosper. * Að elska er að hætta að lifa fyrir sjálf- an sig, til þess að lifa fyrir aðra. — Aristo- teles. Klæðnaður karlmanna Snotur, er nú á dögum mjög tilbreytingarlítill, þar nýtízku sem þeir bera hvorki litklæði né annað jólakióll skraut, eins og tíðkaðist í fornöld. En þetta tilbreytingarleysi í klæðaburðinum mætti bæta upp með fallegum hreyfing- um og snyrtimennsku. Karlmenn ættu einkum að varast að ganga kengbognir í baki, hafa hendurnar Hann er úr ull- arefni, — alveg sléttur og fellur vel að. Að fram- an og aftan eru teknar langir og breiðir saumar á ská. Ermarnar eru langar og þröngar, smelltar að framan. — Alveg upp í háls og að aftan hnepptur lítið eitt niður í bakið. Flasa. sífellt í vösunum, eða hafa þá úttroðna með óþarfa drasli, ganga í ópressuðum buxum eða óburstuðum skóm. Hatturinn má heldur ekki hallast of mikið. Skyrtan þarf helzt að vera í svipuðum ht og fötin. Bindið má vera í öðrum lit og jafnvel í sterkum litum, en verður þó að fara vel við lit skyrtunnar. Sumir menn virðast alltaf vera vel bún- ir, í hvað gömlum fötum, sem þeir eru, og stafar það af því, að föt þeirra eru alltaf hrein, vel pressuð og fara vel. Orð leikur á því, að íslenzkir karlmenn hafi leiðinlega stirðar hreyfingar og fram- koma þeirra sé ekki eins og skyldi, og er ef til vill eitthvað til í þessu. Að líkindum á það rót sína að rekja til þess, að þeir ganga ekki í herskóla, eins og karlmenn í öðrum löndum. Auðvitað ætti fimleika- kennslan að geta bætt úr þessu. Þó þetta sé ekki allskostar ósatt, þá hafa þeir eflaust einhverja kosti, sem vega upp á móti erlendri glæsimennsku. Fegurðin er fyrsta gjöfin, sem náttúran gefur konunni, og það fyrsta, sem hún tek- ur frá henni. — Méré. Til eru margar mismunandi flösutegund- ir. Hér skulu aðeins taldar tvær. Um uppruna flösunnar vita menn ekki, en þó er talið áreiðanlegt, að um óeðlilegt starf fitukirtlanna sé að ræða. Flasan sjálf er ekki smitandi, en fita sú, er safnast fyrir í hárinu er smitandi og getur haft allskonar kvilla í för með sér. Fái maður þenna kvilla á byrjunarstigi, er hægt að fá skjótan bata og koma í veg fyrir, að hann komi aftur. Algengust er þurr og feit flasa, sem safnast fyrir ár eftir ár og veldur hárlosi. Karlmenn fá skalla. Staði þá, sem flasan hefir setzt á, er aðeins hægt að lækna með háfjallasól, smyrslum eða öðrum sótthreinsandi efn- um, sem notuð eru í sambandi við nudd. Hárrotið hættir venjulega þegar hársvörð- urinn hefir verið nuddaður og fengið ljós- böð 4—6 sinnum, annars mikið eftir því um hverskonar flösu er að ræða og hve lengi hún hefir verið. Eins er ágætt að nudda og bursta hárið vel. Varast skal að þvo hárið of oft og nota of sterk ilmvötn, því að þetta hvorttveggja getur valdið hár- roti og flösu. Ég kemst aldrei í eins vont skap eins og þegar ég hugsa um, hvað þeir menn eru margir, sem hafa látið heimskar konur stjórna sér. — Schille Mayst. Sá verður of gamall, sem lifir alla vini sína. % Þér stendur meiri hætta af því, sem þú trúir vinum þínum fyrir en hatri óvina þinna. * Lífið er svefn, ástin draumurinn. Þú hefir lifað, ef þú hefir elskað. — Alfred de Musset. # Frægð, auðæfi, heiður! Hvað er það á borð við ást? — Pope. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Bryndís Björnsdóttir og hr. Karl Guðmundsson, verkamaður. Heimili ungu hjónanna er á Klapp- arstíg 11. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Lea Kristjánsdóttir og hr. Jónatan Guðmundsson, verziunarniaður. Heimili þeirra er á. Holtsgiitu 37.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.