Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 10
10
VIKAN
Nr. 6, 1938
tekið frá honum nokkra aura. Stelpuang-
inn komst við að sjá litla drenginn gráta.
1 sinni barnalegu einfeldni hélt hún, að
börn heldra fólksins væru alltaf glöð og
ánægð. Hún gekk til hans, og þegar hún
fékk að vita, af hverju hann var svo
hnugginn, lagði hún alla aurana sína í lófa
hans, — en hann tók við þeim eins og það
væri sjálfsagt og hætti að gráta. Þá varð
hún svo glöð, að hún vogaði sér að kyssa
hann. En hann var niðursokkinn í að.skoða
aurana og sinnti því engu. Þegar hann
hrinti henni ekki frá sér eða sló hana,
áræddi hún að faðma hann að sér og kyssa
hvað eftir annað. Síðan hljóp hún í burtu.
Hvað var það, sem aumingja litlu stúlk-
unni datt í hug? Hvaða bönd voru það,
sem tengdu hana við þenna dreng? Var
það af því, að hún hafði fórnað honum
öllu því litla, sem hún átti eða af því, að
hún hafði gefið honum fyrsta ástarkoss-
inn sinn? Leyndarmálið er eitt og það
sama fyrir börn og fullorðna. 1 marga
mánuði dreymdi hana hornið á lyfjabúð-
inni og litla drenginn. 1 þeirri von að sjá
hann aftur, stal hún við og við frá foreldr-
um sínum nokkrum aurum af peningun-
um, sem henni voru borgaðir, eða af því,
sem hún átti að kaupa mat fyrir. Þegar
hún kom aftur í þorpið, átti hún tvær
krónur. En hún sá drengnum aðeins bregða
fyrir, þegar hún leit inn um gluggann á
lyfjabúð föður hans. Frá sér numin. af
gleði yfir því að sjá hann, unni hún hon-
um enn meira. Minningin um hann fölnaði
aldrei í huga hennar. Þegar hún sá hann
ári síðar, þar sem hann var að leika sér
með félögum sínum á bak við skólann, þá
réðist hún á hann, slengdi handleggjunum
yfir um hann og kyssti hann svo ákaft,
að hann öskraði upp af hræðslu. Til þess
að hugga hann, gaf hún honum alla pen-
ingana sína, en hann starði undrandi á þá.
Já, — hann tók við peningunum og lofaði
henni að kyssa sig, eins og hana lysti. —
Næstu fjögur ár gaf hún honum alla
sína aura, og hann stakk þeim í vasa sinn
og kyssti hana fyrir. Einu sinni voru það
30 súar, einu sinni 2 frankar, og loks 5
frankar, stór peningur. Þá hló hann af
einskærri hamingju. Hann átti allar henn-
ar hugsanir, — og nú var hann farinn að
koma hlaupandi á móti henni, er hann sá
til hennar. Hjarta hennar barðist í sælu-
draumi.
Hann hafði verið sendur í skóla. Það
fékk hún að vita með kænlegum fyrir-
spurnum. Með takmarkalausri kænsku
reyndi hún að fá foreldra sína til að breyta
ferðum sínum, svo að þær féllu saman við
fríið hans. Að lokum heppnaðist henni
þetta, en það hafði kostað hana heils árs
undirferli. Þannig höfðu liðið tvö ár, án
þess hún sæi hann, og hún þekkti hann
varla aftur, svo mikið hafði hann breytzt.
Hann hafði stækkað og fríkkað og var
orðinn myndarmaður, í frakka með gyllt-
um hnöppum. Hann lézt ekki sjá hana,
þegar hann mætti henni, og gekk hnakka-
kertur fram hjá. Hún grét í tvo daga. Það
var byrjun þjáninganna, sem aldrei end-
uðu.
Á hverju ári kom hún í þorpið. Hún
gekk fram hjá honum á götu, án þess að
þora að heilsa honum, en hann lét ekki
svo lítið að virða hana viðlits.
Hún elskaði hann, svo að það gekk brjál-
æði næst.
— Læknir, sagði hún við mig. — Hann
er eini maðurinn í öllum heiminum, sem
ég hefi nokkurntíma litið á. Ég veit varla,
hvort aðrir eru til.
Eftir að foreldrar hennar dóu, tók hún
upp störf þeirra, — en nú hafði hún ávallt
með sér tvo grimma hunda. Dag nokkurn,
þegar hún kom til htla þorpsins, sá hún
unga konu koma með Couquet út úr lyf ja-
búðinni. Það var konan hans. Hann var
þá kvæntur.
Þetta kvöld kastaði hún sér í tjörnina
hjá borgarhöllinni. Klunnalegur slarkari
bjargaði henni og bar hana heim til lyf-
salans. Couquet kom niður á morgun-
sloppnum til þess að hjúkra henni, en lézt
ekki þekkja hana. Hann klæddi hana úr
fötunum, nuddaði hana og sagði grimmd-
arlega:
— Þér hljótið að vera brjálaðar. Þvílík
heimska!
Þetta var alveg nóg til að hressa hana.
Hann hafði talað við hana. Hún var ham-
ingjusöm í marga daga.
Hann vildi ekki taka neina borgun fyrir
verk sitt, þó að hún reyndi að troða upp
á hann peningum.
Þannig leið æfi hennar. Hún kepptist
við að gera við stóla, en var alltaf með
hugann hjá Couquet. Á hverju ári sá hún
hann í gegnum búðargluggann. Hún keypti
hjá honum meðul. Með því móti gat hún
séð hann, talað við hann og gefið honum
peninga eins og áður.
Eins og ég sagði ykkur áðan, dó hún
í vor. Þegar hún hafði lokið þessari átak-
anlegu sögu, bað hún mig að afhenda
manninum, sem hún hafði svo dyggilega
elskað, allt það fé, sem hún hafði unnið
sér inn um æfina. Hún kvaðst ætíð hafa
unnið fyrir hann, jafnvel svelt til að bæta
við peningana, svo að hún gæti verið viss
um, að hann myndi að minnsta kosti einu
sinni hugsa til sín, þegar hún væri dáin.
Síðan afhenti hún mér 2327 franka. Ég
fékk prestinum 27 franka fyrir útförinni.
Afganginn fór ég með, strax og hún hafði
gefið upp andann.
Daginn eftir heimsótti ég lyfsala-hjónin.
Þau sátu hvort á móti öðru og voru að
Ijúka við morgunverðinn, svona feit og
sælleg, ilmandi af meðalagutlinu, sem þau
selja, atkvæðamikil og ánægð með lífið.
Þau buðu mér sæti og vín, er ég þáði. Síð-
an hóf ég sögu mína, skjálfandi af geðs-
hræringu og bjóst við, að þau myndu kom-
ast við.
En undir eins og Couquet varð Ijóst, að
þessi flækingur hefði elskað sig, stökk
hann bálreiður upp úr sæti sínu. Það var
rétt eins og hún hefði stolið mannorði
hans, virðingu heiðarlegs fólks, persónu-
legum heiðri hans, er hann mat meira en
sjálft lífið. Konan hans, sem fylltist jafn-
miklum viðbjóði, sagði aðeins:
— Þessi gamla beiningakerling.
Couquet æddi í kringum borðið.
— Hafið þér nokkurn tíma heyrt ann-
að eins, læknir? hreytti hann út úr sér.
— Þvílík svívirðing! Hvað í ósköpun-
um á ég að gera? Ef ég hefði vitað þetta
á meðan hún lifði, hefði ég látið setja hana
í fangelsi. Og þar skyldi hún hafa fengið
að dúsa, svo mikið er víst.
Ég var þrumulostinn yfir árangrinum
af hinni velmeintu tilraun minni og hafði
ekki hugmynd um, hvað ég ætti að gera
eða segja. En ég varð að ljúka við erindi
mitt og sagði:
— Hún bað mig um að afhenda ykkur
eignir sínar, sem eru 2300 frankar. En þar
sem sagan virðist falla ykkur svona illa
í geð, er ef til vill betra að féð gangi til
fátækra.
Hjónin gláptu á mig, orðlaus af undrun.
Ég tók peningana upp úr vasa mínum,
óhreint safn af peningum frá öllum lönd-
um, gull og silfur, og spurði:
— Jæja, hvað segið þið þá?
Frú Couquet varð fyrri til svars:
■— Úr því að þetta var síðasta ósk kon-
unnar . . . ja, þá held ég að við getum
varla hafnað henni. — Maður hennar bætti
við, skömmustulegur á svipinn:
— Við getum alltaf eytt því í eitthvað
fyrir börnin.
— Alveg eins og þið viljið, sagði ég
þurrlega.
-— Jæja þá, sagði hann. — Það er þá
bezt, að þér afhendið okkur þetta eins og
hún bað yður. Við munum sjá fyrir því,
að peningunum verði varið til einhvers
gagnlegs.
Ég afhenti þeim peningana, og kvaddi.
Daginn eftir kom Couquet til mín og
sagði hranalega: — Ég sé, að konan hefir
skilið flutningsvagninn sinn eftir hérna.
Hvað ætlið þér að gera við hann?
— Ekkert. Takið þér hann, ef þér viljið.
— Gott. Það er einmitt sem mig vantar
í skýli fyrir matjurtagarðinn minn.
Þegar hann ætlaði að fara, kallaði ég
í hann.
— Hún skyldi líka eftir báða hundana
og hestinn. Viljið þér fá það líka.
Hann stóð grafkyrr af undrun.
— Nei, — guð minn góður. Að hvaða
gagni ætti það að koma mér? Viljið þér
ekki hafa það? Hann hló og við tókumst
í hendur. Þegar allt kemur til alls, verða
læknir og lyfsali í smáþorpi að vera vinir.
Ég tók hundana. En prestur, sem hefir
stórt bú, tók hestinn.
Couquet notar flutningsvagninn sem
skýli, og fyrir peningana hefir hann keypt
fjórða hluta í járnbrautarfélagi.
— Þetta er eina dæmið um sanna ást,
sem ég hefi nokkurntíma vitað um.
Læknirinn þagnaði. Markgreifafrúin
stundi upp með tárin í augunum:
— Þetta sannar það, að aðeins konur
vita, hvernig á að elska.