Vikan - 22.12.1938, Síða 26

Vikan - 22.12.1938, Síða 26
26 VIKAN Nr. 6, 1938 þrepinu í stóra stiganum og mændu á gömlu Borgundarhólmsklukkuna. Þau voru komin í sparifötin og þorðu varla að hreyfa sig, svo hrædd voru þau um að nýju fötin aflöguðust. — Nei, þessi dagur ætlar víst aldrei að líða, sagði drengurinn. — Nú eru mamma og pabbi í kirkju, og þegar þau koma heim, förum við að borða, — en þá eiga stúlkurnar eftir að þvo upp, áður en við fáum að sjá jólatréð, sagði litla stúlkan. Þau sátu lengi þegjandi. Loks rauf drengurinn þögnina: — Það er þarna inni, sagði hann og benti á stofuna, þar sem tréð stóð. — Ætli hurðin sé læst, sagði litla stúlk- an. — Við gætum athugað það. Jú, hurðin var læst. Þau settust aftur í stigaþrepið, jafn eirðarlaus og áður. — En skráargatið? sagði drengurinn. Hún svaraði ekki. Hún átti fullt í fangi með að sitja á sér. En það getur ekki gert neitt til, þó við gægjumst allra snöggvast inn í stof- una, sagði drengurinn. Bara allra snöggvast! Drengurinn gægðist fyrst. En einmitt á meðan hann var að gægj- ast í gegnum skráargatið, gekk vinnukon- an fram hjá. — Jæja, svo þú ert að gægjast, karl- inn! hrópaði hún skrækri röddu. — Veiztu ekki, hvað hlotizt getur af því, kjáninn þinn? Drengurinn hrökk við. — Jólatréð hverfur, og þegar þú kem- ur inn, þá verður ekkert eftir af því nema svartar naktar greinamar. — Bara svartar, naktar greinar .... sagði litla stúlkan hægt. — Ó, Ida, — er þetta satt? — Skröksaga, sagði Ida og hélt áfram. Börnin sátu hnuggin í stiganum. — Ertu viss um að þú hafir séð það, spurði litla stúlkan. Kannske var enn hægt að ráða fram úr vandræðunum. — Já, það stendur í miðri stofunni, svaraði drengurinn. Hann var svo hnugg- inn, að hann gat varla talað. — Bara svartar, naktar greinar .... endurtók stúlkan. Hún sá það í anda. Þegar mamma, pabbi, litli snáðinn, stúlkurnar og garðyrkjumað- urinn kæmu inn, yrði ekkert eftir af jóla- trénu nema svartar, naktar greinar . . . Allt 1 einu féll dauðahöfgi yfir börnin. Þau voru bæði önnum kafinn við að reyna að finna einhverja leið út úr þessum vand- ræðum. — Kannske Ida hafi verið að skrökva, sagði stúlkan. — Hún sagði, að ég myndi fyrst missa framtönn úr efra gómi og hún færi tveim dögum áður en tönnin þama til hliðar í neðri góm, sagði drengurinn og opnaði munninn. Nei, það er ekki hægt að efast um sannsögh Idu. — Eigum við ekki að gægjast aftur til að vita, hvort þetta er satt. Þetta var síðasta úrræðið. En þegar til kastanna kom, þorðu þau það ekki. Ef það kæmi nú eitthvað enn hræðilegra fyrir. — Hvað ætli mamma og pabbi segi? sagði litla stúlkan næstum hvíslandi. Þetta var allt of hræðilegt til þess að tala um það upphátt. — Ég veit ekki. Bara að þetta væri ekki satt. Bara að við hefðum ekki gægzt, eða bara það væri alveg eins og þegar ég var viss um, að ég væri með sár á tánni, en þegar ég kom heim og fór úr sokknum var ekkert sár, sagði drengurinn stynjandi. Siðan komu mamma og pabbi heim. — Hvað, sitjið þið hérna, börnin mín! hrópaði pabbi. — Ó, pabbi, sögðu þau, — við . . . En þau komust ekki lengra. Pabbi þeirra var svo ánægður. Og ef hann yrði svo allt í einu eins reiður og þegar þau brutu fimm rúður í gróðurhúsinu. — Jæja, sumir eru þreyttir á því að bíða, sagði pabbi þeirra hlæjandi. — Kom- ið þið, ég skal sýna ykkur í skúffuna mína þangað til maturinn kemur. Börnunum þótti mest gaman af öllu að skoða í skúffuna hans pabba, sem var full af öllu hugsanlegu dóti. En í kvöld þótti þeim ekkert gaman að skúffunni. Þau fylgdust varla með því, sem pabbi þeirra sagði. Þama var hnífurinn með 32 blöðum, sem pabbi fékk í fermingargjöf. — Þið getið ímyndað ykkur, að ég gat tálgað með honum, sagði pabbi. — Rasmus fjósamaður kenndi mér að velja góðar greinar. — Svartar, naktar greinar . . . hvísl- aði stúlkan. — Nei, nei, hvernig dettur þér það í hug, sagði pabbi hlæjandi. — Sterkar, sveigjanlegar greinar . . . Hvað gengur að ykkur, börnin mín? — Ekkert . . . Nú voru þau búin að segja það. Nú höfðu þau skrökvað að pabba sínum og það á aðfangadagskvöldi. — Maturinn er tilbúinn, sagði mamma, sem kom inn í stofuna með litla snáðann á handleggnum. v # Nei, þau höfðu ekki lyst á jólamatnum. Þau borðuðu hann að vísu möglunarlaust, en það var meira af hræðslu við að koma upp um sig en af löngun í matinn. Já, þau gerðu sér meira að segja upp hlátur, þeg- ar garðyrkjumaðurinn kom inn, rauður og vandræðalegur, og sagðist hafa fundið „hana hérna möndluna" í grautnum sín- um. — Við skulum flýta okkur að borða og fara svo inn að sjá jólatréð, sagði mamma. — Börnin eru svo þreytuleg. Stúlkurnar geta þvegið upp á eftir. Hún lét þau gæta litla snáðans á meðan hún fór með pabba að kveikja á jólatrénu. Litlu systkinin þorðu varla að anda. — Lólate . . . Lólate . . . muldraði litli snáðinn. Litla stúlkan kyngdi einhverju, sem sat fast í hálsinum og meiddi hana, svo að það komu tár í augun. Mamma og pabbi kæmu bráðum hlaupandi og spyrðu: — Hvar er tréð? • Hún sá að drengurinn var að hugsa það sama. — Bara að þetta væri ekki satt, sagði- hún biðjandi. Hún tók í hendina á drengnum, og þau héldust í hendur, eins og þegar þau voru jafn lítil og litli snáðinn. Nú heyrðu þau, að mamma, pabbi, stúlk- urnar og garðyrkjumaðurinn komu. Börn- in lokuðu augunum, þegar foreldrar þeirra opnuðu dymar. Og þau opnuðu ekki augun fyrr en litli snáðinn hrópaði glaðlega: — Lólate! Þarna stóð jólatréð í allri sinni dýrð og beið þess, að börnin dönsuðu í kring um sig. — Eruð þið að gráta, börnin mín, sagði mamma þeirra og beygði sig niður að þeim. * Síðan sögðu börnin kjökrandi alla sög- una um skráargatið og jólatréð, sem þau héldu að væri horfið. — Bömin mín, elsku litlu bömin mín, sagði mamma og strauk litlu kollana. En pabbi þurrkaði tárin með stóra vasa- klútnum sínum, tók litla snáðann í fangið og sagði hinum að mynda hring, því að nú væru jólin, og allir ættu að vera glaðir. Jól . . . Það voru jól . . . Augu barn- anna Ijómuðu. Nú var allt gott. . . . Jóla- tréð. . . . Þau verkjaði í hjörtun af tómri gleði og þakklæti. Aldrei fannst þeim gamli jólasálmurinn hafa verið jafn fallegur og nú. Aldrei höfðu ljósin verið jafn skær og nú. Aldrei hefði englahárið glitrað eins og nú, og aldrei höfðu litlu jólasveinarnir verið svona fallegir. Gleraugu vom fundin upp á Italíu af Alexander de Spina síðast á 13. öld. # Æðardúnn var fyrst hreinsaður á fyrri hluta 17. aldar. Jón Pétursson í Brokey gerði það fyrstur manna. Kaffi var fyrst flutt til Miglagarðs árið 1517, og 34 árum síðar var þar reist hið fyrsta opinbera kaffisöluhús. Um miðja 17. öld komust á kaffisöluhús á Englandi og Frakklandi, og í Hamborg 1679. * Silki var notað 2000 áram f. Kr. Silki- hnotur vom fluttar frá Kína til Evrópu 550 e. Kr. En silkiormurinn var fyrst fluttur til Evrópu 1146.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.