Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 21

Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 21
Nr. 6, 1938 VIKAN 21 Skemmtilegt aðtangadagskvöld. Framh. af bls. 12. — Það er ekki um annað að gera, þó erfitt muni það verða. Bara að þú verð- ir ekki fyrir vonbrigðum, vina mín. Hann sagði þetta ekkert hæðnislega, enda þóttist hann þess fullviss, að Pétur væri mér ótrúr. * Ég fór að undirbúa jólin. Ég hugsaði ekkert um framtíðina, og gerði allt sem ég gat til að hafa jólin sem skemmtilegust. Foreldrar mínir vildu, að við yrðum hjá þeim á aðfangadagskvöld, en það vildi ég ekki. Ef þetta yrði fyrsta og síðasta að- fangadagskvöldið í hjónabandi mínu, vildi ég vera heima, og ég skyldi sjá svo um, að þetta yrði kvöld, sem hvorugt okkar Péturs gleymdi fyrst um sinn. Pétur var eitthvað órólegur. — Gjöfin þín á að liggja undir jólatrénu eins og gjafir litlu barnanna, sagði hann við mig á Þorláksmessu. — Og þú mátt ekki sjá hana fyrr en búið er að kveikja á kertunum. Pétur kveikti á kertunum á meðan ég var að ganga frá matnum. Tárin runnu niður kinnar mínar. Ég gat ekki stillt mig að gráta — mér þótti gott að geta grátið og var rólegri en ég hafði lengi verið, þeg- ar Pétur kallaði á mig inn í stofu. Ég hafði skreytt fornfálegt jólatré með marglitum jólapokum og rauðum og hvít- um kertum. Pétur tók í hendina á mér og leiddi mig inn. Ég kom strax auga á stóra öskju undir neðstu greinunum. Pétur laut að mér og benti á öskjuna. — Á ég þetta ? spurði ég — stóra bögg- ulinn ? Hann kinkaði kolli. — Ó, Pétur, þetta er alltof mikið. — Bíddu þangað til þú sérð, hvað það er. Annars er ekkert of gott handa þér. Hann tók utan um mig, og ég þrýsti mér að honum. — Ég er kannske alls ekki svona mikils virði, hvíslaði ég. Ég var að hugsa um Bent, og ég fann til nýrrar sektarmeðvit- undar. Það var alveg sama, þó að Pétri hefði skjátlast. Ég átti engan rétt á að gera það sama, og okkur langaði greinilega bæði til, að þetta kvöld yrði okkur ógleymanlegt. — Bíbí, veiztu, að mér hefir fundizt við vera að fjarlægjast hvort annað. Það má aldrei verða? — Nei, Pétur. Ég vona að það komi ekki fyrir. Hann tók fast utan um mig, eins og í gamla daga. Ég þorði ekki að trúa því, en ég var öruggari en ég hafði nokk- urn tíma verið áður. — Komdu hingað andartak, ég ætla að segja þér nokkuð, sagði hann og tók mig upp og settist með mig í stóra stólinn sinn. — Ég hefi verið alltof mikið að heim- an í haust, sagði hann. — En ég held, að því sé nú lokið. Ég komst í dálítið, sem ég gat ekki ráðið við, hvort sem mér var það ljúft eða leitt. Guði sé lof, að það er úti. Klukkan sló tíu. — Ástin mín, sagði Pétur og sleppti mér, — við megum ekki gleyma jólatrénu okkar. — Gleðileg jól, elskan mín! Hann kyssti mig eins og þegar við vorum trú- lofuð. — Ætlarðu ekki að opna böggulinn þinn? — Jú! Ég reif utan af honum. — Pétur — ég á þetta ekki skilið — nei, Loðkápa! — Hvernig í ósköpunum — ó — Pétur — ég á þetta ekki skilið — nei ég tek ekki við þessu! Ég var alveg rugluð, þegar ég snéri mér að honum. — Vertu ekki svona óróleg, elskan mín, sagði Pétur hlæjandi. — Ég er búinn að borga hana. — En hvernig — ég skil ekki, — og þó datt mér það allt í einu í hug. — Mér fannst svo leiðinlegt, hvað ég gat gefið þér lítið í afmælisgjöf og á brúð- kaupsdaginn okkar, sagði hann, — svo að ég fór strax að safna. Ég hefi séð um bókhald fyrir Elsu Freund á kvöldin, svo ég gæti borgað loðkápuna fyrir jólin. Honum létti stórum. — Bibí, þú trúir ekki, hvað ég er feg- inn að geta sagt þér þetta. Ég hefi verið svo hræddur um, að þú mundir hringja eitthvert kvöldið og komast að því, að ég væri ekki á skrifstofunni. Og hvað hefðir þú ekki getað hugsað um mig. Ég gróf andlitið niður í loðkápuna og grét í hljóði. — Þú mátt ekki taka þetta svona, ástin mín, sagði Pétur og reisti mig upp. — Það er að- fangadagskvöld. Vertu ekki að gráta. Eigum við ekki að hringja til Bents og óska hon- um gleðilegra jóla. Ég verð að þakka honum fyrir, hvað hann hefir verið almennilegur við konuna mína. Hann leiddi mig að símanum og bað mig að hringja hann upp. Og ég hringdi. — Halló, það er stúlka, sem vill tala við þig, Bent, sagði einhver draf- andi röddu. — Gleðileg jól, Bent, sagði ég. — Hvað, ertu komin — ég meina með svarið við spurningu minni? Það var eins og hann væri drukkinn, og þegar hann hélt áfram, var ég viss um að svo var. — Bíddu á meðan ég rek þau frá. Hann hélt hendinni fyrir símtólið, en samt heyrði ég nokkur orð, sem ég átti þó ekki að heyra: — Getið þið ekki þagað, fíflin ykkar, sagði hann. — Ég er að tala við snar- brjálaðan kvenmann. Getið þið ekki þagað. Síðan talar hann aftur við mig. — Hverju svarar þú, Bíbí? — Nei og aftur nei, hrópaði ég og skellti símatólinu á. ..... — Hvað gengur að honum? spurði Pétur. — Æ, það var blindfullt fólk hjá hon- um, og hann var að biðja okkur að koma, en það vil ég ekki! Ég horfði á manninn minn og brosti vesældarlega. Þá er sagan í rauninni úti. Það eina, sem kvelur mig, er það, að ég skuli ekki geta sagt Pétri upp alla sög- una. En það væri synd. Hann treystir mér, og honum er óhætt að treysta mér í fram- tíðinni. Ég er afbrýðisöm — ég verð það kann- ske alltaf, — en eitt hefi ég lært: að með- an Pétri þykir vænt um mig, verð ég hvergi eins hamingjusöm og hjá honum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.