Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 13

Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 13
Nr. 6, 1938 VIKAN « 13 Bókmenntir. Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum. Safnað hefir Jóhann Gunnar Ólafsson. Bókaverzlun Þorst. Johnson. f-\AÐ er kunnugt, að Jóhann Gunnar ^ Ólafsson lögfr. hefir lengi lagt mikla stund á að kynna sér allt, er að sögu Vest- mannaeyja lýtur, og skráð margt, er henni viðkemur. 1 bók þessari hefir hann týnt saman þjóðsögur og sagnir úr Vestmanna- eyjum, frá fyrri tímum og til hins síðasta, og kennir þar margra grasa. Þar er m. a. fróðleiksþátta ýtarleg frásögn um „morð- ið við Gíslakletta", sem sýnir allvel rétt- arganginn hér á landi í sakamálum um aldamótin 1700 og þar í kring. Ennfremur eru þarna skrásettar ýmsar sjóferðasögur, sjóferðabænir, lausavísnakveðskapur úr Eyjum, auk almennra þjóðsagna. Efnisyfirlit fylgir ekki og er það galli á góðu og fróðlegu riti sem þessu. Jóhann Frímann. Fróðá. Sjónleikur í 4 þáttum. Þorsteinn M. Jónsson. Akureyri 1938. EIR, sem leiklist unna, fagna í hvert skipti og nýtt íslenzkt leikrit kemur út og það sýnir sig, að það á líf fyrir hönd- um á leiksviðum hér. Alltof oft hefir það gilt um leiksýningar vorar, sem Matthías kvað: Hér glóa nú, gestir, á bandi öll gullin í íslenzkum leik: Tóm fokstrá af fjarlægu landi, sem falla hér, visin og bleik. íslenzku leiksviði hæfir bezt íslenzkt leikrit. — Þetta er sannleikur, sem ekki verður of oft sagður, en hitt er annað mál, að gera verður sömu kröfur til hinna ís- lenzku leikrita og þess, sem sýningarrétt á með öðrum þjóðum. Fróðá Frímanns er nú síður en svo „fok- strá af fjarlægu landi“. „Nöfn flestra persónanna og nokkur drög 'atburðanna eru tekin að láni úr Eyrbyggjasögu, en ýmsum sögulegum staðreyndum er þó vik- ið við“, segir höfundurinn sjálfur. Jóhann Frímann gerist sem sé svo djarfur að „dramatísera“ íslendingasögu — en á því hefir mörgum orðið hált á undan honum. Hann gerir þó ekki tilraun til að lýsa „sannsögulega" eins og ýmsir hafa gert og tekist misjafnlega, allt frá Gunnari Gunnarssyni til Thit Jensen, eða skáldlega eins og Jóhann Sigurjónsson (Lögneren) — hann lýsir aðeins nútíðar fólki í forn- aldarbúningum, og er þá farið yfir lækinn eftir vatninu, eins og danskurinn segir.Tví- skinnungurinn í sálarlífi „skattkaupand- ans“ er tízkufyrirbrigði nútíðar bók- mennta — og hefði Þóroddur eins getað verið stórkaupmaður þess vegna. Skýring- in á ástalífi Þuríðar konu hans er líka ákaflega nærtæk og hversdagsleg, ástin til mannsins vegna barna þeirra beggja, er víst að verki þann dag í dag, án þess að til stórra átaka þurfi að koma. Eina per- sónu leiðir höf. þó fram sem vitni fyrir fomöldina. Sá er Þórir viðleggur og er bráðlifandi innan um persónur, sem forn- aldarblærinn gerir gagnsæjar og viðutan — en þyrfti ekki að vera, ef höf. hefði sett þær í nútíðar umhverfi. Þórir viðleggur hefir öll einkenni þeirra dramatísku per- sónu, sem lengst hefir lifað í íslenzkum leikritaskáldskap og munu þar lengstum lifa: umkomulaus auðnuleysingi, ýmist rógtuga eins og Skammkell og Þórir, mein- laus spekingur eins og Amgrímur holds- veiki eða hlægilegur ræfill og umrenningur eins og Gvendur snemmbæri. En hvers vegna ekki Þóri viðlegg í nútímabúning líka — eða höfum vér ekki rekist á hann á götum Reykjavíkur eða Akureyrar? — Þá hefði Fróðá orðið gott leikrit. L. S. Knútur Arngrímsson. Það vorar um Austur-Alpa. Steindórsprent h.f. Reykjavík 1938. I ÞESSARI bók lýsir Knútur Arngríms- son kennari aðdraganda þeirra stór- viðburða, sem gerðust í marzmánuði 1938, er Austurríki sameinaðist Þýzkalandi á fullkomlega friðsamlegan hátt, án þess að úthellt væri dropa af blóði, — að því leyti einstæðri byltingu í sögunni. Svo samhuga var austurríska þjóðin í þessu máli og með svo miklum fögnuði og hátíðahöldum fór þessi einkennilega bylting fram, að höf- undur finnur henni ekki annað meira við- eigandi nafn en það, að kalla hana syngj- andi byltingu, og mun höfuðeinkennum hennar varla betur lýst en með þeim orð- um. Höfundur skýrir ýtarlega frá Versala- samningunum að því, er tekur til Þýzka- lands og Austurríkis, og rekur sögu' þeirra í stórum, ljósum dráttum fram til ársins 1938. Verður við þann lestur eigi aðeins eðlilegt, heldur í raun og veru sjálfsagt og óhjákvæmilegt, að til þess hlyti að draga að ríkin sameinuðust, enda hafði Austur- ríki óskað þess með almennri atkvæða- greiðslu þegar árið 1919, þótt sigurvegar- arnir í Versölum tækju ekkert tillit til þess. Tilgangi höfundar með riti þessu verð- ur bezt lýst með orðum hans sjálfs. Hann segir: „Ég tókst á hendur að skrifa þessa bók, af því mér skilst, að þessi atburður muni lengi í minnum hafður. Ég get hugs- að mér, að þegar frá líður, muni ýmsum hér á landi, sem lesa um hann fáeinar lin- ur í mannkynssöguágripi, leiki forvitni á að vita um nánari tildrög hans og helztu aðstæður. En það sem birzt hefir um þetta efni á íslenzku, hefir aðeins verið laus- legur fréttatíningur, þar sem erfitt er að greina sundur, hvað er aðalatriði og hvað aukaatriði og hvað lítt áreiðanlegar flugu- fregnir.“ Bókin er rituð af eindreginni velvild í garð Þýzkalands og samúð með Þjóðverj- um. Hún er vel byggð upp, og aðalatriði koma skýrt fram. Hún sýnir ótvírætt, að sameining þessarra tveggja ríkja var sögu- leg nauðsyn. Bókin er tvímælalaust skilorð- asta frásögn um þessa atburði, sem til er á íslenzku. Síðasti kafh bókarinnar er ferðasaga höfundar um Austurríki í júní og júlí síðastliðnum. Þar er margt vel og skemmtilega sagt og athugað. Nokkurar góðar myndir eru í bókinni og frágangur allur hinn prýðilegasti. Guðni Jónsson. íslenzk fyndni VI. 150 skopsagnir með myndum. Safnað og skráð hefur Gunnar Sigurðs- son frá Selalæk. Reykjavik 1938. AÐ var að mörgu leyti góð hugmynd, sem Gunnar Sigurðsson fékk, þegar hann tók að gefa út þjóðlega, íslenzka fyndni og skopsögur. Úr þessu fyrirtæki er nú orðið skemmtilegt ársrit, sem vafa- laust verður verðmætt og eftirsótt með tíð og tíma. Er VI. bindi ritsins nýkomið í bókaverzlanir og gefur sízt eftir þeim fyrri. Eru í ritinu að þessu sinni m. a. um þrjátíu skopvísur, ortar við ýms tækifæri og auka þær á f jölbreytni bókarinnar. Eru sumar þessara vísna eftir gamla og góða höfunda, svo sem Pál Ólafsson og Andrés Björnsson, en aðrar bera það með sér að vera samtíðarskáldskapur eins og t. d. þessi „bílvísa" eftir L. R. Kemp: Gunnhildur er góð og reykir „Fíl“. Gaman væri að taka frúna í bíl, halla sér í hennar mjúka fang, hætta að keyra, en sjálfur fara í gang. Nokkrar góðar teikningar eru í ritinu eins og verið hefir að undanförnu og mættu þó gjarnan vera fleiri. Björn flugmaður heitir drengjabók, sem Skógarmenn K. F. U. M. hafa nýlega gefið út. Eftir að hafa lesið bókina, þá get ég með góðri samvizku mælt með henni sem góðri bók. Sagan um Björn og félaga hans er bæði spennandi og viðburðarrík, en ein- mitt slíkar sögur eru drengjum að skapi. Skógarmenn hafa aldrei fyrr gefið út bók, en sala bókarinnar hefir þegar sýnt, að þessi tilraun ætlar að fara vel úr hendi, og er það gleðilegt þegar drengir, sem keppa að ákveðnu marki, sjá einhvern ávöxt áhuga síns. Gunnar Sigurjónsson cand. theol hefir þýtt söguna. Bókin er í fallegu og góðú bandi. Sgj.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.