Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 11

Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 11
Nr. 6, 1938 VIKAN 11 Skemmtilegt aðfangadagskvöld AÐ var skömmu eftir að við gift- um okkur, að ég fór að tortryggja manninn minn, og er traust mitt var svo fallvalt, fannst mér ég endalaust sjá smá- sannanir fyrir því, að hann hefði ekki hreina samvizku. Á örstuttum tíma breyttist hjónaband okkar til verri vegar. í staðinn fyrir að vera ánægð og brosandi, varð ég önug og leiðinleg húsmóðir. Auðvitað vildi Pétur vita ástæðuna. 1 fyrsta skipti, sem ég reyndi að hliðra mér hjá hinum hversdagslegu faðmlögum hans, þegar hann kom heim úr vinnunni, spurði hann mig sakleysislega og með ótta- blandinni áfergju: — Hvað er að? Er ég of harðhentur, Bíbí? Hin grannholda, móbrúna ásjóna hans ljómaði, því að hann hélt, að hann hefði átt kollgátuna. — Ég hefi stundum verið hræddur um, að ég mundi brjóta í þér hvert bein, bætti hann við afsakandi. — Þú ert svo lítil og grönn, en ég er svo klunnalegur. Finnst þér það ekki? Ég var hér um bil búin að segja: — Nei, elsku vinurinn — og allt það! Brjóttu bara í mér hvert bein, ef þig langar til! Sama er mér! — Ef þetta hefði komið fyrir áður en þessari bansettri tortryggni skaut upp í huga mér, hefði ég sagt eitthvað á þessa leið, hlaupið upp um hálsinn á stóra, sterka manninum mínum og þrýst mér að honum. En þetta andstyggilega umslag, sem stóð upp úr kápuvasa hans, rændi mig allri ró og skynsemi. Ég kærði mig hreint ekki um ástaratlot hans, fyrr en ég fengi að vita um umslagið, svo ég kom mér undan að svara beint. — Mér líður ekki vel í kvöld, sagði ég og rauk fram í eldhús, eins og ég fyndi brunalykt. — En hvað það er leiðinlegt. Get ég ekki hjálpað þér eitthvað, ástin mín? — Kannske við ættum heldur að borða úti? Hann kom á eftir mér, og það var auð- séð, að honum þótti fyrir þessu. — Nei, nei. — Ég þakka þér annars fyrir, — en maturinn er svo að segja til. — Það er allt í lagi með það. Pétur stóð kyrr 1 eldhúsdyrunum. — Ég þarf að fara á skrifstofuna í kvöld. Það er aukavinna. En kannske þú viljir heldur að ég sé heima, elskan mín? — Nei, hreint ekki, Pétur. Farðu bara að þvo þér meðan ég legg á borðið. Hann þagði andartak. — Langar þig til að Ellen komi hingað og verði hjá þér? spurði hann. — Mér leiðist að vita af þér einni heima. # 1 rauninni þótti mér vænt um að fá að hugsa um þetta í einrúmi. Tæpum tíu mín- (c5//u/í>aga\ útum áður en maðurinn minn kom heim, hafði ég rekizt á umslagið í vasa hans. Á meðan ég var að leggja á borðið, sá ég alltaf fyrir mér tómt umslag og á því stóð: Hr. lögfræðingur Pétur Kamp — heimilisfang skrifstofunnar og neðst í horninu til vinstri stóð með stórum, eld- rauðum stöfum: Prívat. Sendandi var Loðkápuverzlun Salómons. — Brúðkaups- dagurinn okkar var hjá liðinn og langt þangað til ég átti afmæli. Ég vissi, að við máttum ekki við neinu óhófi, nema því aðeins, að við hættum að leggja til hliðar þá peninga, sem við ætluðum að kaupa okkur sumarbústað fyrir. Ég reyndi að telja sjálfri mér trú um, að þetta væri eitthvað, sem kæmi verzlun- inni við, og var dálítið rólegri, þegar ég kallaði á hann til að borða. Ég heyrði til hans frammi í anddyrinu. Án þess að færa mig úr stað, gat ég séð hann í spegli, sem hékk í anddyrinu, og mér til mikillar skelfingar sá ég, að hann var eitthvað að fitla við regnkápuna. Hann tók umslagið upp úr vasanum og starði á það. Hann sá mig ekki, en samvizkubitið skein út úr honum. Hann bögglaði bréfið saman og stakk því í jakkavasann. Síðan leitaði hann vandlega í öllum vösum sínum — og ég sá, hvað honum létti, þegar hann fann ekkert annað, en þetta eina umslag. Ég stakk vasaklútnum upp í mig og smaug inn í búrið. Þar gat hann ekki heyrt mig gráta. Þess vegna hafði hann gefið mér svona litla, ódýra gjöf á brúðkaupsdaginn okk- ar! Við höfðum ekki ráð á því! Og ég hafði verið svo hreykin að þessari gjöf, af því ég elskaði hann og vissi, að hann gat ekki gefið meira. Ég vildi heldur ekki, að hann eyddi peningum í að gefa mér dýrar gjafir. — En því síður vildi ég að hann blekkti mig og eyddi okkar peningum í aðrar! Mig langaði mest af öllu til að þjóta að honum og bera honum þetta á brýn. En skynsemin réði mér þó frá því. Ég gat ekki ásakað hann fyrir neitt. Mig skorti sannanir. Hann gat komið með fimmtíu skýringar, hvernig á umslaginu stæði, — skýringar, sem ég yrði að taka góðar og gildar. Kannske var það bara ímyndun ein — þetta með samvizkubitið. Og á meðan ég velti þessu fyrir mér, vonaði ég að mér hefði skjátlazt. Þegar ég heyrði til hans í eldhúsinu, þurkaði ég tárin í flýti. Ég settist skjálf- andi við borðið en reyndi að sýnast róleg og með sjálfri mér. — Þú — þú ert föl, elskan mín, sagði hann. Sjálfur virtist hann vera að brjóta heil- ann um eitthvað sérstakt. — Ertu viss um, að þér þyki ekki verra, að ég fari á skrifstofuna í kvöld? — Auðvitað. Ég hefi nóg að gera . . . Já, það var satt, ég.hafði nóg að gera, að komast til botns í þessu máli. En nú var ég í þann veginn að yfirbugast, þó ég reyndi að láta ekki á því bera. Pétur minntist ekki meira á að hringja á skrif- stofuna, og mér fannst honum þykja vænt um, að ég skyldi ekki biðja hann að vera heima. Undir eins og við vorum búin að drekka kaffið, stóð hann upp. — Ég verð að flýta mér. Því fyrr, sem ég fer, því fyrr kem ég heim. Þú skalt ekki þvo upp. Ég skal hjálpa þér í fyrra- málið. Ég var full eftirvæntingar, hvort hann mundi kveðja mig með kossi. Hann gerði það. Ég gat ekki fundið neina gilda afsökun til að komast hjá því, og innst inni langaði mig til, að hann tæki mig í fang sér og kyssti mig lengi, lengi. En hann gerði það ekki, heldur kyssti hann mig kæruleysislegar en nokkru sinni. Ég sat hreyfingarlaus í hálftíma, eftir að hann var farinn. Mig langaði til að gráta, mig langaði til að hringja til mömmu og segja henni frá óhamingju minni — mig langaði — já, mig langaði til svo margs, en það var allt ómögulegt, svo ég sat bara og starði fram fyrir mig. Að lokum stóð ég upp og gekk að borð- inu, þar sem við geymdum skjöl okkar og bankabækur. Á brúðkaupsdaginn okkar hafði Pétur sýnt mér ávísanabókina sína og sagt, að við gætum átt hana í samein- ingu, því að við ættum allt saman. Þann dag hefði ég svarið fyrir, að ég mundi nokkurntíma skoða ávísanir hans til að sjá til hvers hann hefði notað peningana. Ég fann ávísanaheftið strax. Venjur og reglusemi Péturs komu upp um hann. Á hverjum mánudegi tók hann út þá peninga, sem átti að nota næstu viku. Það var alltaf nákvæmlega sama upphæðin, þangað til fyrir mánuði. En síðan höfðu úttektir hans stöðugt aukizt. — Ekki mik- ið, en hver ávísun var lítið eitt hærri en þær fyrri. Ég athugaði vandlega útgjöld mín, en komst ekki að neinu öðru en því, að maðurinn minn hafði tekið út peninga, sem hann hafði eytt utan heimilisins. Sliguð af þreytu og örvæntingu hringdi ég á skrifstofuna. Eftir nokkrar árang- urslausar hringingar, svaraði syfjaður maður. — Er Kamp lögfræðingur við? spurði ég. — Lögfræðingurinn vinnur hér í verzl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.