Vikan


Vikan - 02.11.1939, Page 22

Vikan - 02.11.1939, Page 22
22 VIKAN 'Nr. 44, 1939 Bogi Ólafsson, yfirkennari, var eitt sinn að fara í stíl eins nemanda síns, Björns Sveinbjörnssonar, nú stud. jur. Ýmislegt fann Bogi stílnum til foráttu og sagði meðal annars: — Þetta er alveg eins og þér séuð í 1. bekk. Það er þó afsakanlegri villa hjá smá- börnum en hjá þriggja álna strák í 5. bekk. # Halldór Þorbjömsson, sem nú les lög- fræði hér við háskólann, kom eitt sinn upp hjá Boga og var ólesinn að vanda. Er hann hafði gert margar misheppn- aðar tilraunir til að leggja út, sneri Bogi sér að næsta manni, skipaði honum að taka við og sagði um leið: — Við skulum lofa greyinu að sofna aftur. Munið I. kvöldvöku Blaðamannafé- lags Islands að Hótel Borg annað kvöld kl. 9. Einhverju sinni spurði Bogi Sigurgeir Jónsson, sem nú er í viðskiptaháskólan- um, að því, hvað t h e þýddi í einhverju vissu sambandi. Kvað Sigurgeir það tákna heild. Þá sagði Bogi: — Táknar það heild ? Ef ég segi: t h e Sigurgeir, á það þá að tákna yður allan ? # Tveir málhaltir piltar voru um eitt skeið í sama bekk í Menntaskólanum, og bar þá til í enskutíma, að Bogi tók upp ann- an drenginn, sem stamaði. Lét Bogi hann lesa og stama góða stund og hlustaði á aðfarirnar með mestu hógværð og kurteisi. En síðan tók hann upp hinn piltinn, sem var nú málhaltari og uppburðarminni en nokkru sinni. Þá varð Boga að orði: — Skammastu þín ekki, strákskepnan þín, að herma eftir bekkjarbróður þínum. 25. Icrossgáta Vikunnar. Lóðrétt: 1. Skapbrestur. — 2. Umhugað. — 3. Ónefndur. — 4. Sóðaskapur. — 5. Skörp. — 6. Hlunnindi. — 7. Listmál- ari. — 8. Skammst. 9. Mál. — 10. Æðir. — 11. Tímabil, eignarf. — 12. Tónn. — 13. Handverk. — 14. Kenjar. —• 22. Ullarhnoðri. — 23. Samteng- ing. — 25. Slösuð. — 26. ,,Þar er alltaf ilmur". — 28. Finna að. — 30. Um ------, bók. — 31. Stinga sér. •— 33. Sjálfhælinn. — 35. Hljóðið. — 37. Sælgæti. — 38. Hér um bil, útl. — 39. Kyrrð. — 40. Fölna. — 45. Manns- nafn. — 46. Skipa. — 47. Fersk. — 48. Bitvargur. — 49. Bíta. — 50. Rólegur. — 54. Andaðist. — 58. -inn, helgibók: — 59. Danskt stórblað, skammst. — 60. Kemst. — 61. Gorti. — 64. Á fugli, þolf. — 66. Verksmiðja. — 68. Norskt skáld. — 69. Refsa. — 71. Vel búin. — 72. Þrír eins. — 74. Forsetning. — 75. Fleirt.ending. — 76. Fljót á ítalíu. — 77. Leikari. 8 9 /o ft IX 13 «4 1 ■ " Ho Lárétt: 1. Hlutdrægni. •— 15. Hlýleg. — 16. Lauk við. — 17. Dýrðlegur. — 18. Möguleikar. — 19. Upp- hrópun. — 20. = 8. lóðrétt. — 21. Farvegur. — 23. Kunna við sig. — 24. Hávaði. — 26. Ritstjóri Dvalar. — 27. Fjörug. — 29. Myndhöggvari. — 31. Húsdýr. — 32. Fæða. — 34. Hæðir. — 36. Klæðnaður. — 40. Földu. — 41. Oft. — 42. Óþekktar. — 43. Elskendur. — 44. Óhörðnuð. — 45. Kvenmannsnafn. — 48. Siðmenntun. — 51. Gælunafn. — 52. Flugmaður. — 53. Skemmtistað- ur. — 55, Algengt nafn. — 56. Átt. — 57. Ein- kennisbókstafir. — 59. Áburður. — 61. Klerkur. — 62. Forsetning. — 63. Á hálsi. — 65. Undir- búið. — 67. Neðst. — 69. Mannsnafn, eignarf. — 70. Rangl. — 72. Lag. — 73. Vatnsfall í Ameríku. — 76. Átti lausláta konu. — 78. Sokkar. Eins og kunnugt er hefir Jóhannes Kjar- val gefið út bók, sem hann nefndi ,,Grjót“. — Skömmu eftir útkomu bókarinnar hitt- ust þeir á götu Kjarval og Jónas frá Hriflu. — Kjarval spurði Jónas, hvernig honum fyndist nafnið á bókinni. — Jónas kvað það býsna gott, — en þó fyndist sér það full-hart. — Kjarval spurði, hvað hann meinti með því. — Jú, sagði Jónas, — hún hefði eigin- lega átt að heita bara ,,Leir“. * IMunið I. kvöldvöku Blaðamannaíé- lags Islands að Hótel Borg annað kvöld kl. 9. * Gunnar Hafdal heitir maður og á heima á Akureyri. — Hann hefir gefið út ljóða- bók, er hann kallaði „Glæður“. — Á Akur- eyri er einnig hagyrðingurinn þjóðkunni, Páll Vatnsdal, og hafa þeir Hafdal löngum elt saman grátt silfur. — Einhverju sinni kom upp eldur í íbúð Hafdals — og sögðu gárungarnir, að kviknað hefði í upplaginu af „Glæðum“. Orti þá Páll þessa vísu: Af Glæðum titilblaðið brann — en brunnið gat ei meir, því að logar vinna ekki á eldföstum leir. NÝ VEÐFANGSEFNI Á SVIÐI LÆKNISFRÆÐINNAR. Framh. af bls. 4. stækki, og getur með því valdið alvarlegri þvagteppu. Hefir um fá ráð önnur verið að ræða en uppskurð við þessum alvar- lega sjúkdómi, en með því að dæla inn kirtli, eða bæði frá framheilakirtli og kyn- kirtli, rýrnar iðulega fljótlega blöðruháls- kirtillinn svo, að ekki þarf frekari aðgerða við. Þá má nefna, að það er ekki óalgengur sjúkdómur á sveinbörnum, að annar, eða báðir kynkirtlar séu langt upp í kviðarholi frá fæðingu. Með því að dæla inn safa frá framheilakirtlinum, ganga kynkirtlarnir iðulega niður á sinn eðlilega stað, og er þar með sparaður vafasamur uppskurður. Ef skýra ætti frá öllum nýjungum á þessu sviði, þá yrði það eitt efni í langan fyrirlestur. Kirtlarannsóknir og kirtla- lækningar eru eitt allra merkilegasta við- fangsefni læknavísindanna síðustu árin. Fjöldi sjúkdóma, líka þeirra sálrænu, eru bundnir við starfsemi kirtla þessara, því að starfsemi þeirra eru forlög okkar, góð eða ill. Munið I. kvöldvöku Blaðamannafé- lags Islands að Hótel Borg annað kvöld kl. 9.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.