Vikan


Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 10
10 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1943 --------— Það var svo sem sjálfsagt, að Bergur héldi kyrru fyrir daginn eftir; nóg var að sjá af nýju og um margt að skrafa. Síðara hluta dags kom hann inn í eldhús til frænku sinnar og virtist búa yfir ein- hverju mjög alvarlegu máli. „Heyrðu, frænka; eru ekki bláber hér í lágunum út með hlíðinni?" „Jú. Þú ætlar þó ekki til berja?“ „Ég er að hugsa um það, en þá þurfið þið að lána mér hentugt ílát — og kven- mannsföt." „Kvenmannsföt! Ertu að ganga af göfl- unum, drengur?“ „Nei, mér er hjartans alvara. Ég þarf að vera í kvenmannsfötum af vissum ástæðum. Þér að segja, er ég að hugsa um að hitta hann, þenna ameríska með val- brána. Eftir öllum líkum að dæma er það náungi, sem ég þarf nauðsynlega að standa skil á gömlu kjaftshöggi og ef til vill ein- hverju fleira, og um leið gæti ég þá gert upp við hann fyrir systurnar.“ Steinunn skellti á bæði lær. „Nú er alveg að slá út í fyrir þér, Berg- ur! Gáðu að, hvað þú ert að segja. Þetta getur verið hættulegt, að fara að fást við ófyrirleitinn hermann." En Bergur var nú ekki alveg á því að iáta telja sér hughvarf, og hvort sem um það var rætt lengur eða skemur, þá fékk hann að lokum allan fatnað og snyrtivörur mæðgnanna til umráða. Svo var tekið til verka, að skapa úr honum sæmilegan kven- mann eða að minnsta kosti nokkurn veginn boðlegan hverju viðvaninga leiksviði. Bezt gekk með andlitið, því að það var ung- lingslegt og fremur frítt, — brúnn litur x augnabrúnir, blómlegur roði í kinnar og á varir, bleikt duft á enni, nef og vanga, — mæðgurnar veltust um af hlátri. Það varð öllu örðugra, þegar neðar dró, en með því að þrautreyna hverja spjörina á fætur annarri, urðu þeir erfiðleikar leiddir til viðunanlegra lykta. Rauðdropótt treyja og röndótt prjónapeysa af Helgu, dökkt pils af Ólöfu — með vænni færilýkkju þó — og svuntubleðill stóðust verstu gagn- rýnina, og loks fullkomnuðust kynskipti Bergs við marglitaðan vefjarhött, brúna baðmullarsokka og gúmbotnaða skó af húsfreyjunni. Svart, hrokkið ullartog var að lokum látið gægjast niður undan vefj- arhettinum á gagnaugum og bak við eyr- un. — Mæðgurnar hlógu sig alveg mátt- lausar, en Bergur var furðanlega alvar- legur. „Þetta verður ekki svo galið,“ sagði hann og sneri sér fyrir speglinum eins og vandfýsin hispursdrós, „og fjandann ætli þessir Ameríkumenn hafi nokkurt vit á því, hvernig íslenzkt kvenfólk býr sig á berjamó, — ég held nú síður. — En nú verðið þið að hafa gát á því, hvort náung- inn fer á þessa vanalegu göngu sína, því að ekki vil ég fara erindisleysu langt út í móa.“ Um miðaftansleytið gerðu systurnar viðvart, að þá sæist gráklæddur maður á íerð út með hlíðinni, og stundu síðar gekk skörulegur kvenmaður með bláa fötu í hendi í sömu átt. Á hlaðinu í Holti stóðu mæðgurnar og horfðu á eftir henni; syst- urnar skríktu öðru hvoru, en húsfreyjan hristi höfuðið og dæsti: „En það uppátæki í stráknum.“ Þetta kvöld var veður kyrrt, skýjað og drungalegt í lofti, en þurrt og nokkurt veðurhljóð í f jarska. Við herbúðirnar voru fáir á ferli úti við, nema tveir eða þrír menn, sem voru að ræsta upp klunnalega herbifreið, og svo varðmaðurinn, sem ýmist vappaði fram og aftur í girðingar- hliði því, sem að vegamótunum sneri, eða settist snöggvast í sæti sitt í varðskýlinu. I rökkurbyrjun varð varðmanninum lit- ið til fjalls og sá hann þá karlmann og kvenmann, sem komu gangandi yfir mýr- arsundið fyrir ofan hæðina. Þau fóru sér hægt og gætilega og leiddust. Svo var að sjá, að karlmaðurinn, sem var í hermanna- búningi, væri valtur á fótunum, því að hann skjögraði eins og drukkinn væri, en kvenmaðurinn virtist vera hvatleg og fót- viss í bezta lagi. En þegar þessi einkenni- legu hjónaleysi stefndu beint á hliðið og námu staðar frammi fyrir varðmanninum, setti hann sig í stellingar og stóð eins og þvara með byssuna á ská yfir brjóstið. Hann þekkti, að þar var kominn einn af félögum hans, en ærið fölur og sútarlegur á svip; stúlkan stóð fast upp við hann og hélt hægra handlegg hans rígföstum með vinstri hendi sinni, en í hægri hendi vings- aði hún skammbyssu og hélt um hlaupið.. „Gott kvöld,“ mælti stúlkan á ensku, „ég þarf að fá að tala við kapteininn.“ Varðmaðurinn blés í blístru; annar her- maður kom á vettvang og sótti kaptein- inn, sem kom að vörmu spori, hár og bein- vaxinn miðaldra maður; hann staðnæmd- ist fyrir framan hjónaleysin og starði á þau þegjandi. Stúlkan gerði hæversklega knébeygju, en hann bar höndina upp að gagnauganu. „Gott kvöld,“ mælti stúlkan; „ég var að tína ber hérna úti í hlíðinni, en þá kom þessi náungi aðvífandi og lét mig engan frið hafa, þó að ég bæði hann með góðu að fara. En þegar hann fór að verða nærgöng- ull, sá ég engin önnur ráð en að gefa hon- um ráðningu og þorði ekki annað en taka af honum skammbyssuna. Mér þótti líka vissara að fylgja honum heim til sín, úr því sem komið var. Hérna er skammbyss- an hans, gerið þér svo vel, og þarna stend- ur höfðinginn sjálfur í allri sinni tign, — eins beysinn hermaður og hann er.“ Þetta mælti stúlkan á bjagaðri, en þó skiljanlegri ensku, og rödd hennar var mjúk, blátt áfram og feimnislaus. Kap- teinninn stóð teinréttur og lét sér í engu bregða. „Hver eruð þér?“ spurði hann. „Ég er frænka húsfreyjunnar í Holti,“ svaraði hún og benti heim að bænum. Svo hneigði hún sig hæversklega, bauð góða nótt og gekk jöfnum skrefum áleiðis til bæjarins. Kapteinninn tók undir kveðjuna, en hann gat ekki að því gert, að hann staldraði við um stund og starði á eftir þessum djarfmannlega gesti. Það gerðu fleiri, því að á meðan á þessari stuttu við- ræðu stóð, birtist hvert andlitið á fætur öðru í dyrum hermannaskálanna, og mörg augu fylgdu gestinum alla leið heim á hlað í Holti. -----------Þegar Bergur kom heim að bænum, tók Steinunn á móti honum í dyr- unum. „Loksins kemur þú. Ég gat ekki að því gert, að ég var beinlínis hrædd um þig; annan eins glanna hefi ég aldrei þekkt.“ „Allt í lagi, frænka. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem ég fer í eina bröndótta eða kem í kvenmannsföt, — og allt gekk það samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun, eins og Þjóðverjinn er vanur að orða það. — Nú ætla ég að skipta um föt, og á með- an skal ég segja ykkur frá viðureigninni við þenna herramann.“ Bergur fór með mæðgunum inn í innstu stofuna og þar sagði hann frá á þessa leið: „Það er við því að búast, að þið furðið ykkur á því, að ég skuli vera að gefa mig í tusk við þenna hálfbíldótta Ameríku- mann, en svo er mál með vexti, að í fyrra vetur kom alltaf margt setuliðsmanna til mín í búðina, til þess að kaupa ýmislegt. Þeir reyndust mér allflestir góðir menn og gegnir, en fyrir kom það þó, að betra var að gæta sín vel og hafa augun hjá sér. Þessi maður með valbrána á kinninni kom til mín nokkrum sinnum, og tvívegis sá ég hann stinga á sig súkkulaði-pundi og skjót- ast út, áður en ég gat haft hendur í hári hans, enda var búðin full af fólki. Svo kom hann eittkvöld rétt fyrir lokunartíma, þegar enginn var fyrir, og vildi fara að semja um kaup á ýmsu sælgæti. Ég sagði honum blátt áfram, að ég vildi ekki selja honum neitt. fyrr en hann væri búinn að borga mér þau tvö pund af súkkulaði, sem ég hefði séð hann hnupla í búðinni. Þá stökk hann upp á nef sitt og ætlaði að reka mér duglegan löðrung yfir búðarborð- ið, — en ég var það viðbúinn, að ég gat vikið mér svolítið undan og slapp með bláa kúlu á enninu. Verst þótti mér þó að ná ekki til hans aftur, en hann rauk á dyr og hvarf mér út í myrkrið. Ég hugsaði hon- um þegjandi þörfina, þegar færi gæfist, en ég sá hann aldrei eftir það og þótti það meira en afleitt. — Þegar ég svo heyrði ykkur tala um nærgöngulan dóna með val- brá á kinn, þá þóttist ég vita, að það mundi vera kunningi minn frá vetrinum, og fannst þá ekki vera nema sanngjarnt að gera upp reikninginn við hann, og þá ykk- ar reikning um leið, ef svo vildi verkast. Ég gekk út í lágarnar í hvarf við bæinn og herbúðirnar og lézt vera önnum kafinn við tínsluna, en hafði þó góða gát á mannaferðum. Loksins sá ég hann koma utan hlíðina, en ég lézt ekkert taka eftir honum fyrr en hann staðnæmdist á mold- arbarði fyrir ofan mig, blístraði og kall- Framhald á bls. 43.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.