Vikan


Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 14

Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 14
14 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1943 1. ÍSA hafði hugsað mikið um það, sem hún ætlaði að gera á aðfanga- dagskvöld. Hún hafði aldrei verið í vafa um, hvort það væri rétt, en ekki jafnviss um hitt: að það bæri tilætlaðan árangur. Eftir nákvæma og langa íhugun var hún staðráðin í að láta til skarar skríða og bað þess heitt og innilega, að allt gengi að óskum. Dísa var tólf ára, Kjartan faðir hennar orðinn fimmtíu og fimm ára, en Jórunn, móðirin, fjörutíu og tveggja, og höfðu þau verið gift hátt á þrettánda ár. Hjónin voru ólík. Hann var stilltur maður og fámáll og hægur í hreyfingum, viðkvæmur í lund og blíður og mjög barn- góður. Hún var þróttmikil kona og aðsóps- mikil, létt á fæti og snör í snúningum, hörð í skapi og óbilgjöm, þegar henni mislíkaði eitthvað. Dísa var einbimi. 2. Það var oftast róstusamt í Hverfinu. Reyndar vom það aðeins böm og ungling- ar, sem börðust opinberlega á þessum slóðum og höfðu myndað tvo andstöðu- flokka, Inn- og Út-hverfinga, en þeir létu stundum svo ófriðlega, að fullorðnir urðu að skerast í leikinn og tvístra óaldarseggj- unum, því að ekki virtist vera hægt að koma á sættum milli þeirra. Á þessum tímum voru fáir lögregluþjónar í Reykja- vík, en einn þeirra reið oft gráum gæðing um götumar og kæmi hann niður í Hverfi, þegar úfar höfðu risið milli flokkanna og þeir safnast saman til atlögu, þá voru bar- dagamennimir fljótir að leggja á flótta. Raunar þurfti ekki meira en hilla undir Grána, svo áð því væri líkast, að lið beggja flokka hefði skyndilega verið kallað heim frá herþjónustu. Ekki var þetta af því, að lögregluþjónninn væri ómannúðlegur eða vondur við böm og unglinga, heldur af hinu, að honum var sýnt um að halda uppi aga og reglu og hann þótti virðulegur á þeim gráa. Það var engum fullorðnum manni í Hverfinu ljóst, um hvað flokkarnir börð- ust. Vopnin vom trésverð, sum haglega gerð, kústsköft, klofnir tunnustafir, oft snjókúlur og stundum jafnvel fúlegg! Aldrei höfðu stórslys af þessu hlotist, en marga skrámuna fengu krakkarnir og helzt þeir strákar, sem fífldjarfastir voru. Síðastliðin tvö ár hafði ófriður þessi farið mjög í vöxt, undir skeleggri forustu tveggja tólf ára gamalla drengja. Þeir hétu Gunnar og Geir og átti annar heima í Inn-hverfinu, en hinn í Út-hverfinu. Þetta vom undarlegir andstæðingar. Þeir vom í sama bekk 1 bamaskólanum og sátu SmáscLtyCL. saman, og þar féll aldrei styggðaryrði á milli þeirra. Þeir voru báðir vel gefnir og kepptust um að vera næstefstir í bekkn- um, en þó alltaf í bróðemi og áttu það til að hjálpa hvor öðmm í tíma og væri hallað á annanhvorn í friminútunum, þá var hinn kominn honum til aðstoðar. Efst- ir gátu þeir ekki orðið, Dísa skipaði ávallt það sæti með sóma og það var litið upp til hennar sem drottningar bekkjarins. Iðni hennar og gáfur vom hvorttveggja frábært, en skömngsskapurinn og stjórn- semin og blíðan og nærgætnin höfðu gert hana vinsæla bæði í skólanum og heima í Hverfinu. Auk þess var hún fríð og fönguleg. Geir og Gunnar elskuðu hana. 4. Faðir Dísu var mikill drykkjumaður. Hann hafði drukkið frá því hann var unglingur, en óreglan færst mikið í vöxt með ámnum. Hann var trésmiður og hag- ur vel. Þegar Jómnn giftist honum, hafði hún vonað, að henni mundi takast að fá hann til að hætta að drekka eða að minnsta kosti draga úr drykkjuskapnum. En þær vonir bmgðust. Hann vann dmkk- inn á daginn og dundaði á verkstæðinu sínu flest kvöld og drakk. Engar hótanir, engar fortölur, engar bænir gátu breytt þessum lífsvenjum Kjartans og hann var orðinn gamall og shtinn löngu fyrir tím- ann. Kjartan hafði verið sídrukkinn síðustu tvær vikumar fyrir jólin. 3. Klukkan var að ganga sex þetta að- fangadagskvöld. Dísa kom hlaupandi að utan inn til mömmu sinnar. „Mamma, afskaplega varð hún Kata í kjallaranum glöð, þegar ég kom með jóla- tréð til hennar. Hún sagði, að enginn hérna nema pabbi gæti búið til svona fallegt jólatré. Hún sagði, að það mundi endast þangað til öll bömin verða orðin fullorðin og gift og farin að heiman. Mér finnst svo skrítið, að hugsa til þess, að litla elskan, sem er ekki einu sinni eins árs, skuli eiga eftir að giftast.“ „Það yrði nú kannske bættur skaðinn, þó að hún gerði það ekki,“ sagði mamma hennar. „Hún var líka ósköp hrifin af borðun- um, sem við vöfðum um tréð og jólapok- unum með gottinu. Ég hlakka mikið til að fára með gjöfina til Siggu hennar í kvöld. Það er örðugt að vera ekkja með átta börn, þegar það elzta er ekki nema þrettán ára.“ „Já, það er erfitt, Dísa mín,“ sagði Jómnn, „og mér þykir vænt um, að þú ert hugsunarsöm og góð við hana og bömin.“ „Þetta er allt ykkur pabba að þakka, mamma mín.“ „Þú áttir uppástunguna,“ sagði Jómnn og kyssti dóttur sína. Kjartan kom heim klukkan rúmlega hálfsjö og var dauðadrukkinn. Jómnn sat á sér, sagði ekki neitt. Þær háttuðu hann. Um áttaleytið fór Dísa út með böggul undir hendinni og sagði mömmu sinni, að hún mundi ekki verða lengur en klukku- tíma. I stað þess að fara inn í kjallarann til Kötu og barnanna hljóp hún fram hjá því húsi og niður á tún. Á túninu höfðu Út-hverfingar byggt geysimikið snjóhús. Aðalhúsið var mikil hvelfing, en að henn lágu löng og krókótt göng. Dísa hafði verið dugleg við bygg- inguna og í raun og vem stjómað verk- inu. Hún réði því, að gluggi var efst á hvelfingunni og hvergi annarstaðar og að aðalhúsið var gert glerhált að utan, svo að ekki var hægt að klifra upp á það. Þegar Dísa hljóp niður að snjóhúsinu, gékk drengur út úr sundi og í sömu átt. Þau hittust við gangopið. „Sæll og blessaður, Geiri minn, og gleði- leg jól,“ sagði Dísa. Hann heilsaði henni. „Þú manst, hverju þú hefir lofað mér? Mundu það, að ég treysti þér, annars hefði ég ekki beðið þig um að koma hing- að. Þú lætur eins og ekkert sé, þegar þú sérð, hvað er inni í snjóhvelfingunni.“ „Þér er óhætt að treysta mér, Dísa, ég skal ekkert segja eða gera, nema það, sem þú vilt,“ svaraði Geir. „Það er gott. Komdu þá á eftir mér.“ Og þau skriðu inn í snjógöngin. 1 snjóhvelfingunni kveikti Dísa á litlu kerti. Þar sat Gunnar. Drengirnir horfðu undrandi hvor á annan, en tókust síðan í hendur og buðu gleðileg jól. Dísa vafði bréfið utan af pakkanum, sem hún var með, og setti litla, hvíta Kristsmynd úr gipsi á snjóhillu og stakk tveimur kertum, rauðu og bláu, sitt hvom megin við myndina. Síðan sneri hún sér að drengjunum. „Þið eruð báðir vinir mínir, er það ekki rétt?“ „Jú,“ sögðu drengimir einum rómi. „Og þið viljið báðir vera góðir dreng- ir og verða góðir menn?“ „Já,“ svömðu drengimir. „Ég vissi þetta og þess vegna bað ég ykkur báða að koma hingað og hjálpa mér.“ Hún kveikti á kertunum. „Pabbi minn á bágt, afskaplega bágt, og mamma mín líka, vegna þess, hvemig pabbi er. Við mamma ráðum ekki við þetta. Hún er hætt að geta beðið fyrir honum pabba með mér. Nú ætla ég að Framhald á bls. 20.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.