Vikan


Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 12
12 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1943 EYIJIi KYPUR Cu SQX uíbÉuU.hbúJiíl<jCu SÖ.Q.U, • Kyja ástargyðjunnar Afroditu. • Cato yngri gerði eyna að rómversku skatt- landi. • Páii postuli flutti kristna trú til Kýpur. • Eiríkur Danakonungur l^zt á eynni, er hann var á leið til Candsins helga. YJAN Kýpur liggur í norð- austurhorni Miðjarðarhafsins, aðeins 85 km. frá strönd Litlu Asíu. Hún er 9600 ferkíló- metrar að stærð og hefir um 400 þúsund íbúa. Eftir endilangri eynni, frá austri til vesturs, ganga tveir fjallgarðar, en milli þeirra er 35 km. breitt sléttlendi, og þar búa flestir íbúanna. Á miðri sléttunni er höfuðborgin Nico- sia og á austurströndinni hafnarborgin Famagusta. Á eynni er ræktað hveiti, hafrar, olífur og baðmull, en þó er Kýpur einkum fræg fyrir vínframleiðslu sína. Eyjan er skógi vaxin, og vex þar sedrus- viður, Kýprestré, eik og beiki. Enn er unninn kopar á Kýpur, en í fornöld var eyjan þekkt sem koparvinnsluland. Það er skyldleiki milli nafns eyjarinnar og málmheitisins. Málmurinn, sem unninn var á Kýpur, var sem sé kallaður kýpr- iskur málmur, á latínu cuprum. Kýpur hefir sennilega dregið nafn sitt af ilmjurt nokkurri, sem þar var algeng og hét cypros. Loftslagið er ekki eins þægilegt og ætla mætti á Miðjarðarhafseyju. Vorið er fag- urt, en sumarið óþolandi heitt, og með septembermánuði hefst þurrkatímabil, og allur gróður skrælnar. • Ríkarður ljónshjarta lagði cyna undir sig. • Eyjan var aðal-aðsntursstaður Musteris- riddarareglunnar. • Tyrkir taka eyna frá Feneyjabúum. • Englending-ar innlima Kýpur í brezka heims- veldið. Eftir F. li. ÖSTRUP Einhverntíma í grárri forneskju komu Fönikíumenn til eyjarinnar, en hennar er ekki getið í sögunni fyrr en Egyptar leggja hana undir sig um 1500 f. Kr., en þá vai Egyptaland á tindi veldis síns. Síðar komu Grikkir og settust að á Kýpur og urðu brátt fjölmennir. I augum Grikkja hafði Kýpur yfir sér einhvern töfraljóma, því að þeir héldu, að Afrodita hefði stigið þar upp úr sælöðrinu. Þess vegna kölluðu þeir hana líka Anady- omere (þá er stígur upp úr hafinu) eða Cypris (Kýpurgyðjuna). Enda þótt mörg ríki legðu Kýpur undir sig, tókst íbúunum furðanlega að viðhalda sjálfstæði sínu, og furstamir eða höfð- ingjarnir á eynni náðu stundum allmiklum völdum í sínar hendur. Þegar Alexander mikli hafði sigrað Persa í orustunni við Issos árið 333, lagði hann Kýpur undir sig, en þegar hið mikla veldi hans liðaðist sundur, var yfirráðun- um lokið. Um miðja fyrstu öld f. Kr. reyndu Kýpurbúar að losna undan yfirráð- um Egypta, en það varð til þess að Róm- verjar blönduðu sér í málið. Cato yngra Eiríkur Danakonungur, sem andaðist á Kýpur, þegar hann var á leið til Landsins helga. var falið að bæta ástandið á Kýpur og koma þar á ró og reglu, og það gerði hann á þann ofur einfalda hátt, að gera eyna að rómversku skattlandi. Ágústus keisari skipaði síðan landsstjóra á Kýpur. Þannig var ástandið, þegar kristindóm- urinn barst til Kýpur. Skömmu fyrir fæðingu Krists, höfðu margir Gyðingar fluttst til eyjarinnar. Postulasagan ber þess vott, enda er skýrt frá því þar, að einn af forustumönnum kristna safnaðar- ins í Jerúsalem hafi. verið gyðingur af ætt Leví, fæddur á Kýpur. Þetta var Jósep, sem riefndur var Barnabas.. Páll fór fyrstu trúboðsför sína til Kýpur og var Barnabas í fylgd með honum. Þeir Aóku land í Salamis, sem var borg á Jausturströndinni, og predikuðu í sam- komuhúsum gyðinga. Því næst ferðaðist Páll um eyna þvera og endilanga og kom til borgarinnar Paphos, en þar gerðist eftirfarandi atburður. Landstjórinn, Sergius Paulus, var stadd- ur í borginni, og þegar hann frétti um komu hinna tveggja trúboða, lét hann kalla þá á fund sinn, því að „hann vildi heyra guðs orð.“ En hjá landstjóranum bjó töframaður nokkur, Barjesus að nafni, og var hann mjög óánægður yfir komu trúboðanna, því að hann óttaðist, að honum yrði að því álitshnekkir. En Páll horfði hvasst í augu töframannsins og kvað hann vera djöfuls- ins barn, sem reyndi að leggja stein í götu hins sanna boðskapar, og myndi hann verða blindur í refsingarskyni fyrir at- hæfi sitt. Það fór svo sem Páll sagði — töframaðurinn missti sjónina allt í einu. Þegar landstjórinn sá þetta, snerist hann til kristinnar trúar. Þannig kom kristnin til Kýpur, heim- kynnis ástargyðjunnar, og hún sigraði smátt og smátt. Árið 395 var rómverska ríkinu skipt í austurrómverska og vesturrómverska rík- ið. Kýpur varð hluti austurrómverska Einhverntíma í grárri fomeskju komu Fönikíumenn til Kýpur. Þeir réðu yfir eynni, þar til Egypt- ar náðu henni af þeim. Mörg ríki hafa lagt eyna undir sig, siðast Englcndingar árið 1914.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.