Vikan


Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 15

Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1943 15 f 5 Vegi Ný framhaldssaga: r ástarii — inar- i —— Eftir E. A. ROWLANDS | ’* 1 Ungu stúlkumar gengu nú yfir stórt engi, þangað til þær komu í lítinn skóg, sem var eftir- lætisstaður Mary. „Þú ert himinljós," sagði Sergia Wierne, um leið og hún tók ástúðlega utan um mitti Mary; ,,þú ert hin bjarta lýsandi stjarna mín, og stund- um er ég meira að segja svo eigingjarn að óska, að þú skínir aðeins fyrir mig,“ bætti hún andvarp- andi við. „Hvers vegna þykir þér svona vænt um mig, Sergia? Ég get alls ekki skilið það.“ „Mér þykir vænt um þig, Mary litla,“ sagði Sergia blíðlega, „af þvi að þú ert fyrsta mann- eskjan, sem hefir kært þig um mig.“ „Ó, nei, Sergia, ég er ekki sú fyrsta!“ sagði Mary allt í einu. „Ég þekki einn, sem elskar þig óendanlega heitt, og finnst þú vera ímynd alls þess, sem er gott, göfugt og kvenlegt.“ „En við skulum nú ekki tala urn hann núna,“ greip Sergia óróleg fram í, „við skulum vera eigingjamar og tala aðeins um okkur sjálfar. Hvað segir þú um það, Mary, að við færum í kapphlaup að þessum hóli þarna, mig langar svo til að hlaupa í þessu mjúka grasi.“ „Ég er til,“ hrópaði Mary, og þær hlupu báðar af stað og komu jafnt að hólnum, másandi og hlægjandi. Sergia lagðist niður í mjúkt grasið, heit og móð, og engan hefði getað grunað, að þetta glaða andlit og dásamlegu blíðu og ljómandi augu til- heyrðu sömu stúlkunni og þeirri, sem í viðhafnar- sölum Lundúnaborgar vísaði þeim mönnum á bug, sem dáðust mest að henni. ,,Ó,“ sagði Mary og settist á grasið, „en hvað ég vildi óska, að þú værir aðeins prinsessan min í höllinni. Mér þætti gaman að sjá höfðingborna menn, en ég er hrædd um, að þú, þegar allir þessir tignu gestir koma á morgun til Stanley Towers, munir gleyma litlu almúgastúlkunni þinni.“ „Ég veit ekki við hvað þú átt, þegar þú talar um litla almúgastúlku," sagði Sergía ásakandi, en brosti um leið til Mary, „enginn hefir göfugri sál en þú, og það er líka það, sem er mest um vert, Mary,“ bætti hún blíðlega við; ,,en það er ekki •einungis ég, sem verð önnum kafin við hátíða- höld, ég hélt, að hin ágæta vinkona þín, ungfrú Dering, kæmi til ykkar annað kvöld?“ „Jú, hún kemur, en gestir og hátíðahöld eru ekki það sama," sagði Mary, sem lá endilöng í grasinu og horfði upp í himininn. „Mér þykir mjög vænt um hana og er fegin því, að við getum nú sýnt henni einhverja vinsemd, hennar líf er erfitt og leiðinlegt. Hún kennir allan ársins hring í leiðinlegum skóla, svo að það verður henni mikil skemmtun að vera hér. Veiztu það, Sergia, hvað mér finnst allra bezt við að hafa meiri peninga en áður. Það er, að nú getum við glatt aðra.“ „Þú hefir alltaf glatt og verið góð við aðra, Mary. Þú hefir að minnsta kosti verið góð við mig, frá því við sáumst fyrst." Mary hafði setzt upp, og hún þrýsti nú hönd vinkonu sinnar um leið og hún hugsaði um, hvað það væri fallega gert af Sergíu að tala þannig, þar sem hún sjálf og móðir hennar áttu Sergiu svo mikið að þakka. 1 þau tíu ár, sem þau höfðu búið i Stanchester, hafði frú Armstrong aldrei verið sýndur slíkur vinarhugur eins og þessar síðastliðnu vikur. Það leið varla sá dagur, að hún fengi ekki einhverja sendingu frá höllinni — ýmist var það karfa full Forsaga: Lafði Sergia Wieme, dóttir ® ’ hins ríka Stanchester lá- varðar, sem var orðin þreytt og leið á skemmtanalífinu í London hefir, til mikill- ar gremju fyrir föður sinn, yfirgefið borg- ina og farið til hallar hans, Stanley Towers, sem er uppi í sveit. Fyrir tilstilli sir Allans Mackensic, sem hún hefir áður hryggbrotið, kynnist hún Mary Armstrong, sem býr með móður sinni og bróður, Juliani. Þau hafa áður átt við betri kjör að búa; og nú er það metnaður Julians að vinna sig upp, vegna móður sinnar og systur. Stuttu eftir komu Sergiu býðst Juliani há staða við verksmiðju. En það dregur úr ánægju hans, þegar hánn fer að gruna, að það sé Sergiu að þakka. Nú á Sergia von á gestum til Stanley Towers; hún kemur þvi til Mary snemma um morg- un daginn áður og fara þær út að ganga. af ávöxtum, eða blómvöndur til hressingar gömlu konunni, og oft var bifreiðin send til þess að aka henni eitthvað út. s Það eina, sem kvaldi Mary, var, að það var eins og Julian hefði einhverja andúð á Sergiu, já, það var eins og hann virtist beinlínis van- treysta henni, Mary var stundum hrædd um, að Julian myndi banna henni að fara til hallarinn- ar. Hann var alltaf svo fálátur, kuldalegur og bituryrtur, þegar hún minntist á hina fögru vin- konu sína. Mary elskaði þau bæði svo innilega, og það var hennar heitasta ósk, að þau skildu hvort annað betur; en það virðist erfiðara, en hana hafði grunað. 1 byrjun hafði Sergia Wieme alltaf haft áhuga á öllu sem viðkom Juliani; en nú hafði hún breytzt; hún varð þegar hin kulda- lega og tiginmannlega heimskona, er nafn hans var nefnt. „Juliani þykir það líka svo ánægjulegt, að við getum haft Gertie Dering hjá okkur,“ sagði Mary, sem greip hvert taikifæri til að hæla bróð- ur sinum. „Veslings Gertie hefir átt við miklu meiri erfiðleika að stríða en við, af því að hún er einstæðingur. Foreldrar hennar dóu, þegar hún var lítil stúlka, og fjárhaldsmaður hennar eyddi öllum peningum hennar í gróðabralli, svo að þegar hún var sautján ára, varð hún að fara að vinna fyrir sér; og hún er svo lagleg, Sergia!“ „Veslings stúlkan!“ sagði Sergia, en ekki með jafnmikilli meðaumkun og venjulega, rödd henn- ar var þreytuleg, eins og hún hefði engan áhuga 'á þessu efni. Henni hafði nefnilega dottið i hug, að henni Sergiu Wieme, sem var svo óheppin að vera rík og þurfti ekki að vinna nokkuð, yrði líkt við hina fögru Gertie Dering. Julian Armstrong myndi eðlilega bera meiri vi'rðingu fyrir Gertie, af því að hún var neydd til að vinna. ,,Og þó,“ sagði Sergia við sjálfa sig ekki án biturleika, „em auðæfi mín alveg eins tilviljuninni að kenna eins og fátækt hennar. Mér þætti gam- an að vita, hvort hann hugsi nokkurn tíma um það, þ. e. a. s. ef hann man eftir því, að það voru til þeir tímar, er ég var svo fátæk, að mig skorti það nauðsynlegasta til þess að geta lifað?“ „Um hvað ertu að hugsa?“ spurði Mary, þegar hún heyrði Sergiu varpa öndinni mæðulega og sá, hvað hún var orðin alvarleg á svipinn. Sergia lét strax eins og ekkert væri og brosti, þegar hún sá hið kvíðafulla augnaráð Mary. „Ö, ég var að hugsa um allt, sem ég á í vænd- um á morgun," sagði hún. „Það er ekki alltaf þægilegt að vera rík og tiginborin. En það skilja svo fáir. Nú, en það er mikil heppni að Marion frænka hefir aldrei verið jafn ánægð og nú. Ég hefi ekki séð hana í jafngóðu skapi síðan við fórum frá London, og ég má líka vera þakklát því.“ Stuttu seinna gengu stúlkurnar aftur til hall- arinnar. Sergiu langaði til að segja Mary frá því, hvemig hún hafði hugsað sér að skemmta gestunum sínum. Þær sátu lengi við morgun- kaffið og spjölluðu saman. Hið ferska og hressandi morgunloft hafði gert þær svangar, og þær voru aðeins tvær, þvi að lafði Marion sást venjulega ekki fyrr en um hádegi, Mary leið því miklu betur en venjulega. Henni þótti bezt að vera með Sergiu einni. „En hvað það er yndislegt að dansa í þessum sal!“ hrópaði hún um leið og hún sveif yfir gólfið og líktist ljósálfi í hvíta kjólnum sínum. „En hvað þú dansar vel,“ sagði Sergia, og hugsaði með sjálfri sér, að fáar. stúlkur í London þyldu nokkurn samanburð við þetta yndislega barn náttúrunnar. „Ég elska að dansa,“ sagði Mary áköf; „ég held ég verði aldrei þreytt á þvi, Sergia, þó að ég hafi nú aldrei dansað svo mikið á ævi minni, að ég geti talað um það.“ „Veslings litla Mary!“ Sergia brosti ástúðlega. „En þú skalt ekki fá ástæðu til að kvarta í næstu viku. Þú veizt, að ég á að opna nýja lestrarsal- inn þann 18. og þeim merkilega atburði á að ljúka með dansleik, og ég vona, að þú, Mary, skemmtir þér vel þar.“ „Ég get víst, því miður, ekki komið þangað," svaraði Mary, um leið og roði færðist yfir vanga hennar. „Af hverju ekki?“ spurði Sergia hissa. „Það er af ástæðu, sem ég ræð ekki sjálf við,“ sagði Mary og hneigði sig um leið „og þess vegna verður prinsessan mín að láta sér nægja önnur himinljós." „Við skulum sjá til,“ svaraði Sergia og brosti hugsandi. 7. KAFLI. Daginn eftir kom Stanchester lávarður til hall- ar sinnar og á meðal þeirra vina, sem vom með honum, var Carillion lávarður. Þeir ætluðu sér að dvelja í hálfsmánaðar tíma, og því næst var ferðinni heitið til Skotlands á dýraveið- ar. Því höfðu þeir neyðst til að fresta, þar sem faðir Sergiu hafði fengið gigt, og hann var enn þá ergilegur og gramur af þvi. Sergia fann það strax, að faðir hennar hafði ekki enn fyrirgefið henni framkomu hennar í garð Sir Allans og Carillions lávarðar. „Ég er einkabarn hans,“ hugsaði hún með sjálfri sér „en hann hugsar ekki um annað en, hvernig hann geti losnað við mig. Honum er alveg sama hverjum ég giftist, eða þó ég verði óham- ingjusöm, bara að ég nái í mann, sem er stöðu minni samkvæmur, og hann verði laus við mig svo að hann geti skemmt sér eins og hann vill.“ Þessar hugsanir gerðu hana ennþá fálátari og harðlyndari, og nú hafði hún enga Mary til að blíðka sig. Gertrude Dering var komin, og Mary hafði • nóg að gera við að snúast um gest sinn og að hjúkra móður sinni, sem var ekki vel hraust. Mary kærði sig auk þess heldur ekki um að koma í höllina núna, þegar Stanchester lávarður sjálfur,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.