Vikan


Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 39

Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 39
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1943 39 VAiKil Frh. af bls. 8. arhænsn og akurhænsn og hérar, en búð- armennirnir vilja ekki segja, hver hafi skotið þetta allt eða hvaðan þeir hafi fengið það. Elsku afi! Þegar jólatréveizlan verður, taktu þá gyllta valhnot og feldu hana í græna kistlinum mínum. Biddu ungu hús- móðirina, Olgu Ignatýevnu, um hana og segðu, að hún eigi að vera handa mér, „Vanka.“ Vanka stundi þungan og tók enn á ný að stara út í gluggann. Hann minntist þess, að afi hans hafði ætíð farið í skóg- inn að sækja jólatréð, og lofað honum að koma með sér. Ó, hve þá var gaman! Það marraði í snjónum, og gamli maður- inn rumdi, og Vanka rumdi þá líka eins og hann. Áður en hann felldi tréð kveikti hann í pípu sinni og tók líka duglega í nefið og gerði að gamni sínu við Vanka. Ungu furutrén voru hrímuð. Eitt þeirra átti að deyja, en þau bærðust ekki og biðu þess, sem verða vildi. Allt í einu skauzt héri, sem einhvers staðar hafði húkt, yfir fönnina. — Gamli maðurinn gat ekki að sér gert að hrópa: „Takt’ ’ann, takt’ ’ann! Sjáið þið skrattann!“ Þegar gamli maðurinn var búinn að fella tréð, dró hann það heim til húsbónda síns, og síðan var tekið til við að skreyta það. Unga húsmóðirin, Olga Ignatýe'vna, sem var Vanka svo ákaflega góð, lét það mest til sín taka. Móðir Vanka var þerna henn- ar meðan hún lifði, og þá hafði Olga Igna- týevna gefið honum sykur og kennt hon- um að lesa, skrifa og telja upp að hundr- að og jafnvel dansa, þegar hún hafði ekki annað fyrir stafni. Þegar Pelagúeyja dó, varð Vanka munaðarlaus, og þá var hann fluttur í eldhúsið til afa síns. — Úr eld- húsinu var hann sendur til Aljakíns skó- smiðs í Moskvu. „Komdu fljótt, elsku afi,“ hélt Vanka áfram bréfi sínu. „Ég bið þig í nafni Jesú Krists að taka mig héðan. Vertu fátækum munaðarleysingja miskunnsamur, því að hér er ég barinn, og ég er hræðilega svang- ur. Ég get ekki lýst því, hve hryggur ég er. Ég græt alla daga. I gær barði hús- bóndinn mig í höfuðið með stígvélaleista. Ég valt út af, og það var rétt að ég lifði það af. Líf mitt er verra en líf hundanna. Ég bið að heilsa Aljónu, Tegór eineygða og ökumanninum, og láttu engan ná í munn- hörpuna mína. Það mælir dóttursonur þinn, Ivan Zúkoff. — Elsku afi minn, komdu.“ Vanka braut örkina saman í ferht og lét hana í umslag, er hann hafði keypt fyrir einn kópeka kvöldið áður. Hann hugsaði sig dálítið um, dýfði pennanum í blekið og skrifaði utan á bréfið: „Til afa míns í þorpinu heima.“ Svo klóraði hann sér í höfðinu og hugsaði sig enn um og bætti síðan við: „Konstantín Makarýts.“ Hann var glaður yfir því, að enginn hafði ónáðað hann við skriftirnar, tók húfu sína, en gleymdi að fara í gæruskinnsúlp- una, og hljóp snöggklæddur út á götuna. Afgreiðslumaðurinn í kjötbúðinni hafði sagt honum það kvöldið áður, að bréf ætti að láta í póstkassana, og úr þeim væru þau síðan tekin og flutt um alla jörðina i póst- vögnum, sem á væru bjöllur og ölvaðir póstar ækju., — Vanka hljóp beint að Eyjan SCýpur Frh. af bls. 13. hurfu frá Landinu helga, missti reglan að verulegu leyti gildi sitt og gjörbreyttist. Henni höfðu fram að þessu hlotnast mikl- ar gjafir. Stórmenni og furstar höfðu gerst meðlimir hennar og höfðu ánafnað henni miklar jarðeignir. Hundrað og fimm- tíu árum eftir stofnun reglunnar er talið, að hún hafi haft 20 þúsund meðlimi og átt miklar eignir í flestum löndum Norðurálfu. Reglan varð alþjóðlegur félagsskapur og mjög öflugur fjárhagslega. Hún hafði m. a. víðtæka bankastarfsemi með hönd- um og ávaxtaði miklar fjárhæðir, en af því leiddi að hinn strangi regluagi fór for- görðum, og riddararnir tóku að lifa í vel- lystingum praktuglega. Um 1200 höfóu riddararnir sokkið svo djúpt í áliti al- mennings, að talið var, að þeir væru í sam- særi með djöflinum og hefðu selt Landið helga í hendur hinna vantrúuðu. Að lokum fór illa fyrir Musterisriddur- unum. Höfuðstöðvar reglunnar voru flutt- ar frá Kýpur til Frakklands, og Frakka- konungur tók að ásælast auðæfi hennar. Hann notfærði sér aþnenningsálitið og ákærði regluna fyrir dómstólum og páfa. Klemens fimmti páfi gaf skipun um að leysa upp regluna 22. marz 1312 — „með tilliti til almenns velfarnaðar“, eins og það næsta póstkassa og lét hið dýrmæta bréf sitt falla niður um raufina á lokinu. Klukkustund síðar var hann steinsofn- aður. Bjartar vonir höfðu vaggað honum í værð. I draumi sínum sá hann ofn, og við ofninn sat afi hans og dinglaði berum fótunum. Hann var að lesa bréf fyrir eld- hússtúlkurnar, og Hrafn spígsporaði í kringum ofninn og dillaði rófunni flíru- lega. Jón Helgason íslenzkaði. var orðað í páfabréfinu. Filippus kóngur sló eign sinni á allt fémætt, sem reglan átti í Frakklandi og lét brenna helztu leið- toga hennar. Árið 1489 náðu Feneyjamenn yfirráðmn á Kýpur og héldu þeim þar til 1571, er Tyrkir náðu eynni á sitt vald. Eftir ráð- stefnuna í Berlín 1878, sem kom saman eftir rússnesk-tyrkneska stríðið, komust Englendingar til valda á Kýpur. Beacons- field lávarður kallaði eyna „lykilinn að Litlu Asíu.“ Undir stjórn Tyrkja hafði allt verið í afturför á Kýpur, en þegar Englendingar komu til skjalanna, urðu miklar og marg- víslegar framfarir. Þegar Tyrkir gerðust þátttakendur í styrjöldinni 1914—18, inn- limuðu Bretar Kýpurey í brezka heims- veldið. Allt fram að 1939 voru aðeins fáir ensk- ir hermenn á eyjunni, og örfá herskip lágu í Famagusta. En síðan hafa verið byggð mikil virki á Kýpur, stórar herskipahafn- ir, flugvellir og neðanjarðarstöðvar, enda er eyjan nú kölluð Gibraltar Miðjarðar- hafsins. Mönnum skilst, hve mikla hernaðarþýð- ingu Kýpur hefir í yfirstandandi ófriði, þegar þess er gætt, að fjölmennur ame- rískur her hefir verið fluttur þangað, og að Churchill kom þar við og skoðaði þar varnarvirki, þegar hann var á leiðinni til Tyrklands. Fyrir stríð var götulífið í Famagusta rólegt og friðsamlegt. Nú hefir fœrst líf í tuskumar, því að j.i.ypur er mikilvæg herstöð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.