Vikan


Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 16

Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 16
16 og allir þessir tignu gestir voru þar. Sergía sakn- aði vinkonu sinnar mikið, og þó að hún vildi ekki viðurkenna það, þá var hún dálítið afbrýðisöm út í stúlkuna, sem nú var gestur Mary. Þessi tilfinning jókst, þegar hún var í ökuferð eftir- miðdag nokkum með lafði Marion og Carillion lávarði og hitti Mary og Julian Armstrong ásamt laglegri dökkeygðri stúlku, sem hún gat sér und- ir eins til að væri Gertrude Dering. Þau voru öll svo ánægð, og Sergiu fannst hún aldrei hafa séð Julian jafn ánægðan eins og núna, þegar hann var að tala við þessa fátæklega klæddu stúlku. Henni fannst þessum þrem unglingum líða miklu betur en henni sjálfri, og þegar Mary brosandi veifaði til hennar hendinni, svaraði hún þeirri kveðju aðeins með því að kinka kolli, um leið og bifreiðin rann framhjá. Sergia sat við hlið Carillion lávarðar og lézt hlusta á það, sem hann sagði, en í rauninni heyrði hún ekki orð af því. Eina hugsun hennar var, hvemig hún átti að skýra það fyrir Mary, af hverju hún hefði heilsað henni svona kuldalega. Það sem kvaldi hana mest, var, að hún hafði séð bros Julians, þegar hún ók- fram hjá; hún vissi nú að hann hafði tekið eftir, hvemig hún hafði heilsað systur hans. Bros hans hafði sært hið stolta hjarta hennar, þvi að það sagði hreint og beint: „Já, ég átti ekki á öðru von af yður, lafði Sergia. Systir mín er nógu góð til að skemmta yður, þegar ekki eru aðrir betri, en svo þegar aðrir koma —!“ Á þessari stundu fann Sergia, að hún vildi gefa allt í heiminum fyrir, að finna arma Mary um háls sér. „Var þetta lafði Sergia, hin fagra vinkona Mary?“ spurði Gertrude Dering, um leið og hún leit með hinum fallegu dökku augum sinum á Julian. „Það var lafði Sergia Wierne," svaraði Julian kuldalega. „Finnst yður hún ekki yndisleg?“ spurði Gértrude. „Nei!“ svaraði Julian stuttur í spuna og ákveð- inn, „þó ég verði að viðurkenna, að mér þótti hún lagleg, þegar ég sá hana fyrst.“ „Og nú hafið þér breytt um skoðun,“ sagði Gertmde hlægjandi, en horfði undrandi á hann. „Af hverju lízt yður ekki á hana?“ hélt hún áfram „mér finnst hún mjög falleg, og Mary segir að hún sé svo góð.“ Julian svaraði ekki, því að Mary var að ná þeim; hún hafði dregizt aftur úr með þeirri af- sökun, að hún ætlaði að tína blóm, en i rauninni var það af því, að hún ætlaði að leyna sorg sinni yfir því, hvað Sergia hafði heilsað henni kuldalega. En hinn 'göfugi og elskulegi hugur Mary fann brátt útskýringu á hinni breyttu fram- komu Sergiu. „Sergia hlýtur að vera hrygg yfir einhverju," sagði hún við sjálfa sig og brosti aftur til Julians og Gertrude, glöð og ánægð. Þegar þau komu heim um kvöldið, fann Mary sér til mikillar ánægju lítið bréf frá Sergiu, þar sem hún bað Mary fyrirgefningar. Hún sagðist varla hafa tekið eftir þeim, þegar hún ók fram hjá. Hún vonaði að Mary fyrirgæfi henni og kæmi til veizlunnar, sem yrði haldin í höllinni næsta dag, því að þá kæmi fleiri gestir. „Mig langar til að þið komið öll,“ skrifaði Sergia, „móðir þín, ungfrú Dering, já i stuttu máli — þið öll. Ég sendi bil eftir móður þinni, og hún getur farið, þegar hún verður þreytt. Komdu, elskan mín, þó ekki væri til annars en að sýna mér, að þú sért mér ekki reið. Þín einlæg Sergia.“ Augu Mary Armstrong ljómuðu af gleði, þegar hún las þetta elskulega bréf. Hún rétti bróður sínum bréfið, en henni til mikilla vonbrigða, lagði hann það fljótlega frá sér. „Þú kemur með okkur, Julian minn,“ sagði Mary. „Ég hélt, við hefðum tekið ákvarðanir um morgundaginn," svaraði hann stuttaralega. „Við getum altaf farið til klaustursins einhvern annan dag,“ sagði Mary. „Sergia getur móðgast, ef við komum ekki; það mundi vera óvingjarnlegt af okkur, þar sem hana langar til að sjá okkur.“ „Ég get aðeins farið með ykkur í klaustrið á rnorgun," svaraði Julian ákveðinn; „en þér er kannske alveg sama, ef bara er látið eftir lafði Sergiu. Þú mátt gera alveg eins og þú vilt sjálf, Mary viðvíkjandi boðinu; en ég fer ekki til hallarinnar." „Jæja, þá skulum við halda okkur við fyrri ákvörðun okkar,“ sagði Mary dapurlega. „Ég get skrifað Sergiu og sagt henni ástæðuna, og ég er viss um, að hún muni ekki misskilja mig. Hún hefir auðvitað aðeins hugsað um gleði okkar, þegar hún bauð okkur," hélt hún áfram og reyndi að leyna því, hvað hún hafði orðið fyrir miklum vonbrigðum. En þegar hún stuttu eftir fór út úr stofunni, sneri Gertrude Dering sér að Juliani og horði ásökunaraugum á hann. „Finnst yður ekki sjálfum, þér vera óréttlátur í garð Sergiu?“ spurði hún. „Hún myndi áreið- anlega ekki bjóða yður í veizlu sina, ef hún vildi ekki gjarna sjá yður.“ „Það er nú rétt svo sem!“ sagði Julian fyrirlit- lega. „Hún er eins og stendur hrifin af Mary, og þar sem hún getur ekki boðið henni einni, býður hún okkur líka — en verður bara ánægð, ef við komum ekki.“ En þrátt fyrir þau biturlegu orð, sem hann JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1943 hafði látið falla, þótti honum samt leiðinlegt, hvað hann hafði hryggt Mary. „Heyrðu, vina mín,“ sagði hann um leið og hann tók utan um 'systur sína, þegar hún kom aftur inn. „Það var kannske dálitið fljótfæmis- legt, af mér að segja það, sem ég sagði áðan, og ef þú heldur, að veizla lafði Sergiu verði skemmtilegri en ferðalag okkar, þá skal ég koma með ykkur þangað. Ég held líka að Gertrude muni hafa meiri ánægju af því,“ bætti hann við. „Það er mjög elskulegt af þér, kæri Julian,“ sagði Mary hæglátlega „en nú er það of seint; ég hefi sent Sergiu bréf, þjónninn beið nefnilega eftir svari, og mér fannst hún ætti að fá það strax.“ Svo var ekki talað meira um þetta, og smátt og smátt birti yfir andliti Mary. Og henni þótti vænt um, að Julian hefði samt viljað fara með þeim til .Stanley Towers. Julian Armstrong var orðinn afbrýðisamur, án þess þó að vita af því sjálfur, vegna þess að Mary þótti svona vænt um Sergiu Wierne. Hann gat ekki liðið Sergiu, og það særði hann að hugsa til þess að hann væri ekki lengur allt í heiminum fyrir litlu systur sína. Hann hafði fundið til þess í margar vikur, þó að hann hefði alltaf reynt að bæla þessar hugsanir niður og gleðjast í staðinn yfir því, að nú skyldi loksins birta yfir hinu tilbreytingarlausa lifi Mary. Hon- um heppnaðist það líka nokkum veginn; en hann gat þó ekki gert að því að óska þess, að hamingja systur hans væri af öðrum rótum runnin. Julian Armstrong var einþykkur að eðlisfari, hann hafði fengið-andúð á lafði Sergiu, og hann vildi ekki hugsa um það, hvort hún átti hana skilið eða ekki. Dagamir liðu, án þess að ungu stúlkurnar hitt- ust. Sergia kærði sig ekki um að hitta Gertrude Dering. Hún vildi heldur vera án Mary, þangað til hún fengi að hafa hana ein; en hún gleymdi ekki vinkonu sinni eitt andartak, og Mary hefði verið hamingjusöm, ef hún hefði vitað um hinar elskulegu hugsanir Sergiu í sinn garð, því að Sergia hugsaði ekki um annað en að gleðja vin- konu sína. Julian hafði sínar fyrirætlanir viðvíkjandi deginum, þegar Sergia átti að opna nýja lestrar- salinn í Stanchester. Hann sagði Mary ekkert frá þessum fyrirætlunum, en hann hlakkaði til að segja henni frá þeim. Hún hafði hvað eftir annað sagt honum, að hún kærði sig ekkert um að taka þátt í skemmt- uninni, en hún og Gertrade ætluðu að skreyta stóra herbergið með blómum frá höllinni, og Julian reyndi ekki til þess að telja hana af þvi. Brla og unnust- inn. Oddur: Erla má aldrei komast að því, að ég sé að Barði: Ertu að fara á stefnumót, Oddur? flysja kartöflur. Hún heldur, að ég stjórni öllu stríðinu. Oddur: Já, ég ætla að hitta yndislegustu stúlkuna í heiminum. Oddur: Mikið skelfing var gott að losna við Erla: Þú ert glæsilegur í þessum búningi, elskan mín. — Ég er Erla: Já. Komdu fram í eldhús að flysja allar þessar kartöflur. nú að búa til mat handa okkur. að flysja kartöflur. Oddur: Þú ert stórkostlega inndæl. Get ég hjálpað þér?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.