Vikan


Vikan - 15.12.1949, Qupperneq 7

Vikan - 15.12.1949, Qupperneq 7
Jólablað Vikunnar 1949 7 Þegar hún frú Pálína fór í ferðalag Smásaga eftir SONJU B. HELGASON. Nýi bíllinn stóð gljáfægður fyrir utan. Heimilisfólkið var á þönum. Nágrannarnir stóðu á gægjum og forvitnir krakkar gláptu á. Það var verið að bera dót og pinkla úr húsinu út í bílinn, svo að auð- séð var á öllu, að eitthvað mikið stóð til. Hún frú Pálína var sem sé að fara í ferðalag með manninn sinn. Þau höfðu boðið, eða réttara sagt frúin hafði boðið, útlendum sendiherrahjónum með í ferða- lagið. Það reið á miklu, að ferðin yrði vel heppnuð, enda lagði frú Pálína sig í líma, til þess að svo mætti verða. Hún var ekki þannig manneskja að eðlisfari, að hún skellti sér í ferðadragt og þyti af stað eins og hver annar bjáni. Nei, öðru nær! Hann Ljúfur, maðurinn hennar, varð að gjöra svo vel að kaupa nýjan bíl, á svört- um markaði auðvitað, því að það var bók- staflega ekki hægt að bjóða háttsettu fólki upp á annað. Nú, og svo þurfti að. hafa ýmislegt með sér í ferðalagið, fyrst og fremst drykkjarföng og sígarettur, og svo konfekt og súkkulaði! Ekki mátti heldur gleyma smurða brauðinu og ávaxtadósun- um, sem var blátt áfram nauðsynlegt að hafa til taks, ef sendiherrahjónunum lit- ist það vel á einhvern stað, að þau vildu hafa þar einhverja viðdvöl. Sem sagt, hún frú Pálína hafði haft öll spjót úti og ,,blikkað“ marga undanfarna daga, sem hún lagði þó ekki í vana sinn að öllu jöfnu. Hún hafði verið ósköp sæt og blíð og vandræðaleg, en henni hafði líka tekizt að ná í það nesti, sem hana vanhagaði um. Ljúfur og vinnukonurnar tvær voru á þön- um að bera út dótið, en Pálína stóð á tröpp- unum, til þess að sjá um að ekkert gleymd- ist. Já, hún sá það bezt núna, að það var ekkert of mikið að hafa tvær stúlkur. Hún hafði oft ,,partí“ um helgar og í miðri viku, svo að þess vegna hefðu þær gjarn- an mátt vera þrjár! Bömunum hafði hún lofað austur að Laugarvatni ásamt kunn- ingjum þeirra. Þau voru heldur engin smá- börn lengur, og vön að fara sínu fram og sjá um sig sjálf. Ljúfur hafði verið tregur í fyrstu, þegar hún hafði orð á því, að bjóða sendiherra- hjónunum, og hann var meira að segja svo púkalegur, að hafa orð á því, að sig lang- aði mest til þess að taka Dóru og Gvend rukkara með, því að þau væru svo skemmti- leg. Huh! Ja' svei, var það þá skemmt- unin! Hún kunni allar sögurnar utan að, sem þau skiptust á að segja. Eins og t. d. söguna um Svein og Sigga sáluga, og Gróu gömlu, sem skúraði skrifstofur og allir héldu að væri svo fátæk, en átti svo fyrir heilu húsi, þegar eignakönnunin fór fram! Hún hafði geymt peningana í hreinni skúr- ingatusku undir madressunni sinni! Og svo hlógu þeir og héldu áfram að segja hver öðrum sögur, en hún varð að gjöra svo vel að tala um veðrið og barnauppeldi við Dóru. Ljúfur var ekkert á því að hætta að umgangast Gvend rukkara, þó að hann væri sjálfur orðinn forstjóri. Þegar þeir voru unglingar, voru þeir báðir sendisvein- ar hjá sama fyrirtæki. Síðan höfðu þeir haldið kunningsskap. Það hafði oft verið kátt á hjalla hjá þeim, og mörg prakk- arastrikin rif juðust upp fyrir þeim, þegar þeir hittust. Gvendur greyið var bezti strákur, og gat verið andskoti skemmti- legur, þó að hann væri ekki duglegur að koma sér áfram. En Pálína var ekki sam- mála honum, og hann nennti ekki að stæla við hana, því að þá myndi hún setja upp fýlusvip, en hann kaus heldur að hafa hana góða og brosandi. Já, það var ábyggi- legt, að hún brosti, þegar -um útlendinga var að ræða. Hann minntist þess, hvernig það hafði verið þarna um árið, þegar hann hafði komið heim með Ameríkanann. Þá hafði hún sannarlega brosað og snúizt í kring um þá, svo að hann hafði ekki haft kjark í sér til þess að segja henni það fyr en löngu seinna, að þetta hefði verið umboðssali frá firma, sem seldi ,,toilett“- pappír! Þá varð hún svo reið, að hann dauðsá eftir því, að hafa farið að segja henni það. Og núna, þegar hún hafði far- xð að tala um að bjóða þessum sendiherra- hjónum, þá hafði hann í fyrstunni þver- tekið fyrir það, en hún skeytti því engu og fór sínu fram. Hann hugsaði með sér, að bezt væri að lofa henni að ráða í þetta sinn; hún myndi ef til vill læra svolítið á því. Loksins var allt hafurtaskið komið á sinn stað. Pálína var búin, að leggja stúlk- unum lífsreglurnar, sem hún raunar vissi fyrirfram, að þær myndu ekki fara eftir! Ljúfur var seztur inn í bílinn og nú kom frúin sjálf og hlammaði sér við hliðina á honum. Hún var sallafín, í hvítum sum- arkjól með silfurrefa,,cape“ á herðunum, með splúnkunýjan hatt alsettan gerfiblóm- um samkvæmt nýjustu tízku, í nýjum ny- lonsokkum ‘ og hvítum, hælabáum skóm. Með nýlagt hárið og eins vel tilhöfð og frekast var unnt. Hann hafði orð á því, hvort hún væri með regnkápu og vaðstíg- vél, og hvar síðbuxurnar væru. Hún mældi hann út og hló, og sagðist ekki fara að fara í vaðstígvél. Svo óku þau af stað, til þess að sækja sendiherrahjónin. Þau bjuggu á Borginni og voru alveg tilbúin, þegar þau komu. Hann var í reiðbuxum og vindjakka með alpahúfu á höfði, en hún var í gráum síðbuxum og klossum, með gamlan rykfrakka á herðunum og með skýluklút á höfði. Frú Pálína hélt, að það mundi líða yfir sig. Þessu hafði hún aldrei búizt við, en hún var svo viti

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.