Vikan - 15.12.1949, Qupperneq 10
10
Jólablað Vikunnar 1949
Ljótunn leit á mig. — „Ég held ég sé
að ganga alveg inn í sjálfa mig, að vera
að tala um þetta við þig, barn.“
Ég þagði. Bara hún hætti nú ekki við
að segja méi* þetta, hugsaði ég.
Ljótunn sá víst hvað mér leið, því hún
sagði hátíðlega:
„Þú verður að lofa að skvaldra aldrei
frá þessu.“
„Ég segi aldrei frá, ég safna öllu efni,“
sagði ég.
Gamla konan leit á mig, eins og hún
vissi ekki hvað ég ætti við.
„Þú skilur, ég ætla að skrifa um það,
þegar ég er orðin stór.“
Ljótunn hnykklaði brýmar, og hvessti
á mig augun. Klaufi gat ég verið að segja
henni þetta. — En þá mildaðist augna-
ráð Ljótunnar aftur, og hrukkumar sem
hún setti á ennið hurfu.
„Þetta getur verið alveg rétt athugað
hjá þér Dóra mín,“ sagði hún. „Við smæl-
ingjamir emm þannig sett í mannfélags-
heildinni, að við getmn ekkert látið eftir
okkur liggja, nema ef minningamar fá að
geymast í verkum þeirra, sem taka það að
sér að skrifa um smæð okkar og baráttu.
Blessuð vertu Dóra mín.
Taktu nú vel eftir:
Sigurður á Bakkanum var bæði nágranni
og leikbróðir Guðrúnar í Miklubraut. En
þrátt fyrir kunningsskap þeirra, kom það
öllum á óvart, þegar þau opinbemðu trú-
lofun sína, hún og Sigurður. Við sem
þekktum geðofsa Gunnars bónda í Miklu-
braut, héldum að hann myndi algjörlega
sleppa sér, ef hún tæki ekki þetta áform
sitt aftur.
Allt þetta rifjaði Sigurður á Bakkan-
um upp, þegar ég vakti yfir honum. Hann
átti oft bágt með svefn, og þegar af honum
bráði, talaði hann við mig um baráttu
sína og reynslu.
„Þú manst,“ sagði hann einu sinni,
„hvað hann Gunnar gamli varð æfur, þeg-
ar við Guðrún hans opinbemðum, og það
var líka von hann yrði það, vesalings karl-
inn. Ég vissi vel hvað hann setti fyrir sig,
og hann hafði sínar ástæður fyrir því.
Hann treysti mér aldrei sem vönduðum
manni, og það var rétt hjá honum.
Vertu ekki að áfellast sjálfan þig, Sig-
urður minn, — sagði ég.
„Ég áfelli mig ekkj, Ljótunn. Ég þekki
sjálfan mig. Öll baráttan sem ég hef átt
í, hefur lamað lífsorku mína. Það er nú
það. — Einu sinni hélt ég að mér myndi
auðnast að stíga yfir allar þær vegleysur
sem urðu á leið minni, en sannleikurinn
er sá, að mér hefur aldrei tekizt það Ljót-
unn, og nú á ég ekki neitt annað eftir en
að deyja.“
Ljótunn stundi. Þetta sagði hann, bless-
aður maðurinn. Það þýddi ekki að reyna
að tala fyrir honimti, hann var viss í sinni
sök, — og söguna sína sagði hann mér
eitthvað á þessa leið:
Einu sinni um vortíma, var ég að líta
eftir lambám í Miklubrautarlándi. Þá
hitti ég Guðrúnu, þar sem hún lá í svo-
litlum grasbotni, eystra megin við Gránu-
gil. Hún lá þar og barðist um í ofsafengn-
um grátköstum.
Ég óskaði þess þá, að ég hefði aldrei
gengið þessa leið, en um það þýddi ekki
að ræða. Nú stóð ég þama, og hundurinn
minn hafði þegar fengið Guðrúnu til að
hrökkva við og líta upp. Hún horfði
skelfd á mig, — en yfir mig breiddist
dýpri og meiri ró, en ég hef nokkurn tíma
þekkt fyrr eða síðar.
„Guðrún, því grætur þú svona?“ Ég
settist hjá henni. — Heimurinn varð mér
allt í einu víður og stór. Hugur minn, sem
ávallt hafði verið hálf ljósfælinn, varð
fleygur. Hann þráði beint í faðm birt-
unnar.
„Þú verður að segja mér eins og er,
hvað það er, sem hefur sært þig svona."
„Segja þér,“ sagði hún hastarlega, eins
og hún hefði viljað slá mig með orðunum.
„Já, segja mér,“ tók ég upp. „Þó ég sé
lítilmótlegur fyrir þínum sjónum, þá
máttu vera viss um það, að ég get þag-
að. Þú getur verið viss um, að vinir mínir
freista mín ekki til að segja neitt, því ég
stend aleinn um allt, sem mér við kemur.“
Guðrún leit á mig bláum, grátnum aug-
um. Hún var svo annarleg og breytt, að
ég átti engan skilning til að gera mér
grein fyrir, hver væri ástæðan fyrir
þeirri breytingu. Hún þagði, en mér flaug
í hug, hvort hún væri búin að missa vit-
ið, svo var hún ólík sjálfri sér fyrir sjón-
um mínum.
„Mér er reyndar sama,“ sagði hún loks.
— „Ég get aldrei hugsað mér að lifa hvort
sem er.“
„Ekki þó minna,“ tautaði ég.
Guðrún leit á mig. Mér virtist hún ró-
legri. Með sjálfmn mér var ég glaður að
nærvera mín skyldi hafa róandi áhrif á
hana. Það bætti mér ögn upp einstæðings-
skapinn, sem alltaf lokaðist um mig.
„Já, líf mitt er algjörlega búið,“ tautaði
hún.
Mér fannst þetta undarleg fullyrðing.
Ég fann það á mér, að hún myndi aldrei
gera hvorki sér né öðrum mein.
„Þú veist það ekki Sigurður, hvað ég
er óskaplega stödd. Ég á von á bami, sem
ég má ekki feðra.“
Hún horfði á mig með þeim skelfingar-
svip, að mér virtist snöggvast hún hætta
að draga andann. — Hún hálfhljóðaði við.
— Hvað heldurðu hann faðir minn gerði,
ef hann vissi þetta ? Hann myndi reka mig
af heimilinu tafarlaust, og svifta mig því
litla, sem ég gat átt tilkall til. — Svona
farðu nú Sigurður, — farðu strax, segi
ég. —
Ég horfði á Guðrúnu, eins og ég hefði
aldrei séð hana fyrr. En hvað hún var
undarleg í dag. Það var furðulegt, þetta
með hana og þetta barn.
„Guðrún,“ sagði ég. „Þú ert alltof ung
til að deyja strax, þó þú eigir von á þessu
barni. Gæti ég ekki gengist við því fyrir
þig?“
Öll hennar sorg virtist breytast í undr-
un, — en svo fór hún aftur að gráta. Hún
grét nokkra stund, en reyndi þá að stilla
sig.
„Þú veizt að það yrði lítið betra. Hvað
heldur þú að pabbi segði við því?“
„Ég mundi ekki hugsa um það,“ sagði
ég. ,, Við stöndum saman, það er allt ann-
að fyrir þig. Ég gæti séð um barnið með
þér, og það gæti borið mitt nafn, svo lengi
sem þú vildir. Konan mín yrðir þú aldrei,
nema að nafninu til, og aðeins vegna.
barnsins þíns.“ —
Guðrún reyndi að vera róleg. Nú horfði
hún tortryggnislega á mig. — „Ég veit
ekki hvað bezt væri,“ sagði hún loks.
„Það er margt erfitt, líka fyrir mér,
Guðrún. Þú vissir nú um þetta með hann
pabba, og ég hef kannske erft eitthvað af
því. Ég hef gert mér það ljóst, að það er
slæmt fyrir menn með slæmar erfðir að
eiga börn. Ég hef fengið að kenna á því.
Sjálfur hef ég heitið því Guðrún, að eiga
aldrei barn. Ég vildi ekki þurfa að vita til
þess, að afkvæmi mitt þyrfti að berjast
minni baráttu."
Guðrún fékk ennþá einu sinni grátkast.
Það áttu þá fleiri bágt en hún.
„Heldurðu þú getir þetta,“ sagði hún
með ekka í röddinni.
„Já, ég get það Guðrún,“ sagði ég. „Það
verður mér svolítill raunaléttir, að mega
hjálpa öðrum, annars ætlaði ég að lifa
einn afskiptalaus um aðra, þegar mamma
yrði dáin, — það ætlaði ég. — En barnið
þitt Guðrún, myndi veita okkur báðum
heimili."
Ljótunn gamla vökukona þurrkaði sér
mn augun, en þó voru þau þurr og gljá-
andi. Hún var orðin svo margreynd, að
jafnvel tár hennar höfðu smám saman
þorrið.
„Svona er nú lífið, barnið gott,“ sagði
hún. „Þú trúir því ekki, hvað tónbrigði
þess eru margvísleg. Á meðan þú ert á
þessum aldri, heyrir þú fátt, nema þín
eigin brek, og þína eigin rödd. —
— „Já, en Ljótunn, er hann Grímur á
Bajíkanum þá ekki sonur hans Sigurðar?"
„Nei, nei, góða mín. Það segi ég þér satt,
að hann er það ekki. Hann er líka ólíkur
sínu fólki, það sjá bæði Guð og menn.
Grímur er eina barn Guðrúnar, glaður og
góðlyndur piltur, og í fyllsta máta heið-
arlegur, það gladdi vesalings Sigurð í
allri hans baráttu.“
Síðan Ljótunn gamla sagði mér þessa
sögu, eru liðin nokkur ár. En hvert at-
vik frá þeim tíma rifjaðist upp fyrir mér,
þegar ég heyrði að Grímur á Bakkanum
hefði fengið allmikinn arf eftir ónafn-
greindan mann úr Reykjavík. — Og í arf-
leiðsluskrá Gunnars gamla í Miklubraut
kom það reyndár glöggt fram, að hann
hafði ekki gleymt dóttur sinni, hver svo
sem verið hafði tilgangurinn að skapa
alla þessa baráttu?
Ekki alveg nýtt!
Krossviður, sem notaður er „allsstaðar til alls“
var þekktur með Fom-Egyptum. Hafa fundizt
kistur 3500 ára gamlar, gerðar úr krossviði.