Vikan


Vikan - 15.12.1949, Page 12

Vikan - 15.12.1949, Page 12
12 Jólablað Vikunnar 1949 fram við hana, var vingjamlegur og alúðlegur, en ekkert þar fram yfir. Hann sendi henni blóm við og við, en ekki of oft. Hann undirbjó margs- konar skemmtanir, Sem auðvitað voru gerðar henni til sæmdar, en ógerlegt var að nokkur yrði þess vísari af framkomu eða orðum Must- apha. Mutsapha kom sannarlega vel fram. Hann erfði það ekki við hana, þótt hún hefði hryggbrotið hann. Beatrice var honum mjög þakklát og nú var svo komið, að henni var fremur hlýtt til hans. Hún var ekki lengur hrædd við hann —• hin vonlausa ást hans hafði gert hann öllu mann- legri en hann hafði áður verið — það kom sem sagt í ljós, að harm hafði tilfinningar eins og annað fólk. Hún vorkenndi honum og vonaði, að ást hans til hennar mundi brátt deyja. Engan grunaði neitt — það var hún viss um. Og stundum, þegar fólk var að tala um hann, hversu valdamikill hann var, og, að hann væri náinn starfsmaður Ghazi-ans, gat hún ekki að sér gert, að um hana fór undarleg tilfinning. Hvað ætli þetta fólk segði, hugsaði hún, ef það vissi, að ég get vafið þessu ofurmenni um fingur mér? En hún gat ekiki verið glöð út af þessari til- finningu. Hún gat ekki verið hreykin af ást hans — síður en svo! Og samt — samt var hann ó- krýndur konungur í landi stnu. Það var sízt að undra raunar þótt hún væri hreykin af því valdi, sem hún hafði yfir honum. Um þessar mundir var hún mikið með Rickey — vinátta þeirra þroskaðist æ meira og virtist ná meiri dýpt. En af undarlegu viti, sem varla getur að finna með mönnum á hans reki, hélt hann sér í skefjum. Hann var sannfærður um að Beatrice var ekki sama um hann, en hann fann það jafnvel, að henni var það ekki ljóst sjálfri. Ef hann talaði núna, var hann viss um, að það yrði til þess að eyðileggja allt. Að þessu leyti hafði hann rétt fyrir sér. Bón- orð Mustapha hafði vakið í sál hennar kynlega andúð á því að hugsa um ást og þótt Rickey þekkti ekki hina raunverulegu ástæðu, fann hann ifsamt, hvernig í öllu lá. Hann gat ekki annað en beðið þess, sem tím- inn og tilveran mundi leiða í ljós. En aðstæðurnar voru honum ekki í vil. Pyrirvaralaust var hann boðaður heim til Englands. Paðir hans hafði tekið þunga sótt, og læknarnir gerðu ráð fyrir, að hann ætti ekki langt eftir. Rickey fékk boð um það símleiðis að koma heim hið bráðasta, og að fengnu orlofi hjá Jim Leighton bjóst hann þegar til brottfarar og hafði innan tveggja klukkustunda keypt sér farmiða heim. Hann lagði af stað til þess að kveðja Beatrice. Hann hitti hana eina úti á svölunum. Hún fagn- aði honum brosandi, en sá sér til skelfingar, að hann var náfölur í framan. „Hvað hefur komið fyrir?“ Hann sagði henni i fáum orðum, hvernig kom- ið var. Hann sá, að hún viknaði við sögu hans. „Faðir þinn,“ hvíslaði hún. „Ó, veslings Rickey, hvað á ég að segja við þig?“ Það var auðséð, að í hennar augum, var föð- urmissir þyngsta raun, sem lífið gat lagt á herð- ar nokkrum manni. Og Rickey hugsaði með sér hrærður i huga: „Alltaf er faðirinn henni kær- astur.“ Hátt sagði hann: „Já, það er sorglegt. Að vísu hefur hann ver- ið veill síðustu árin, og menn munu segja, að hann geti verið hvíldinni feginn. En — jæja — —“ Hann leit niður fyrir sig og virtist ekki geta sagt fleira. „Já, ég skil,“ svaraði hún full meðaumkunar. „Já,“ sagði hann og reyndi að brosa. „Það getur enginn gengið manni í föðurstað. Mér þótti ákaflega vænt um föður minn.“ „Kæri Rickey! Gefstu ekki upp. Þú ert á för- um núna?“ „Já, ég fer strax í kvöld — ég má ekki tefja lengi, ég þarf að fara upp í sendiráðskrifstof- una. Beatrice . . . .“ Hann leit á hana, ætlaði að segja eitthvað, en úr því varð ekki. Hann sat á sér, stundin var ekki upprunnin. „Bg ætla að skrifa þér,“ sagði hann. „Auðvitað! Strax og þú færð því við komið! Ég vona, að það verði góðar fréttir." „Það vona ég líka. Ég get ekki sagt, hversu lengi ég verð burtu, en Beatrice, þú verður hérna, þegar ég kem aftur?" „Hvar ætti ég að vera annarsstaðar, Rickey?" spurði hún blíðlega. Ennþá fékk hann óstjórn- lega löngun til þess að tala, og ennþá neyddi hann sig til þess að sitja á sér. Hann greip hönd hennar og þrýsti hana þéttingsfast. „Vertu sæl, Beatrice." „Vertu sæll Rickey! Ég vona, að þú náir heim í tíma.“ Hann var farinn og Beatrice fannst hún svo hræðilega ein og yfirgefin. Það var eins og jörð- in hefði sigið undir fótum hennar. Rickey var orðinn hluti af henni. Hún gat ekki misst hann -—- hún mundi sakna hans afskaplega. Þegar Rickéy var að hlaupa niður tröppurn- ar, mætti hann Molloy, sem var á leiðinni upp. Molloy nam staðar og þrýsti hönd hans. „Ég hef heyrt þessar sorglegu fréttir,“ sagði hann. „Það tekur mig sárt, vinur minn.“ „Þakka yður fyrir.“ „Hafið þér verið hjá Beatrice?" „Já.“ Rickey galopnaði augun og hrópaði: „Heyrið — Molloy — yður finnst ég kannske bölvaður kjáni, en ég bið yður þess, að þér gæt- ið hennar vel fyrir mig.“ „Það skal ég gera, drengur minn.“ „Ég býzt við, að þér hafið séð . . .“ stamaði ungi maðurinn. „Já, auðvitað. Haldið þér að ég sé blindur." „Og þér #ruð þessu ekki mótfallinn?" „Mótfallinn? Nei, þvert á móti er það min innilegasta ósk,“ sagði Molloy. „Hafið þér sagt nokkuð við hana sjálfa?“ „Nei, ég ætlaði að bíða. Hún er ólík öðrum ungum stúlkum — ég er dálítið hræddur við hana. Auðvitað — ef ég hefði getað séð fyrir þetta, þá hefði ég reynt að setja í mig kjark. En í dag . . . Ég gat það ekki.“ „Nei, það er alveg rétt. Það hefði ekki verið hyggilegt. En ég hygg, að þér getið verið róleg- ur, Rickey.“ „Er um nokkurn annan að ræða?“ „Alls engan! Það þori ég að fullyrða." „Þá skil ég hana eftir í yðar vörzlu og veit hún er vel geymd.“ ,,Ég skal gæta hennar vel, Rickey. Guð og gæfan sé með yður. Mig tekur sárt til yðar.“ „Þér virðist heldur ekki vera alveg ánægður," sagði ungi maðurinn. „Ég hef dálitlar áhyggjur," svaraði Molloy, „áhyggjur, sem enginn sleppur við. Við komumst af — það er enginn vafi. Og flýtið þér yður nú! Þér hafið ekki langan tíma aflögu." Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Lilli: Hvað er pabba að gera? Lilli: Sokkabönd? Pabbinn: Pabbi er að leita að sokkaböndunum sínum. Pabbi: Ég hef leitað í hverjum krók og kima. Af hverju er ekki hægt að láta mína hluti í friði. Lilli: Voru þau svona löng? Pabbi: Já, alveg rétt, Lilli minn! Lilli: Og voru þau blá? Lilli Hef ekki séð þau!!! Pabbinn: Já, já, já, elskan! Hvar eru þau? Pabbinn: Ó, drottinn minn dýri!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.