Vikan - 15.12.1949, Page 13
Jólablað Vikunnar 1949
13
Frá FINNLANDI
Eftir E. 0. STENiJ, verkfræðing.
Finnland liggur millli 60. og 70. gráðu
norðlægrar breiddar og nær þannig 3,5°
lengra til norðurs og 3,5° lengra til suð-
urs en íslands. Stærðin er 337,113 km2
og er það því liðlega þrisvar sinnum
stærra en Island að flatarmáli. Ibúatalan
er rúmar 4 milljónir, og koma þá um 12
manns á hvern ferkílómetra. Finnland er
því talsvert stórt, en strjálbýlt land.
Þéttbyggðastir eru suður og suðvestur-
hlutinn, en norður og norðvesturhlutinn
strjálbýlastir.
Landið er yfirleitt sléttlent, nema norð-
urhlutinn. Víða er það þó smáhæðótt. Það
er að mestu leyti vaxið barrskógi, og er
viðurinn notaður til byggingu og elds-
neytis, og einnig sem hráefni til iðnaðar
í ríkum mæli. I skógunum er víða mýrlent,
og er þar unninn mór. Inni í landinu eru
mörg og stór vötn, og renna úr þeim mik-
il fljót til sjávar. Þessi fljót hafa mikla
þýðingu fyrir atvinnulífið: Fossar milli
vatna og í fljótunum eru beizlaðir til þess
að framleiða raforku fyrir iðnaðinn og
heimilin. Vötnin og fljótin, og jafnvel
smálækir eru þýðingarmiklar flutninga-
leiðir, þar sem viðinum er fleytt eftir
þeim til verksmiðjanna. Á sumrin sigla
gufu- og mótorskip á vötnunum, og á vet-
urna eru þau notuð sem akbrautir, því
að ísinn er rennisléttur.
Meiri hluti íbúanna eru Finnar, sem
tala finnsku. Nokkur hluti íbúanna á
ströndinni og í skerjagarðinum eiga ætt
sína að rekja til Svíþjóðar og tala sænsku.
I borgunum er til fólk af þýzkum og rúss-
neskum uppruna, og einnig Gyðingar. I
Lapplandi búa Lappar, og Sigúnar flakka
um sveitirnar.
I Finnlandi eru alls 35 borgir, 25 minni
kaupstaðir og fjöldi þéttbýlla byggða-
hverfa. Bo^girnar á ströndinni standa við
við hafnir, en bæjirnir inn í landi við
meiriháttar verzlunarstöðvar. Minni
kaupstaðir hafa skapast umhverfis þýð-
ingarmikla staði, svo sem járnbrautar-
stöðvar og mikil iðjuver. Stóru hafnar-
borgirnar eru líka miklar iðnaðarmið-
stöðvar, þar sem unnið er úr innfluttum
hráefnum. Stærsta borgin er höfuðstaður-
inn Helsinki (Helsingfors) með um 400
þús. íbúa. Ibúatala borganna og smærri
kaupstaðana er jrfir 1 milljón, eða 14 af
allri íbúatölu landsins.
Sveitahéruðin skiptast í um það bil
500 hreppa.
Af atvinnuvegunum er fyrst að telja
akuryrkju ásamt búfjárrækt, og skógar-
högg. Jarðirnar eru flestar meðalstórar
eða litlar, enda þótt nokkur stórbýii séu
enn við lýði. Þróunin stefnir í þá átt, að
jarðirnar séu litlar, enda ýtti það undir
þessa þróun, að fólkið sem missti býli sín
í friðarsamningunum 1944, fékk nýtt jarð-
næði með skiptingu stærri jarða. Smá-
býlin hafa sína kosti með tilliti til vinnu-
aflsins, en þau geta ekki notfært sér land-
búnaðarvélar í eins ríkum mæli og stór-
býlin. En með góðri samvinnu stendur
þetta til bóta.
I sambandi við búfjárræktina er rétt
að nefna mjólkuriðnaðinn. Mjólkurbúin
eru flest lítil og eru dreifð um landið.
Flest þeirra framleiða smjör, sem er að
miklu leyti flutt út; nokkur framleiða ost.
Við ströndina og í skerjagarðinum
leggja íbúarnir mikla stund á fiskveiðar.
Fiskurinn er ýmist seldur nýr, saltaður
eða reyktur til neytendanna eða hann er
soðinn niður. Finnar stunda einnig út-
hafsveiðar, jafnvel í námunda við Island.
Iðnaðurinn hefur á síðustu 100 árum
orðið mikill atvinnuvegur og hafa risið
upp stór iðnfyrirtæki með nýtízku véla-
kosti. Sögunarverksmiðjurnar eru niður
Ferja á skipaskurði
við sjóinn, við mynni stórra fljóta, sem
viðnum er fleytt eftir. Verksmiðjurnar
framleiða allskonar borðvið, einkum furu,
til útflutnings. Ný iðngrein er smíði til-
búinna húsa, og hefur sú framleiðsla
haft mikla þýðingu í sambandi við stríðs-
skaðabæturnar og útflutninginn eftir
styrjöldina. Hjá sögunarverksmiðjunum
eru trjákvoðu- og pappírsverksmiðjur,
sem framleiða brúna trjákvoðu og um-
búðapappír úr sagi. Hvíta trjákvoðan og
hvíti pappírinn, er framleitt úr greni, aðal-
lega í verksmiðjum inni í landi.
I landinu er einnig mikill námugröftur,
og færir hann landsbúum steina í bygg-
ingar, kalkstein og málma. I jarðlögum
finnast málmar, en ekki er allsstaðar svo
mikið magn af þeim, að það borgi sig að
vinna þá. Hinsvegar eru engar kolanámur
í landinu og engin olíuvinnsla. Allmikill
vélaiðnaður er í Finnlandi, og sér hann
öðrum atvinnuvegum fyrir vélum. I hafn-
arborgunum eru skipasmíðastöðvar og
dráttarbrautir.
Margskonar annar iðnaður, sem fram-
leiðir nauðsynjavarning handa íbúunum,
er rekinn í borgum landsins.
Þar sem byggðin er dreifð um víðáttu-
mikið svæði, hafa skapazt ólíkar sam-
gönguleiðir. Elztu samgönguleiðirnar eru
Nýjasti hluti Hclsingforsborgar