Vikan


Vikan - 15.12.1949, Page 43

Vikan - 15.12.1949, Page 43
Jólablað Vikunnar 1949 Anderson hjónin. I hvert sinn er Anderson hafði fengið sér í staupinu, svo hann fann vel á sér, varð hann ákveðinn í því að kollvarpa öllum hjónaböndum, en þó einkum sínu eigin hjónabanch. Hann hafði mörg og stór orð um það, að hann þvílíkur ágætis- maður og hann kvaðst vera, þyrfti að bera þann kross, sem í daglegu. tali er nefnt eiginkona. Hann sagði að það væri bæði synd og skömm, að leggja sér þá byrði á herðar. Anderson gat aldrei gert sér ljósa grein fyrir því í hverju hjónabandi hans var ábótavant. Það var einhver urgur á milli hans og eiginkonunnar. En Emma vissi, hversvegna þeim kom ekki vel saman. Það hafði hún gert sér grein fyrir. Og það voru þrjátíu ár frá því hún skildi af hverju ósamkomulagið stafaði. Það var vegna þess, hve buxurnar fóru illa á Anderson, einkrnn ísetan. I augnm Emmu var baksvipur buxn- anna táknrænn, sem ímynd hirðuleysis, ómenningar og drykkjuskapar. Iseta buxnanna var glansandi af hörð- um óhreinindum, og náði hér um bil niður í hnésbætur. Við hvert skref, sem Ander- son gekk, vaggaði eða dinglaði buxna- ísetan á víxl til beggja hliða. Þetta gramd- ist Emmu. Hún taldi það ósvífni við sig að Anderson léti buxurnar hanga þannig niður um sig. Emma var lítil og skorpin, en snögg í hreyfingum. Hún líktist hörðu álsroði. Og aldrei gat hún verið hæglát og hljóð. Anderson var ólíkur Emmu í öllum greinum. En eitt var þeim þó sameigin-' legt. Þau álitu hjónabönd hreina vitfirr- ingu. Og þeim kom saman um það, að brúð- kaupsdagurinn, hefði verið mesti óláns- dagur í lífi þeirra. Þau létu ekkert tæki- færi ónotað til þess að segja hvort öðru þetta. Emma æst og örg, en Anderson með hægð og rósemi. Sprengjuefnið, sem gersamlega eyði- lagði hjónaband þeirra Emmu og Ander- sons kom til sögunnar þrem vikum fyrir jól í líkingu langhærðs hunds og illa út- lítandi. Anderson kom með hundinn heim með sér. Hundurinn var rennblautur og solt- inn Hann stóð fram við dyr. En augu hans sögðu: ,,Má ég vera hér?“ Anderson svaraði spurningunni með þessum orðum: Komdu vinur minn. Við skulum fá okkur eitthvað að borða. Vertu óhræddur. Emma hafði staðið á fætur mjög ófrýnileg ásýndum. Hún sagði: „Hver á þennan hund? Anderson svaraði ekki. „Hver á hundinn?" sagði Emma aftur og talaði miklu hærra en áður. Hún leit á gljáandi rassinn á Anderson, og það bætti ekki skap hennar. „Ég á hundinn,“ svaraði Anderson. Emma settist. Hún varð svo forviða að hún mátti ekki mæla. „Ég fann hundinn. Hann var svo aum- ingjalegur, að ég tók hann með mér. Jæja, Bellman, farðu að ofninum og vermdu þig. Ég skírði hann Bellman, það er fal- legt nafn.“ Emma fékk nú málið aftur. Hún sagði: „Ertu orðinn vitlaus? Burt með hundinn." „Nei, hann verður ekki rekinn héðan,“ mælti Anderson, og laut. niður og klapp- aði seppa. Emma hikaði andartak. Anderson hafði sagt þetta af svo miklum sannfær- ingarkrafti. Hún breytti því um tón. „Heyrðu mig Anderson, þetta getur ekki verið alvara hjá þér að hafa hundskvik- indið?“ „Jú, ég er staðráðinn í því. — líkar þér maturinn vel, Bellman?“ Emmu var nóg boðið. Hún fór inn 1 svefnherbergið ákveðin í því að sækja um hjónaskilnað. En svo kom henni nýtt ráð í hug. Hún talaði ekkert einasta orð við Anderson. Hún þagði allan daginn og allt kvöldið. En þetta tiltæki hennar hafði þveröfug áhrif við það sem hún ætlaðist til. Anderson leið miklu betur, þegar hún þagði. Hann losnaði við allt staglið um buxurnar og ótal margt fleira. Honum virtist hann komin í nýjan og betri heim, þar sem hann var frjáls og ekki rekinn til ýmissa verka. „Þú ert góð, Emma litla, að fara sjálf í bæinn,“ sagði Anderson og hló. Emma komst að raun um það, að með þögninni sigraði hún ekki Anderson og hundinn. „Hvernig er það með hundskollann," sagði hún dag nokkurn. „Já, þú borgar hann auðvitað,“ svaraði Anderson. „Ég hef ekki umsjón með pen- ingunum." 43 Emma Ijló, Qg Anderson þótti sá hlát- ur ekki viðfeldinn. Emma mælti: „Ég borga engan eyri af hundkvikindinu. ‘ ‘ Anderson horfði forviða á konu sína. Hann sagði: „Þú getur ekki verið svo harðsvíruð. Vesalings hundurinn.“ Hann sótti hundinn og sagði: „Þetta er alvöru- mál. Eigi hundurinn að deyja, mun ég einnig láta lífið. Við Bellman fylgjmnst að í lífi og dauða.“ Emma varð ekki uppnæm við að heyra þetta. Hún mælti: „Þú um það. Þið eruð vafalaust ekki lífseigari en lýs. Það þarf ekki að koma mikið við ykkur, svo þið drepizt." 1 fyrsta sinn mn margra ára skeið sást Emma Anderson taka sér verk fyrir hend- ur, án þess að hafa verið rekin til þess með skömmum, höggum og heitingum. Anderson fór að selja blöð á götum úti á hverjum morgni. Hann fór á fætur á undan Emmu. Það blöskraði henni. En blaðasalan gekk illa, og Anderson sá að hann myndi aldrei geta unnið sér inn svo mikla peninga, að hann gæti greitt hundaskattinn. Svo ákvað hann að verða svo hjálpsam- ur og góður við Emmu að hún gugnaði. Hann rauk á fætur snemma á morgnana, hitaði kaffi og færði henni í rúmið. Hann uppfyllti allar hennar óskir, án þess að hún þyrfti að biðja um neitt. Svo kom aðfangadagur jóla. Þá áleit Anderson að kominn væri heppilegur tími til þess að láta til skarar skríða. Eftir að hafa hjálpað Emmu eftir þörf- um allan daginn, bað hann hana auð- mjúklega að lána sér þrjátíu krónur. Hún var að láta síðustu plötuna með jólakök- unum í ofninn. „Ætlarðu út að kaupa jólagjafir?", spurði hún. Anderson horfði vonaraugum á Emmu og mælti: „Emma! Jólanóttin er að koma. Ég vonaði að þú mundir — ég meina hundaskattinn. ‘ ‘ Emma gerði sig svo háværa sem unnt var. „Hundurinn skal úr húsinu,“ sagði hún. Anderson varð þungur á svip. Hon- um kom ráð í hug. Hann fór upp á loft. Eftir tíu mínútur kom hann aftur, og hafði þá lagfært buxur sínar svo þær fóru vel. Emma varð mjög forviða. Skap henn- ar mýktist, svo nærri lá að hún léti undan síga. En hún herti upp hugann. Hún mælti: „Þetta dugir ekki. Ég læt ekki undan.“ „Þá fer ég út og «hengi mig,“ sagði Anderson. „Já, það ættirðu að gera,“ svaraði Emma, og lét engan bilbug á sér finna. Það er sú bezta hugmynd, sem þú gazt fengið.“ Anderson fór aftur uppá loftið, og kom eftir örstutta stund með reipi í hendinni. ,,Ég fer út í skóg og hengi mig þar,“ sagði hann og setti upp píslarvættissvip. Hann lét sem hann sæi ekki háðsglottið á Emmu. Anderson stóð kyrr um stund í þeirri

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.