Vikan - 07.03.1991, Page 9
„í dag líta konur svo vel út og halda sér svo vel að
manni getur skeikað um áratug eða svo.“
„Það er hræðileg þróun að konur velji sér það frekar að
sleppa barneignum til að geta sinnt starfsframa."
viku og syndir hina daga vik-
unnar. „Þetta er hluti af minum
degi og ég get alls ekki án
þessa verið," segir hún. Hún
reykir ekki og segir að það sé
sér metnaðarmál að halda sér
i góðu formi. „Til að mynda
synti ég hvern einasta dag
báðar meðgöngurnar,“ segir
hún. „Ég var íþrótta-
manneskja og hef aldrei leyft
mér að slaka á. Ég geri kröfur
til mín með að halda mér við
og það hefur vissan forgang
hjá mér. Ég fer snemma að
sofa á kvöldin því ég verð að
fá átta tíma svefn á nóttu og
svo er ég komin í líkamsrækt-
ina klukkan hálfátta á morgn-
ana.“
AÐ ÖÐLAST ÞROSKA
OG RAUNSÆI
Lóló hefur lifað og hrærst í
tískuheiminum um árabil því
auk tískusýningarstarfa kaupir
hún inn fatnað fyrir verslunina.
„Ég kaupi aðallega inn frá
París, Amsterdam og London
og það er alltaf spennandi að
sjá hvað boðið er upp á í byrj-
un hverrar árstíðar," segir
hún. „Sjálf klæðist ég ávallt
sportlega enda á það best við
mig. Þó er viðhöfn hjá mér
þegar ég klæði mig upp til að
fara til dæmis í nýársboð til
Báru vinkonu minnar Sigur-
jónsdóttur eða á fegurðarsam-
keppni fslands á Hótel íslandi.
Þetta eru mjög hátíðleg
augnablik hjá mér."
Aldurinn? „Bæði finnst mér
erfitt að gera sér grein fyrir
aldri fólks í dag og svo tel ég
aldur ekki vera það sem fólk
vill fyrst fá að vita um eða það
sem mestu máli skiptir. í dag
líta konur svo vel út og halda
sér svo vel að manni getur
skeikað um áratug eða svo.
Það sem mér finnst best við að
eldast er það raunsæi og sá
þroski sem maður öðlast. Þá
er hægt að láta sér þykja vænt
um lífið sjálft og það sem
manni er gefið i því.“
Daglegt líf? „Ég læt dreng-
ina mína og umönnun þeirra
ganga fyrir og það er besta
hlutverk sem ég hef fengið um
ævina. Það þýðir að vísu að
ég get ekki sinnt fyrirtækinu
eins mikið og ég gerði áður en
það lendir þá bara á Sævari.
Það er hræðileg þróun að kon-
ur velji sér það frekar að
sleppa barneignum til að geta
sinnt starfsframa."
EKKISKREYTA LISTANA
MEÐ KVENFÓLKI
Þjóðmálin? „Þó ég sé sjálf-
stæðismaður í mér þýðir það
ekki endilega að ég samsinni
alveg öllu sem Sjálfstæð-
isflokkurinn gerir. Konum er
ekki gert hátt undir höfði innan
flokksins. Ég hugsa að meira
mark sé tekið á konum innan
A-flokkanna en þetta er líka
okkur sjálfum að kenna, við
höfum ekki sótt fram sem
skyldi og höfum oft látið troöa
á okkur. Ég er líka alfarið á
móti því að konur séu settar á
lista einungis í krafti síns kyn-
ferðis og til að skreyta listann.
Ég er alveg á móti kerlinga-
rembu og finnst konan verða
að vinna til þess að komast á
lista. Því miður þurfum við oft-
ast að sanna okkur tvöfalt á
við karlana við hliðina á okkur.
Kona getur verið alveg jafn-
góður stjórnandi og karlmaður
og það er fásinna að staður
konunnar sé innan veggja
heimilisins eins og oft má
heyra á eldri mönnunum. Karl-
arnir hafa meiri tækifæri til að
vera frjálsir en það er sem bet-
ur fer að breytast. Konan hefur
vitanlega alltaf stjórnað karlin-
um og það um þúsundir ára en
alltaf verið á bak við tjöldin. Nú
„Konan hefur vitanlega alltaf stjórnað karlin-
um og það um þúsundir ára en alltaf verið á
bak við tjöldin. Nú langar okkur fram og
okkur tekst það með tíð og tíma.“
langar okkur fram og okkur
tekst það með tíð og tíma. Ég
hef enga trú á öðru.“
Heiðar Jónsson litgreinir
Inger sem vetur en litir vetrar
eru öðrum fremur svart, hvítt
og rautt. „Inger hefur aldrei
viljað berast á og hún gerði allt
sem hægt var til að hverfa í
fjöldann," segir Heiðar. „Ég
reyndi hvað ég gat að pota
henni í keppni og hún fyrirgef-
ur mér seint að tilkynna, þegar
Unnur systir hennar varð feg-
urðardrottning, að fyrir framan
sviðið væri stúlka sem hefði
átt aö fá þessa kórónu fyrir
nokkrum árum. Hún Inger er
svo falleg að henni tókst aldrei
að hverfa í fjöldann og nú
finnst mér að hún ætti að
hætta að reyna það og fara
bara að sjást.“
Þótt Inger sé ekki með fullt
hús af börnum lengur bætir
hún sér það upp með gælu-
dýrunum. Hún er meö stóran
hund og tvo síamsketti heima
auk hestanna. „Núna eru dýrin
eins og börnin mín og maður-
inn minn segir stundum að ég
hugsi betur um dýrin en hann.
Eitt er víst, ekki vildi ég vera
án þeirra," segir þessi glæsi-
legi fulltrúi íslenskra kvenna
að lokum. □
5. TBL. 1991 VIKAN 9