Vikan - 07.03.1991, Qupperneq 12
; rs ner •nikið veriA í
S£\-—.P-
"Ha-s kalanum."
undir tréverk og lét gera hana
upp eftir mínu höfði, stofnaði
fyrirtæki og nú er ég nýbúin að
hitta yndislega góðan,
skemmtilegan og traustan
mann sem hefur alla þá kosti
sem prýða mega einn mann.
Ég var farin að halda að svona
maöur væri ekki til og þaö
besta er að fyrir utan alla hans
mannkosti er ég hörkuskotin í
honum."
ENN SVOLÍTILL
KRAKKI í MÉR
Gulla á tvö börn og barnabörn-
in eru orðin fimm en hún segist
ekkert finna fyrir aldrinum.
Hún rekur snyrtivöruverslun-
ina Gullbrá í Nóatúni og segist
þess fullviss að árin milli fer-
tugs og fimmtugs geti verið
sérlega skemmtilegurtími í lífi
kvenna. „Ég er ennþá svolftill
krakki í mér og segi oft að
góða skapiö hafi bjargað mér í
gegnum lífiö. Ég er opin, reyni
alltaf að sjá Ijósa fleti á öllu og
álít það hreinlega guðsgjöf að
vera jákvæð.
Því miður vantar mig þessa
miklu orku sem sumir hafa og
ég get í rauninni verið heims-
ins mesti letingi," segir Gulla.
„Ég vinn að vísu mikið núna af
því að ég er með mitt eigið
fyrirtæki en mér hentar best að
vinna í skorpum og hvíla mig
svo vel á eftir. Ég hef aldrei
verið morgunmanneskja og
finnst afar gott að geta sofið
út.“
Gulla leggur mikið upp úr
því að klæða sig fallega og
kaupir mikið af fötum. Fata-
skáparnir hennar eru enda
sneisafullir af silkiblússum,
kjólum, drögtum og pelsum.
„Ég hef alltaf verið vitlaus í
föt og hef getað leyft mér að
kaupa mikið af þeim. Ég hef
mikið verið í litum, gjarnan í
lilla-skalanum og svo er Anna
Gulla, dóttir mín, fatahönnuð-
ur og saumar stundum á mig.“
KÓKETTERÍ OG
KVENLEGUR FERSKLEIKI
„Ég man eftir Gullu frá því að
ég var strákur. Fyrst sá ég
hana á mynd en þá var ég
byrjaður að safna myndum af
fegurðardrottningum," segir
Heiðar Jónsson sem litgreinir
Guðlaugu vetur með vor-ívafi.
„Gulla hefur mikinn kvenlegan
ferskleika og kann kvenna
best listina að vera kókett.
Hún hefur oft fengið á sig
kjaftasögur vegna þessa en
hún er jafnsaklaus og hún var
sem ung stúlka. Hún býr yfir
þessum ferskleika og sakleysi
sem oft er misskilið en Gulla
sitt fyrsta barn 18 ára og starfaði
eftir það hjá Pósti og síma (
nokkur ár. Bobba ákvað síðan
að hefja snyrtifræðinám og eftir
námið tók hún að sér sjálfstæð-.
ar snyrtivörukynningar. Erlendu
fyrirtækin buðu henni síðan á
rúman tug námskeiða erlendis, í
Frakklandi og Þýskalandi. „Það
var ánægjulegt tímabil, mikil
glæsimennska í kringum starfið
og ég lærði mikið," segir hún.
Bobba og maður hennar ráku
„Þegar fólk er orðið fimmtugt grípur það
oft sú tilfinning að nú megi ekki sóa
meiri tíma. Mér finnst ég vera komin á
skeið núna þar sem ég get gert það sem
mig langar mest til að gera.“
einnig heildsölu um skeið og
börnunumfjölgaði. „Ég hefalltaf
þurft á því að halda að hafa nóg
fyrir stafni og með fjögur börn
heima og fullt starf I snyrtivöru-
kynningum og kennslu má segja
að nóg hafi verið að gera,“ segir
hún. Bobba lét sig þó ekki muna
um að ganga í Karon-samtökin
og sýna á tískusýningum og
kenna á námskeiðum í nokkur
ár. Undanfarin fjögur ár hefur
hún svo starfað við símavörslu,
sölumennsku og fararstjórn hjá
ferðaskrifstofu.
Bobba litgreinist sem haust,
en haustið fær leyfi til að nota
hina heillandi krydd- og jarðar-
liti. Heiðar Jónsson segir hana
alltaf hafa haft einstaka tilfinn-
ingu fyrir stil. „Hún er lifandi
sönnun þess að það þarf ekki
að kosta mikið að vera glæsi-
lega til fara,“ segir hann.
„Bobba er ein þeirra kvenna
sem verða fegurri með hverju
árinu og ég elska konur sem
verða sexí þar til þær deyja í
hárri elli. Aðallega þykir mér þó
vænt um hana fyrir hvað hún er
góð,“ segir Heiðar.
„Á námskeiðum brýni ég alltaf
fyrir konum að vera þær sjálfar í
fatavali og framkomu. í guð-
anna bænum ekki klæða ykkur
eins og Sigga í næsta húsi, segi
12 VIKAN 5. TBL. 1991