Vikan


Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 13

Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: „Fertugar og fimmtugar konur eru til dæmis ennþá kynverur þó að vísu sé ákaflega einstaklingsbundið hvaða áhrif breytingaskeiðið hefur á konur. hefur líka tileinkaö sér þá list að verða aldrei bitur,“ segir Heiðar. Hvernig er að standa uppi fráskilin á miðjum aldri? „Eins og er býður samfélagið varla upp á það að hægt sé að halda úti heimili og börnum fyrir tekjur eins aðila. En það er ekkert grín að ætla að finna mann sem gott er að lynda við. Ef maður er ekki tilbúinn að sætta sig við einhvern sem er til dæmis drykkfelldur þá er ekki um auðugan garð að gresja. Svo gerum við líklega meiri kröfur með aldrinum og þroskanum. Konur á mínum aldri og yngri virðast ekki hafa of mörg tækifæri til aö finna sér góðan vin og félaga. Annars finnst mér synd ef fólk álítur að lífinu hljóti að vera lokið um fimmtugt. Fertugar og fimm- tugar konur eru til dæmis ennþá kynverur þó að vísu sé ákaflega einstaklingsbundið hvaða áhrif breytingaskeiðið hefur á konur. Mér voru boðin hormónalyf af lækni sem spurði hvort ég vildi ekki halda mér ungri en ég svaraði því til að mér þætti ég bara alls ekk- ert þurfa á þeim að halda." Hársnyrtistofan Hár-Tískan DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 50507 Æ RAKARA- 0G HARGREIÐSLUSTOFAN ^ GKEIFLVIV W HRINGBRAUT 119 S 22077 ég við þær. Ég sýni sjálf ein- staka sinnum á tískusýningum og er alltaf ánægð með að sýna unglegan fatnað. Mér finnst það hljóta að styðja konurnar í saln- um að geta sagt við sjálfar sig: Hún er orðin þetta gömul og getur klætt sig svona og þá hlýt ég að geta gert það líka." ENGIN KREM KOMA í STAÐ JÁKVÆÐS VIÐHORFS Bobba átti hesta árum saman og segir það hafa gefið sér mikið, bæði andlega og líkam- lega. Hvernig er lífsstillinn að öðru leyti? „Ég keyri mig áfram og það er synd að segja að ég fari vel með mig. Ég fæ sjaldn- ast nægan svefn og þar að auki reyki ég líka,“ segir hún. „Ann- ars koma engin krem í stað þess að reyna að vera jákvæð og taka því sem að höndum ber hverju sinni,“ bætir hún við. „Svo finnst mér líka skipta miklu máli að álíta sig aldrei eldri en maður er. Ég hef því miður trassað líkamsrækt en þess i stað hef ég oft tekið einkatíma i samkvæmisdönsum hjá Heiðari og finnst dansinn ein besta þjálf- un sem ég veit um, ég tala nú ekki um gamla rokkið. Ég er óskaplegur sælkeri en hef samt aldrei þurft að hafa áhyggjur af þyngdinni. Aðallega þakka ég útlit mitt heppni og tel að erfðir hafi þar mikið að segja.“ Hvaö um fataval? „Ég fer aldrei út í það að fá mér eitt- hvað, þó það sé í tísku, ef ég veit að það klæðir mig ekki,“ segir Bobba. „Ég er þó spennt fyrir fötum og hef saumað mikið sjálf. Helst vil ég vera í náttúru- efnum - leðri, rúskinni, ull og silki. Hárautt og er minn uppá- haldslitur, hann er fallegur og kraftmikill. Svo er ég alger skósjúklingur. Helst vil ég eiga belti og töskur í stíl við skóna og mér finnst gaman að breyta ein- földum fatnaði með beltum, slæðum og skartgripum. Litirnir í skápnum mínum eru litir sem klæða mig og yfirleitt passar það sem keypt er við eitthvað sem fyrir er. Ég bind mig ekki við merki en vil leita uppi vandaða vöru. Ég spái heldur ekkert I fyr- ir hvaða aldur flíkin er. Til dæm- is finnst mér afar smart að vera í fallegum gallabuxum og silki- blússu við.“ GERI ÞAÐ SEM MIG LANGAR TIL NÚNA Tilhugsunin um að vera ein? „Maðurinn minn hefur verið far- arstjóri á Kýpur og heillaðist svo af landinu að nú er hann fluttur þangað. Mér finnst þetta ágætt. Fólki finnst þetta sjálfsagt skrítið en það má halda það sem það vill. Líklega fer þetta þannig að ég verð á fleygiferð milli Kýpur og Krísuvíkur en það er margt sem bindur mig enn hér heima enda er ég svo mikill íslendingur í mér. Ég er orðin miklu sjálf- stæðari en ég var, því ég var svolítil já-manneskja. I dag geri ég fólki greiða af því að mig langar til þess en ekki til að þóknast öðrum. Þegar fólk er orðið fimmtugt grípur það oft sú tilfinning að nú megi ekki sóa meiri tíma. Mér finnst ég vera komin á skeið núna þar sem ég get gert það sem mig langar mest til að gera. Árafjöldinn eða einhverjar tölur skipta engu máli og mér finnst engin ástæða til að vera feimin við tölur. Ég finn þó fyrir breytingum - aðallega hvað áhugamál og áherslur í líf- inu varðar. Börnin eru orðin fé- lagar manns og lítil áhersla er lögð á skemmtanalífið. Ég á mér svo mörg áhugamál sem lítill tími hefur gefist til að sinna, þó ekki væru nema gönguferðir í góða loftinu." □ HAItSEL í MJÓDD Hársnyrtistofa Þarabakki 3-2. h. Sími79266 Hársnyrting fyrir dömur, herra og börn. Agnaw og iDffunn VALHÖLL im VALHÖLL Óðinsgötu 2 101 Reykjavík, ísland Sími 22138 X 5. TBL. 1991 VIKAN 1 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.