Vikan - 07.03.1991, Síða 23
ÞORGERÐUR TRAUSTADÓTTIR SKRIFAR:
ÍSLENSKT VATN TIL SÖLU
Það er langt síðan menn
fóru að gera sér grein
fyrir því að hægt væri
að hafa peninga upp úr því að
búa f fallegu og ómenguðu
landi. Þegar það varð uppvíst
fóru ýmsir athafnamenn, eins
og þeir eru kallaðir, að kepp-
ast við að teyma ferðamenn
hingað, hver sem betur gat.
Einkum voru það ferðaskrif-
stofukóngarnir sem létu ekki
sitt eftir liggja í þeim efnum,
enda þýddi hver erlendur
haus, sem hingað kom, aur (
þeirra vasa. Þess vegna var
farið að auglýsa ferðir til ís-
lands á hinn ótrúlegasta hátt,
allt fyrir peningana. Þetta hét
og heitir á fagmáli að selja
landið.
En nú hafa aðrir athafna-
menn skotið hinum fyrri ref fyr-
ir rass. Þeir ætla líka að selja
landið. Og það sem meira er-
þeir ætla að selja það úr landi.
Þetta eru auðvitað blessaðir
vatnssölumennirnir, með
Davíö Scheving í fararbroddi.
Þeir eru búnir að koma Amer-
íkönum (skilning um að hvergi
fáist betra vatn heldur en hér á
íslandi. Og þegar Kaninn er
einu sinni kominn á spenann
opnast öll hlið að eilífri himna-
ríkissælu á svellandi velmeg-
un. Það eru nefnilega alltaf til
nógir peningar fyrir vestan. Og
ef eitthvað fer að þrengjast í
búi framleiða þeir bara eilítið
minna af vopnum í smátíma
eða þar til þjóðin er aftur
komin með nóga vasapen-
inga.
Þetta vatn, sem Davíð
sendir nú í stórum stíl til Amer-
íku, ku heita íslenskt
bergvatn. Að vísu er búið að
setja eitthvert freyðiefni sam-
an við það þegar það leggur af
stað í dósunum yfir hafið. En
það er bara betra því einhverj-
um ferðafúsum gæti dottið í
hug að skreppa til íslands og
sjá allar þessar furðulegu
bergvatnsár þar sem ropvatn-
ið streymir fram, ólgandi og
hvítfyssandi. Þannig er vatns-
salan einnig óbein auglýsing
um íslensk náttúruundur.
„Ví vúdd læk tú bæ somm voter,“ sögðu þeir.
En það er langt síðan Amer-
íkanarnir fóru að falast eftir
vatni hér enda þekkja þeir
þessa náttúruafurð einungis í
flöskum og dósum, greyin.
Mér er það til dæmis minnis-
stætt þegar við Ásgeir bjugg-
um fyrir norðan. Þá komu er-
lendir ferðamenn oft heim á
hlaðið til okkar til að biðja okk-
ur að leysa úr ýmsum vanda
sem þeim var á höndum. Yfir-
leitt var það nú ég sem fyrir
svörum varð enda heldur
slungnari í tungumálum en
Ásgeir, þótt ég segi sjálf frá.
Það átti ég að þakka ensku-
námskeiðinu sem haldið var í
kvenfélaginu hjá okkur um
árið. Stjórn félagsins pantaði
kennara sunnan úr Reykjavík
og var hann með okkur í viku.
Þá var tölvuiæknin að ná fót-
festu í heiminum og bar
kennslan töluverðan keim af
því. Fyrsta orðið, sem við
kvenfélagskonurnar lærðum,
var „robot", sem þýðir vél-
menni. Bý ég enn að þessari
þekkingu.
Ásgeir var aftur skárri í
skandinavískunni og hefur oft
komist langt á henni.
Jæja, það var sumsé einn
sólfagran sumardag að ég var
að steikja kleinur í eldhúsinu.
Ásgeir var á rjátli fyrir utan. Sá
ég þá út um eldhúsgluggann
að bíll renndi í hlað. Út stigu
þrír menn, greinilega útlending-
ar. Það var ekki um annað að
gera en láta Ásgeir um gestina
þar sem ég var í miðjum
kleinubakstri.
Þeir sneru sér þegar að
honum og buðu góðan dag.
Minn maður tók hressilega
undir. Og þá var komið að er-
indinu:
„VI vúdd læk tú bæ some
voter," sögðu þeir.
Ásgeir setti hljóðan á með-
an hann var að melta tíðindin.
..læk to bæ...voter,“ höfðu
þeir sagt. Hvað gat það nú
þýtt? Allt í einu rann þó upp
fyrir honum Ijós og hann kall-
aði inn til mín: „Þeir eru að
spyrja hvort sé nóg vatn í
bæjarlæknum, Tobba. Ætli
þeir vilji ekki kaupa ál!“
Nú háttaði svo til að það var
talsverð álaveiði í læknum
þdim arna. Við höfðum því sett
niður skilti úti á vegamótum
þar sem við auglýstum þenn-
an eðalfisk til sölu. Þegar við-
skiptavini bar að garði fórum
við með þá og háfinn niður að
læk og veiddum i soðið handa
þeim. Þessir hálfmánar voru
því líklega á höttunum eftir
svoleiðis viðskiptum. Ég kall-
aði því til Ásgeirs og sagði
honum að fara þegar með þá
niður að læk og veiða handa
þeim svo marga ála sem þeir
vildu kaupa.
Það næsta sem ég sá var
að hersingin þrammaði niður
að læk. Þar upphófst mikið
handapat. Ásgeir bjóst til að
hefja veiðar en gestirnir bentu
í allar áttir og töluðu hver upp í
annan. Alltaf voru þeir að
staglast á „voter" og „bæ“ og
„læk“. Það var engu líkara en
þeim fyndist eitthvað athuga-
vert við vatnið I bæjarlæknum
þótt það væri óvenju tært
þennan daginn.
Nú er það svo með hann
Ásgeir að hann skiptir ekki
skapi árum saman. En ef fýkur
í hann þá verður hann svo
öskuvondur að hann tapar
gjörsamlega áttum. Og þá
kemur hann því til skila sem
hann ætlar að segja. Nú var
runnin upp slfk stund. Þess
vegna benti hann festulega
niður í lækinn og sagði með
þrumuraust á skandinavískri
amerísku: „Æ vill kill jou ál in
voter."
Það næsta sem ég sá var
að gestirnir stukku sem fætur
toguðu út allan afleggjara. Það
var eins og þeir hefðu fengið
pipar í rassinn, svo mikil var
fartin á þeim. Sprettinum linntu
þeir ekki fyrr en þeir hurfu á
bak við holt úti undir þjóðvegi.
Bílinn sóttu þeir nóttina eftir og
fóru hljóðlega.
Það er af Ásgeiri að segja
að hann kom heim bæði
móðgaður og sár. Það var ekki
fyrr en ég hafði heyrt alla
málavexti að ég skildi hvernig
í öllu lá. Málakunnáttan hafði
brugðist honum illilega. Hann
hafði sumsé ætlað að koma
því inn í hausinn á mönnunum
að hann hygðist veiða handa
þeim á! í læknum. Þess í stað
hafði hann bara hótað sisvona
að drekkja þeim eins og kettl-
ingum. Ef hann hefði látið sér
nægja að brynna þeim eins og
þeir báðu um hefði hann lík-
lega orðið fyrstur íslendinga til
að selja vatn. Þá er ekki víst
að ég sæti nú I blokkaríbúð-
inni í Breiðholtinu þar sem
þessi grein varð til.
5. TBL 1991 VIKAN 23