Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 24
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON/LJÓSM,: BRAGI Þ, JÓSEFSSON
MAÐUR VERÐUR AÐ
HAFAGAMANAF
HLUTUNUM TIL AÐ GETA GERT ÞÁ VEL
- VIKAN R/ÍÐIR VIÐ EINAR JULIUSSON UM MEGRUN,
SÖNGFERILINN, V/ÍNTANLEGA SKEMMTIKRAFTA
Á BREIÐVANGI OG FLEIRA
Það eru ýmsar hliöar á Einari Júlíus-
syni, söngvaranum með breiða
brosið, þótt hann hafi ekki sungið inn á
eins margar hljómplötur og söngferill
hans hefur boðið upp á. Kannski er
það vegna þess að hann hefur alltaf
kunnað betur við sig innan um áhorf-
endur en upptökutæki. Utan söngs vann hann
lengi sem verslunarstjóri, fæddurog uppaiinn í
Keflavík og býr þar enn. Nú vinnur hann hins
vegar í Fteykjavík sem skemmtanastjóri á
Breiðvangi. Starfið felst í skrifstofuvinnu frá
hádegi til klukkan sex á kvöldin. Þar að auki er
hann í húsinu um helgartil klukkan hálffjögurá
næturnar þegar það er opið vegna dansleikja,
skemmtana eða annarra mannfagnaða. Fljótt
á litið gefst honum því ekki mikill tími til söngs
en hann fæst ekki bara við poppmúsík og
dægurlög. Þegar ég leit inn á skrifstofuna til
hans um daginn var hann að koma af æfingu í
Dómkirkjunni þar sem hann átti að syngja við
brúðkaup daginn eftir. Konan hans vinnur líka
[ Reykjavík svo mér fannst liggja beinast við
að fá hann til að Ijóstra því upp hvort hann
væri kannski að hugsa um að flytja til Reykja-
víkur á næstunni.
Einar: Við erum ekkert búin að gera það upp
við okkur ennþá. Þetta er meira mál en við
héldum. Við búum í gömlu einbýlishúsi (Kefla-
vík og ef ég seldi það fengi ég ekki nema
þriggja herbergja íbúð í Reykjavík - ef ég yrði
svo heppinn.
- Nú varst þú fyrstur manna f langri röð
söngvara frá Suðurnesjum en ég man ekki
til að hafa heyrt skoðanir þínar á músík-
byltingunni mikiu frá Keflavík. Hvaðan
kemur þessi músíkáhugi?
Einar: Það er ekki gott að gefa einfalt svar við
þessu. Það kemur þarna meiri háttar góður ár-
gangur af hljómlistarmönnum, strákar sem
lögðu allan sinn metnað í að gera hlutina vel
og þótti gaman að því. Svo höfðum við náttúr-
lega kanaútvarpið daginn út og daginn inn.
Það hefur vafalaust haft einhver áhrif en ég
held samt að þessi góði árgangur hafi haft
mest að segja. Það sama er alltaf að gerast af
og til úti á landi. Á Húsavtk eru Greifarnir og á
Akureyri hefur fullt af góðum hljómlistarmönn-
um komið fram undanfarið. Það hefur ekki
komið mikið frá Keflavík á undanförnum árum,
þó einn og einn. Að vísu er ýmislegt í deiglunni
þar núna, til dæmis hljómsveitin Pandóra.
- Ólöf dóttir þín er nú farin að syngja.
Einar: Já, hún er yngst. Það er óskaplega mikil
músík í henni. Hún hefur gífurlega gaman af
því aö syngja. Maður verður að hafa gaman af
hlutunum til að geta gert þá vel. Minn dómur er
sá að ef hún heldur þessu áfram eigum við eftir
að heyra gott betur í henni en heyrst hefur
hingað til. Hún hefur troðið mikið upp með mér
OBBBni
'v
„Ég held að ég hafi
aldrei haft neina
sérstaka fyrirmynd.
Ég reyndi bara að
gera hlutina vel -
eins og ég vildi hafa
þá.“
í einkasamkvæmum. Við komum til dæmis
fram á fjörutíu ára afmæli Keflavíkur og þar
heillaði hún alla, eins og hún gerir reyndar allt-
af þegar hún fer á svið. Hún er óskaplega ein-
læg og það kemur einmitt fram í sviðsfram-
komu hennar.
- Þegar þú varst kominn á fullt skrið f
söngnum þótti mörgum sjálfgefið að þú
værir tilvalinn í að stæia Fats Domino en
svo söngstu bara lög með Paul Anka í
staðinn. Hverjar voru fyrirmyndir þínar?
Einar: Ég veit það ekki. Mitt þroskaskeið í
þessu var á þeim tíma þegar gífurlegur fjöldi
kom upp af skemmtilegum söngvurum; Paul
Anka, Fats Domino, Pat Boone hélt ég óskap-
lega mikið upp á, Neil Sedaka dýrka ég enn
þann dag í dag, en ég held að ég hafi aldrei
haft neina sérstaka fyrirmynd. Ég reyndi bara
að gera hlutina vel - eins og ég vildi hafa þá.
- Þú hefur sungið með ýmsum söngkon-
um gegnum árin. Er einhver ástæða fyrir
því?
Einar: Nei, ekki beinlínis. Mörg falleg lög eru
einmitt tvísöngslög og það er gaman að syngja
þau með góðum söngkonum eins og til dæmis
Önnu Vilhjálms. Við höfum átt yndislega daga
saman í Þórscafé og á Hótel Islandi. Svo
fannst mér meiri háttar tækifæri að syngja inn
á plötu með Elly Vilhjálms, þó svo að við hitt-
umst aldrei við upptökurnar.
- Hvernig stóð á því?
Einar: Það var svo skrýtið meö þá plötu. Svav-
ar (Gests) hafði samband við mig og ég var
auðvitað hissa aö Vilhjálmur, bróðir Ellyar,
væri ekki með í spilinu en þá var hann kominn
í allt aðra útgáfu svo að ég var næsti valkostur.
Mér þótti mikill heiður að fá að taka þátt í plöt-
unni. Svo þróuðust málin þannig að Þórir Bald-
ursson var fenginn til að útsetja og spila með
ýmsum listamönnum í Munchen. Þú veist að
ég bý við hliðina á foreldrum hans í Keflavík.
Nú - svo kom hann heim, 30. apríl 1976, með
undirleikinn. Ég hitti hann fyrir utan heimili for-
eldra hans 1. maí. Þeir feögar voru að bisa við
að setja kassettutæki í bíl Baldurs og Þórir
hóar í mig og segir: „Ertu ekki með til Reykja-
víkur að tala við hann Svavar? Ég ætla að
leyfa honum að heyra undirleikinn." Jú jú, ég
hélt það nú. Ég hafði ekki hugmynd um hvaða
lög þetta voru svo hann segir mér að þarna sé
meðal annars Ömmubæn. Það datt náttúrlega
Frh. á næstu opnu
24 VIKAN 5. TBL. 1991