Vikan - 07.03.1991, Qupperneq 28
TEXTI: GUNNHILDUR HEIÐA AXELSDÓTTIR
Á undanförnum árum hefur
vaxandi hópur sálfræðinga og
geðlækna haldið því fram að
rekja megi rætur sjúkdóma í
bernsku og á fullorðinsárum til
fæðingarreynslunnar og áfalla I
móðurkviði. Myron Hofer,
geðlæknir við Montefiore
sjúkrahúsið í New York, segir
að nýlegar rannsóknir vísinda-
manna staðfesti að „áhrif fyrir
fæðingu, af áfengi, methadoni,
heróíni, sterkum svefnlyfjum,
róandi lyfjum og amfetamíni,
kalli fram langvinn áhrif á
hegðun afkvæmisins, hvort
heldur er á gelgjuskeiði eða
fullorðið, mörgum vikum og
mánuðum eftir að það varð fyrir
áhrifum af þessum efnum í
móðurkviði". Jafnframt aukast
sífellt sannanir fyrir þvi að
streita barnshafandi móður,
reykingar, kaffineysla, mikill og
langvarandi hávaði og jafnvel
neikvætt hugarástand hafi áhrif
á framtíðarheilsu barnsins.
ÁHRIF FÆÐINGAR
REYNSLUNNAR
í heimahúsum. Sænsk sjúkra-
hús hafa verið gagnrýnd fyrir
að gleyma manneskjulegum
þáttum í kapphlaupi um hag-
kvæmni og skipulag. í Dan-
mörku starfar jafnframt svipuð
hreyfing. Ekki alls fyrir löngu
fjallaði þýska tímaritið Der
Spiegel ítarlega um mismun-
andi fæðingaraðferðir og þær
sálfræðilegu skemmdir sem
sumir telja að fæðingaraðferð-
ir sjúkrahúsa hafi f för með
sér. Þar var meðal annars rætt
við breska geðlækninn R. D.
Laing en hann hefur sett fram
þá skoðun að orsakir alvar-
legra geðsjúkdóma, eins og til
dæmis ýmissa afbrigða geð-
Ahrif fæðingarreynsl-
unnar á líf okkar hafa
löngum verið kunn
meðal sálfræðinga á Vestur-
löndum. Sigmund Freud varp-
aði til dæmis fram þeirri tilgátu
að sum form kvíða og öryggis-
leysis mætti rekja til fæðingar-
reynslunnar, þegar hið ný-
fædda barn verður fyrir áfalli
vegna aöskilnaðar við móður-
ina. Otto Rank, sem var einn
af lærisveinum Freuds, taldi
að fæöingin væri ungviðinu
skelfileg reynsla og megin-
ástæðan fyrir taugaveiklun,
þunglyndi og jafnvel sefasýki.
Wilhelm Reich var hins vegar
þeirrar skoðunar að fæðingin
væri i eöli sínu á engan hátt
skaðleg barninu heldur þær
fæðingaraðferðir sem tíðkast
á nútímasjúkrahúsum.
VAXANDI UMRÆÐA
UM FÆÐINGARAÐFERÐ
Aðstæður á fæðingardeildum
nútímasjúkrahúsa hafa verið
mikið til umræðu á Norður-
löndum á síðustu árum. í Sví-
þjóð hefur til að mynda verið
stofnuð hreyfing foreldra, sál-
fræðinga, lækna og Ijós-
mæðra sem hvetja eindregið
til þess að konur fæði börn sín
Breski barnalæknirinn og
sálkönnuðurinn Donald W.
Winnicott hefur greint frá því
hvernig sumir sjúklinga hans
hafi endurlifað nákvæman
gang fæðingar sinnar. Ýmsir
aðrir hafa bent á mikilvægi
fæðingarinnar og hvernig jafn-
vel sársauki ófædds barns
getur greypst í undirmeðvit-
undina og valdið erfiðleikum
síðar á ævinni. Þróaðar hafa
verið sérstakar aðferðir í sál-
lækningum sem eiga að auð-
velda fólki að endurlifa fæð-
ingaráfall sitt og bælda reynslu
úr móðurkviði. Meðal áhrifa-
manna á þessu sviði má nefna
breska geðlækninn Frank