Vikan


Vikan - 07.03.1991, Page 30

Vikan - 07.03.1991, Page 30
Upprunameðferð er grein Innan mannúðarsálfræðinnar. Með henni er leitast við að gera fólki kleift að komast í samband við sársauka fæðingar sinnar og neikvæða reynslu meðgöngutímans. Þrjár helstu aðferðirnar, sem notaðar hafa verið, eru aldursendurhvarf með dáleiðslu, geðlyfjaaðferð með notkun LSD og eftirherma af fæðingarreynslunni sem varð til eftir að notkun á LSD til lækninga var bönnnuð. Einnig hefur öndun verið notuð til þess að stuðla að endurfæðingarupplifun. Með vissri öndunartækni er blóðið hreinsað af kolsýru og hlaðið aftur súrefni. Við það losnar um djúpstæða vöðvaspennu og innibyrgðar tilfinningar sem tengjast fæðingunni og frumbernsku brjótast fram. Á myndinni sést kona sem hefur endurlifað fæðingu sína. Hún fæddist tveimur mánuðum fyrir tímann og hefði dáið ef tveir læknar hefðu ekki komið henni til hjálpar. Endurfæðingarferlið hjálpaði henni að skilja fæðingaráfall sitt og sigrast á reiði og gremju. Lake, dr. Stanislav Grof og bandaríska geðlækninn Arthur Janov. Við störf sín að endur- fæðingu eða upprunameðferð hafa þessir aðilar talið sig geta læknað ýmsa sjúkdóma, sem að þeirra mati, má rekja til upplifana fyrir fæðingu, þar á meðal mígreni, asma, þung- lyndi, innilokunarkennd, of- sóknarhugmyndir og kyn- kulda. SÁRSAUKI NÚTÍMAFÆÐINGA Ef marka má reynslu þeirra einstaklinga sem undir hand- leiðslu endurfæðingartæknis hafa endurlifað fæðingu sina geta vissar fæðingaraðstæður valdið nýburanum bæði sárs- auka og sálfræðilegu áfalli. Ef við skoðum fæðinguna frá sjónarhóli hins nýfædda barns verður þessi fullyrðing ekki eins fráleit og ætla mætti í fyrstu. ( mörgum tilfellum er faðir- inn ekki viðstaddur fæðing- una. Það hefur óbein áhrif á ungviðið vegna þess að móð- irin er spenntari fyrir vikið og öll spenna kemur fram sem herpingur í vöðvum líkamans og getur því truflað eðlilega fæðingu. Þar að auki er konan yfirleitt umkringd stórum hópi fólks sem hún þekkir ekkert. Konan er látin liggja á bakinu þegar hún fæðir en það dregur úr möguleikum hennar til að taka virkan þátt í fæðingunni. Barnið fæðist síðan inn f skjannabirtu í umhverfi sem er bæði kalt og hávaðasamt. Eftir að hafa verið í 37 gráða heitu legvatni f níu mánuði fæðist það í 18 til 20 gráða heitt her- bergi. Naflastrengurinn, sem flytur barninu súrefni og fleira frá móðurinni, er síðan klipptur áður en viðkvæm lungu ung- viðisins hafa vanist hinu nýja andrúmslofti. Pípu er troðið upp í nasirnar á því og sær- andi vökvi settur í viðkvæm augun. [ Bandaríkjunum tíðk- aðist lengi vel að halda barn- inu uppi á fótunum og slá þétt- ingsfast f bak þess. ( stað þess að vera lagt á bert hör- und móðurinnar er barninu loks vöðlað inn í dúk, tekið í burtu frá móður sinni og inn í annað herbergi. MANNÚÐLEGAR FÆÐINGARAÐFERÐIR Á síðustu árum hafa hins veg- ar átt sér stað breytingar til batnaðar á sumum sjúkrahús- um og fæðingarheimilum og er það einkum vegna áhrifa franska fæðingarlæknisins Frederick Leboyer og annarra er vilja mildar fæðingaraðferð- ir. „Franska aðferðin", eins og hún er nefnd hérlendis og Leboyer þróaði, hefurtil dæm- is mikið verið notuð á Fæðing- arheimilinu í Reykjavfk. Til- gangurinn með „frönsku fæð- ingaraðferðinni" er að gera fæðinguna sem ánægjuleg- asta bæði fyrir barnið og móð- urina. Mikil áhersla er lögð á mikilvægi fyrstu mínútnanna utan móðurkviðar og að nýfætt barnið „bindist" móðurinni, myndi líkamlegt og tilfinninga- legt samband við móður sína. Mikill munur er á „frönsku aö- ferðinni" og hefðbundinni fæð- ingaraðferð margra sjúkra- húsa. Ljósum er stillt f hóf, hitastig fæðingarherbergisins er mið- að við ungviðið; um leið og barnið er komið f heiminn er kveikt á sérstökum hitaleiðara sem eykur hitann í herberginu á örskömmum tíma upp í 36- 38 gráður. Hávaði í herberg- inu er enginn og eftir að barnið hefur hvflt við brjóst móðurinn- ar í dágóða stund er það látið í heitt vatn og þvegið. Nafla- strengurinn er ekki klipptur fyrr en eftir að minnsta kosti hálf- tíma, þegar hann hefur lokið hlutverki sfnu og barnið hefur vanist því að anda eingöngu með eigin lungum. Faðirinn eða önnur manneskja, sem tengd er móðurinni, er síðan yfirleitt viðstödd fæðinguna en það hefur jákvæð áhrif á móð- urina og er talið auðvelda myndun djúpra tilfinninga- tengsla við barnið. □ 30 VIKAN 5. TBL. 1991 „Nú, þú sagðir börnunum að fara út og fá sér ferskt loft.“

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.