Vikan


Vikan - 07.03.1991, Page 31

Vikan - 07.03.1991, Page 31
ÞRJU LAKKRISROR Eg ætla að fá þrjú lakkr- fsrör," gall við há og frekjuleg rödd. Ólafur kaupmaður snerist á hæli og hélt í fyrstu að honum hefði misheyrst uns hann lækkaði sjónarhornið um þrjátíu og fimm gráður og kom auga á eiganda raddarinnar. Eldrauð- ur lubbi, rauðar freknur, frekju- leg augu sem námu við búðar- borðið og samanbitnar varir blöstu við sjónum. Ólafur kaupmaður tók ósjálfrátt skref afturábak en áttaði sig svo og setti upp barnaafbrigðið af sölubrosinu. „Fyrirgefðu, væni minn, hvað sagðist þú ætla að fá?“ „Þrjú lakkrísrör," braust út í gegnum fastklemmdar varirn- ar í sömu tóntegund og áður. „Þrjú lakkrísrör, já,“ endur- tók Ólafur kaupmaður og furð- aði sig á þeim áhrifum sem þessi frekjulega rauðhærða rödd hafði á hann. Hann tók upp bréfpoka, hryllti sig í öxl- unum og teygði höndina inn í borðið eftir lakkrfsrörunum. „Og tvær Síríuslengjur," sem ollu þvf að Ólafur kaup- maður tók viðbragð og 100 krónukúlur dreifðust um gólfið. „Ha ... lengur... Síríus ... greiða, afgreiða fyrst... rör.. .ha... hrnrn," tafsaði Ólafur kaupmaður. „Nei, þetta gengur ekki,“ hugsaði hann með sjálfum sér. Föðurlega vandlætingarsvipnum skaut upp í andliti hans eins og eftir pöntun. „Nei, heyrðu nú væni minn, þetta gengur ekki!“ Frekjulegt rauðfreknótt and- lit horfði á hann úr rúmlega metra hæð. „Þú, ehh ... verður að vera rólegur á meðan ég afgreiði Þig“ Frekjuleg, rauðhærð þögn og Ólafur kaupmaður fann ó- notakennd fara um sig. Hann þreif stóran bréfpoka, tróð þremur lakkrísrörum og tveim- ur Síríuslengjum í hann og skellti honum á borðið. „Gjörðu svo vel, fjörutíu og sex krónur." Þögn. „Fjörutíu og sex krónur, takk,“ sagði hálfskræk rödd sem Ólafur kaupmaður átti bágt með aö trúa að væri hans eigin. „Og eina Póló.“ Ólafur kaupmaður fórnaði höndum í huganum en vissi hvað til síns friðar heyrði og brá sér inn í bakherbergið til að ná í gosflöskuna. Hann tók flösku úr kælikistunni og hugs- aði með sér að best væri að halda ró sinni svo hann losn- aði við þetta óféti sem allra fyrst. Hann gekk aftur fram í verslunina með sölubrosið á vör, fullorðinsafbrigðið að þessu sinni, og lagði flöskuna á borðið. „Það gera fimmtíu og níu krónur, takk." Honum til nokkurrar furðu heyrði hann skrjáfa í pening- um og hundraðkrónaseðill var lagður á borðið. Ólafur kaup- maður þurfti að beita öllum viljastyrk sínum til að hrifsa ekki til sín seðilinn. Þess f stað fór hann sér óvenju hægt við að slá töluna inn í kassann, leggja peninginn í skúffuna og gefa til baka. Metrinn hrifsaði til sín vörurnar og peningana án þess að þakka fyrir og stuttu seinna small búðarhurð- in aftur. Hnén á Ólafi kaupmanni breyttust í smjör og hann þurfti að hálfskríða í stólinn í bak- herberginu. „Guð...Gdð á himnum..." blandað með þungum and- vörpum var allt sem frá honum heyrðist næstu mínúturnar. Hann var varla búinn að jafna sig þegar bjallan á hurðinni boðaði komu nýs viðskiptavin- ar. Hann renndi vasaklútnum í síðasta sinn yfir ennið, setti upp viðeigandi bros og gekk fram. Er hann kom fram hélt hann í fyrstu að sér hefði misheyrst uns hann lækkaði sjónarhorn- ið um þrjátíu og fimm gráður og sortnaði fyrir augum eitt andartak. „Þú gafst mér vitlaust til baka,“ gall frekjuleg röddin við. Ólafur kaupmaður fann nýja kennd í garð þessa rauð- hærða skrímslis vella upp í sér. Reiði. Hann reyndi ekki að stöðva hana heldur fann til djúprar ánægju þegar áin flaut yfir bakka sína og ruddist yfir hvað sem fyrir varð. „Nei, nú skalt þú hlusta á mig, þitt litla óféti! Ekki nóg með að þú vaðir hér uppi með ókurteisi og látum heldur dirfist þú að væna mig um óheiðar- leika. Ég skal láta þig vita það að ég hef rekið verslun í meira en þrjátíu ár og aldrei, ekki i eitt einasta skipti, hef ég verið sakaður um að pretta mína viðskiptavini. Nú skalt þú koma þér út og ekki láta sjá þig hérna aftur. Það væri rétt- ast að ég léti foreldra þína vita af þessul" Metrinn horfði illilega á Ólaf kaupmann, dró höndina hægt upp úr vasa sínum og skellti tíu króna peningi á búðarborð- ið. „Ég átti að fá fjörutíu og eina, ekki fimmtíu og eina!“ Ólafur kaupmaður skreið inn í bakherbergið í þann mund sem hurðin skall aftur á eftir óvættinum. Honum tókst að setjast á stólinn, teygði sig i meðalaskápinn og náði í kon- íaksflösku sem hann átti þar. Hann byrjaði ekki að anda eðlilega fyrr en hálfum pela seinna og sneri sér þá að því að koma skipulagi á hugsanir sínar. „Taktu þig saman í andlit- inu! Hagaðu þér eins og full- orðinn maður. Þetta er krakki. Smábarn! Kannski tiu ára. Að láta tíu ára barn fara svona með sig. Þetta er vitfirring, al- gjör vitfirring. Róaðu þig niður. Taktu þig saman í andlitinu, maður." Svona talaði Ólafur kaup- maður við sjálfan sig og tókst að lokum að komast í einhvers konar millibilsástand. Var hvorki æstur né rólegur heldur í nokkurs konar meðvitaðri leiðslu. Loks setti hann hálf- tóman pelann aftur upp í skáp og andaði djúpt nokkrum sinnum. Honum varð hugsað til krónukúlanna sem lágu á gólfinu frammi í búð og ákvað að tína þær upp. Hann fór fram og íhugaði um stund að henda þeim í ruslið en kaupmaðurinn i hon- um sigraði og hann lagðist á fjóra fætur og hóf að tína kúl- urnar upp í öskju. Fljótlega varð honum heitt í þessari stellingu en þegar hann losaði um bindið var sem kaldur dragsúgur kældi hálsinn og honum leið strax betur. Kúlu- tínslan gekk fljótt og vel fyrir sig og brátt átti hann einungis eftir þær sem farið höfðu undir ávaxtahilluna og út fyrir búðar- borðið. Hann náði þeim fljótt undan ávöxtunum og skreið síðan út fyrir borðið til að ná þeim síðustu. „Þarna voru tvær, þarna ein, þarna aðrar tvær og þarna ein á milli skítugu strigaskónna. Skítugu strigaskónna!" Skítugir strigaskór, óhreinar buxur, óhrein peysa. Hann leit upp og mætti frekjulegum aug- um í rauðfreknóttu andliti, sem horfðu illilega á hann. Ólafur kaupmaður opnaði munninn og æpti! Og æpti og æpti og... Einar kaupmaður var í góðu skapi. I dag myndi langþráður draumur rætast. í dag ætlaði hann loks að byrja sjálfstætt, opna eigin búð. í hundraðasta skipti hristi hann höfuðið í þakklátu skilningsleysi vegna þeirrar heppni sem fært hafði honum búðina upp i hendurn- ar. „Þetta var annars furðulegt með hann Ólaf gamla. Hann sem var alltaf svo ...! En, nei það þýðir ekkert að hugsa svona. Eins dauði er annars brauð. Og þetta er nú ekki beint tíminn fyrir dapurlegar hugsanir." Og Einar kaupmaður brosti út að eyrum með sjálfum sér. Skyndilega hringdi bjallan i dyrunum og honum hló hugur í brjósti. Fyrsti viðskiptavinur- inn og hann gekk brosandi fram til að taka á móti honum. [ fyrstu hélt hann að honum hefði misheyrst uns hann lækkaði sjónarhornið um þrjá- tíu og fimm gráður og sá... 5. TBL1991 VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.