Vikan


Vikan - 07.03.1991, Page 34

Vikan - 07.03.1991, Page 34
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: Hársnyrtistofa Ármúla 17a S. 32790 Hárgreiðslustofa :ú Bleikjukvísl 8, Sími 673722 Erna Guðmundsdóttir Porgerður Pálsdóttir Kristín Kristjánsdóttir HA RGREIÐSL US TOFA N GRESIKA Raudarárstíg 27-29, 2. hæð Sími 22430 >s a ir HARGREIÐSLUSTOFA Skipholti 50c Slmi 688580 \m 13314 rnnsi RAKARA- & HÁRqRE/ÐSMZTVfA HVERFISGÖTU 52 • 101 REYKJAVÍK Z o C0 co cc o o < 2 cr.) o X Fjórir glaðbeittir félagar í Framanda sjást hér matreiða fyrir uppskriftakort Vikunnar. Frh. af bls. 32 ir þessa keppni. Baldur Ö. Halldórsson hefur sérhæft sig í sykurskreytingum, eftirrétta- gerð, súkkulaðigerð og kon- fektgerð í Sviss og Bandaríkj- unum. Hinir eru með haldgóða alhliða þekkingu. Ásgeir hefur starfað f Frakklandi. Sömu- leiðis Örn og Bjarki sem hefur líka starfað á Tahítí í Kyrra- hafi. Úlfar hefur starfað í Dan- mörku og vann til verðlauna í fyrstu nemakeppninni sem ís- lendingar tóku þátt í í Finn- landi 1986. Sigurður fjáröfl- unarmaður var svo með veit- ingarekstur í tíu ár á stærsta vetrarferðamannastað Norð- urlanda. Það var í Geilo í Nor- egi. Þeir hafa líka kynnt sér vinnubrögðin á heimsmeist- aramótinu EXPO i Lúxem- borg. Svona ferðalag er bæði dýrt og viðamikið en keppendurnir vonast til að styrkjendur og stuðningsmenn komi til sög- unnar til að létta þeim róður- inn. Þeirra verður sérstaklega getið í sambandi við keppnina. Það verður líka unnin mikil aukavinna og sjálfboðastörf á næstunni. Til dæmis ætlar keppnisliðið að efna til sér- stakra kvöldverða í fjáröflunar- skyni næstu þrjá eða fjóra sunnudaga. Þeir verða í Setr- inu, þeim bráðfallega veitinga- sal Holiday Inn, dagana 17. og 24. mars og 7. apríl. Hægt verður að halda verðinu mjög hóflegu á þessum málsverð- um en gæðum í hámarki vegna sjálfboðavinnu áhuga- samra matreiðslumannanna og Ifka vegna þess að styrkt- araðilar útvega hráefnið. Þetta verður sameiginlegt borðhald, fjórir til fimm réttir. Að minnsta kosti einn af réttum hvers kvöldveröar kemur á óvart, það er að segja gestirnir vita ekki um hann fyrirfram. Mat- reiðslumönnunum verður þó komið enn meira á óvart því að þeir vita ekki úr hvaða hrá- efni þeir eiga að vinna fyrr en þeir koma til vinnu á sunnu- dagsmorgni en að sjálfsögðu vinna þeir samkvæmt keppn- isreglum. Seinasta sunnudag- inn verður svo lokaæfing fyrir stóru keppnina. En þetta verð- ur allt auglýst rækilega og að sjálfsögðu mun Vikan fylgj- ast vel með þar sem keppend- urnir hafa lagt til uppskriftir í blaðið undanfarin misseri. Fólk getur svo keypt sér áskrift að þessum kvöldverðum, ef það vill vera með og fylgjast með þróuninni allt tímabilið. Þá má og geta þess að meistarakokkarnir okkar í Framanda hafa tekið að sér að matreiða fyrir fegurðarsam- keppnina, sem fram fer á Hótel Austurlandi 22. mars og á (safirði vikuna áður eða 16. mars. Það er þvi Ijóst að auk þess að vera veisla fyrir augað verður það sem fram fer þau kvöld sömuleiðis stórveisla fyrir munn og maga. MEIRA SÍÐAR Á næsta ári verða ólympíu- leikarnir í matreiðslu haldnir í Frankfurt í Þýskalandi. Aö vísu eru þetta óopinberir ólympíuleikar en ólympíu- merkið verður notað. Þar verð- ur eflaust mikið um dýrðir því að 1992 er mikilvægt ár í sögu Evrópu þegar mestur hluti álf- unnar verður sameinaður í stóra heild. Ólympíuleikarnir eru frábrugðnir heimsbikar- mótinu í Chicago að mörgu leyti. í Frankfurt verður meira úrval keppnisgreina. Liðin geta til dæmis sérhæft sig í heitum mat og verða þá að matreiða fyrir hundrað og fimmtíu manns. Þar verða bæði hópkappleikir og eistakl- ingskeppni. Þar verður líka allt stærra í sniðum. Klúbbur matreiðslumeistara á íslandi hefur úrslitavald um hverjir verða sendir þangað. En fyrst er að sjá tii hvernig íslending- unum gengur í Chicago. Sú keppni er reyndar svo ströng og mikilvæg að Bandaríkja- menn senda til dæmis lið þangað sem gerir ekkert ann- að allt árið en að æfa sig og undirbúa fyrir átökin. □ \ 34 VIKAN 5.TBL. 1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.