Vikan - 07.03.1991, Side 40
Kœra Jóna Rúna!
Mig hefur lengi langað til að skrifa þér og lœt verða af því nú. Ég er kona
á órœðum aldri og er í forsvari fyrir stéttarfélagi. Mig langar til að spyrja þig
hvernig ég get orðið félögum mínum og samferðafólki að liði á komandi
tímum.
Ég treysti þér best allra til að ráða mér heilt í þessum efnum, hvaða aðferð
eða leið er farsœlust til þess að ná til dœmis trausti fólks og komajafnframt
máium í höfn.
Eins vœri áhugavert að þú skoðaðir manngerðina og gœfir mér umsögn um
hana með innsœi þínu. Það vefst fyrir mér hvort ég get mögulega látið gott
afmér leiða. Efþú hefur nokkur tök á að svara mérþœtti mér sérlega vœnt
um það.
Með þakk/œti og kœrum kveðjur,
Mjallhvít
Kæra Mjallhvít!
akka þér innilega fyrir
bréfið og það traust
sem þú sýnir mér með
því að óska eftir mati minu á
vilja þínum til góöra verka. Við
skoðum þessar vangaveltur
þínar og spurningar i gegnum
innsæi mitt og hyggjuvit og þú
velur svo úr með eigin dóm-
greind það sem þér finnst ein-
hvers virði.
MIKILVÆGT AÐ RÆKTA
INNRA LÍF SITT
Þegar mannlífið er skoðað
kemur iðulega fram sú afstaða
hjá okkur mörgum að það sé
of mikill hraði og streita í
gangi. Það veldur því að við
erum andlega séð sum heldur
langt frá upplagi okkar vegna
alls kyns ytri hluta sem glepja.
Ef þetta er sannleikur er full
ástæða til að hvetja til frekari
vilja okkar til að meta mikil-
vægi innri þátta mannsins líka,
þannig að þeir komi að gagni í
þjóðfélaginu og á viökvæmum
sem sigursælum augnablikum
í lífi okkar flestra. Viö verðum
að gæta þess - af og til að
minnsta kosti - að persónu-
legri þættir mannlífsins fái sitt
pláss sem víðast í samskipt-
um okkar hvert við annað.
Þannig erum við betur búin
undir sorg og gleði sem okkur
fellur í skaut í lífsins ólgusjó.
Það er nefnilega oft þannig [
lífi okkar og athöfnum, að við
stöldrum ekki við og íhugum
hver við erum fyrr en kemur að
einhvers konar áfalli í ytri að-
stæðum okkar, svo sem at-
vinnumissi, eignatjóni, heilsu-
fari hrakar eöa að við missum
ástvini okkar.
Við þurfum ekki að vera ýkja
spámannlega hugsandi til að
sjá að þannig lífsmynstur er
rangt. Að verða fyrir áfalli og
uppgötva í framhaldi af því að
við höfum ekki andlegan
undirbúning til að takast
skynsamlega á við erfiðar til-
finningar og hugsanir, sem
koma í kjölfar þannig atburða,
er mjög sorglegt en því miöur
alltof algengt.
TILFINNINGALEG
ÞJÁLFUN KOSTUR
Vissulega fáum við flest á
VIKAN 5.TBL. 1991
MYNDSKREYTING: ÓLAFUR GUÐLAUGSSON