Vikan - 07.03.1991, Page 45
KROSSGÁTUGERÐ: GUÐJÓN BALDVINSSON
þrýstihópur á framfarir í laakna-
vísindum en þótt einn fremji
sjálfsmorð á viku á íslandi og
nokkur þúsund séu óvinnufær
er litið á geðsjúkt fólk sem
botnfall þjóðfélagsins og því
ekki kröfuhafa á eitt né neitt.
Það sem læknar vita um heil-
ann er að mestum hluta getgát-
ur og býður þetta þekkingar-
leysi eðlilega upp á fordóma
sem síðan halda framförum
niðri. Það er þess vegna álitin
sturlun út af fyrir sig að leita til
sérfræðings fyrr en allt er hvort
sem er komið í klessu. Þá er
hægt að gera mann syfjaðan
og rólegan svo að maður
geri ekki óskunda, sjálfum sér
og öðrum til vandræða. Svo
getum við sprengt allan heim-
inn í loft upp með kjarnorku-
sprengju; er það furða að við
spyrjum okkur út í áherslurnar í
tækniþróun hagvaxtarríkjanna?
Sólin var komin á loft, það
voru skýjahnoðrar á lofti þegar
hann vaknaði. Hann hafði tekið
sér frí í vinnunni, sagst vera
veikur og þaö var föstudagur.
Um nóttina hafði hann dreymt
snáka og rottur og viðbjóðurinn
sat í kokinu á honum. Hann
gerði krossmark yfir brjóstið á
sér, eins og til að hrekja þessi
dýr á brott. Hann leit ánægður
út og hnusaði út um gluggann
um leið og hann opnaði hann;
þaö var sumar. Þegar hann
klæddi sig í fötin hvelfdist veru-
leikinn yfir hann og hann vissi
að hann var að fara að tala við
geðlækni. Hann fór í bað með-
an kaffið var að hellast upp á.
Hann fékk sér morgunverð,
setti síðan á góða tónlist og las
kafla í bók þangað til stundin
rann upp. Þegar hann var búinn
með kaflann uppgötvaði hann
að hann mundi ekkert hvað
hann hafði verið að lesa. Allan
tímann hafði hugurinn verið í
tíma hjá geðlækni.
„Þetta er ekki hægt,“ stundi
hann og faldi andlitið í höndum
sér.
Stuttu seinna var honum vís-
að inn á stofu læknisins.
„Gjörðu svo vel að fá þér
sæti.“ Geðlæknirinn var í
venjulegum fötum, með skegg
og gleraugu. Hann leit bersýni-
lega út fyrir að vera gáfaður
eins og geðlæknar reyna og
vilja líta út fyrir að vera. Þegar á
allt er litið er það bersýnilega
bráðnauðsynlegt þegar maður
veit lítið að telja sér trú um vit;
með öllum tiltækum ráöum að
sýnast vitur svo að maður verði
ekki hræddur eða hræði aðra.
Geðlæknirinn settist í stól hin-
um megin við skrifborðið og
horfði á Áslák.
„Ja, ég ... hérna er búinn að
vera sinnulaus og latur lengi og
eiginlega finnst mér ég vera
klessa." Áslákur rakti í stuttu
máli sögu sína og klykkti svo út
með:......og svo hef ég átt erf-
itt með að sofa undanfarið."
Trausti geölæknir hafði skot-
ið inn nokkrum spurningum en
sat nú, horfði á Áslák og hugs-
aði málið en sagði svo:
„Og þessu viltu breyta."
„Já, þessu hef ég ekki getað
breytt sjálfur svo ég vil aðstoð.“
„Hefurðu reynt að breyta
þessu."
„Já, en ég er svo sinnulaus
að ég fæ engu breytt. Er til eitt-
hvað við þessu?"
„Þú verður að breyta þessu
sjálfur."
„Sjálfur?" Áslákur horfði á
Trausta.
„Svefninn getum við lagað
með lyfjum en hinu verður þú
að breyta sjálfur."
„En ég kom hingað af því að
ég get ekki lagað mig sjálfur."
„Það er til fólk sem hefur
dottið niður dautt af því því hef-
ur langað svo mikið til að deyja,
þetta hefur svo mikið með vilj-
ann að gera.“ Geðlæknirinn
horfði á Áslák með sannfæring-
arkrafti og brosti skilningsríkt.
„Ertu að meina að sumir
fæðist með gallaðan vilja?“
„Ja, eru þetta nú ekki hár-
toganir?"
„Hártoganir? Ég vil ekkert
bila og tala um vandamál, það
er það leiðinlegasta sem til er.“
„Þú getur komið hérna og tal-
að út um það sem þér liggur á
hjarta ef þú heldur að það létti á
þér.“
„Já, það er eiginlega spurn-
ingin, ég er bara svo áhuga-
laus.“
„Þá veröurðu bara að bíða
eftir að viljinn, krafturinn, áhug-
inn og gleðin komi; það eru til
lyf sem notuð eru í hallæri."
Áslákur hafði svitnað og
roðnað meðan á samtalinu stóð
en hélt samtalinu gangandi f
stuttan tíma, þakkaði síöan fyrir
sig og sagðist kannski mundu
koma aftur.
Áslákur skaut sig um kvöldið.
Er ekki skrítið að stórveldin eyði
milljónum í vopn en þúsundum
í rannsóknir á mannsheilan-
um? Við erum hræddari hvert
við annað en áhuginn á raun-
verulegum lausnum fær við
ráðið. Er ekki kominn tími til að
velta fyrir sér hvernig geðveiki
er skilgreind í þessum hrædda
vopnaheimi. Hvað er klikkun?
j / H'et TÍFóLGr 'fi b'fíTu*\ Kl/EAl- O'bR. FoH- fEBuFMfl JÓ'PL- UÓKAa. DF/J m'att- LfíUS PÍSS
V*
6i€>iR, 5ÁM- T C>< « >
'R f\ ULl V
/ FftLKfl \itkTLA Fyi-t-i'- ft'dTT/t FS-'OA MiWrJU > S
OKUTiZKi 'fi A.i'T- i'/Va; Z * ,' > V
ÖBiTA T OLU * > v lEiÐl SPftfiJ/J
TÓA/A/ Hv/iAd m > 3 BK Ki Fuul- N<5lU~ . jPrNbi
/ Z 3 y S~ R'fW- býni\j
Lausnarorð 1-12: SAMÚEL
5. TBL. 1991 VIKAN 45