Vikan - 07.03.1991, Page 53
s
tjörnuspá'
HRÚTURINN
21. mars - 19. apríl
Yfirmenn þínir gætu
reynst stjórnsamir þessa dagana
en það er hollast að fara að vilja
þeirra. Eftir miðjan mánuð muntu
hafa heppnina með þér í ákveðnu
máli en það kemur betur [ Ijós
sfðar.
NAUTIÐ
'T? 20. aprfl - 20. mai
Þér verða falin ábyrgð-
armál. Það verður til þess að tími
þinn með fjölskyldunni minnkar
um miðjan mánuð. Þú sérð þó
margt og heyrir sem vekur áhuga
þinn. Vertu sveigjanleg(ur) því
áætlanirnar krefjast breytinga
seinna.
TVÍBURARNIR
21. maf - 21. júní
Veturinn hefur tafið fyrir
hugmyndum þínum en með nýju
átaki vinnurðu upp tapaðan tíma.
Þú færð góða heimsókn gamalla
kunningja frá unglingsárunum.
Svo gæti farið að þú þurfir að taka
á þig aukna vinnu í nokkra daga.
KRABBINN
22. júní - 22. júlí
Nýjar áætlanir eru í bið-
stöðu en þú lagar þig að breyting-
unum. Vertu sveigjanleg(ur) og
reiknaðu ekki með niðurstöðum
of snemma. 13. mars gerist at-
burður sem þú áttar þig ekki al-
mennilega á.
UÓNIÐ
23. júlí - 22. ágúst
Þú ert í sviðsljósinu svo
að nú er tækifærið til að nota með-
fæddan persónuþokka til að fá
fólk á þitt band. Þú ættir samt að
fylgjast betur með högum ákveð-
ins skyldmennis þíns. Allt verður
á hreinu um miðjan mánuð.
MEYJAN
23. ágúst - 22. sept.
Sameiginleg fjármál eða
samningar taka mikið af tíma þín-
um milli 12. og 18. mars. Hafðu
því allt þitt á hreinu og skrifaðu
ekki undir neitt sem þú skilur ekki.
Þú ættir að létta undir með ná-
kominni manneskju.
VOGIN
23. sept. - 23. okt.
Amor kemur við sögu.
Sambandið getur verið traust en
ekki er víst að þið vitið allt hvort
um annað ennþá. Ný sambönd
stækka kunningjahópinn en
kvöldin gætu orðið svolítið
óþægileg.
SPORÐDREKINN
24. okt. - 21. nóv.
Líttu ekki framhjá smá-
atriðum 12. til 18. mars því það
skiptir miklu að allt sé á sínum
stað. Þú kemst að ráðabruggi
sem gerir þig mjög spennta(n)
enda lendirðu í skemmtilegu
heimboði.
BOGMAÐURINN
22. nóv. - 21. des.
Persónuleg markmið þín
togast á við kröfur ástarsam-
bandsins. Þú hefur tekið að þér
allmikið verkefni og stendur með
undraverðum ágætum skil á þvf.
Þú þarft ekki að taka ákvarðanir
strax en þú færð meira út úr
hlutunum en þú fórnar.
STEINGEITIN
22. des. - 19. janúar
Fjölskyldumálin verða
mikilvæg eftir 12. mars. Þú skalt
því vera mikið heima við því að
ákveðinn aðili kemur við sögu.
Þessum aðila er varhugavert að
treysta, að minnsta kosti í bili. Eft-
ir 18. mars geturðu andað léttar.
VATNSBERINN
20. janúar - 18. febrúar
Samskipti á breiðum
grundvelli auðvelda þér að slaka
til í mikilvægum málum. Þú verð-
ur fyrir ákveðnu happi en þú mátt
ekki eyðileggja hluta af því með
galgopahætti. Reyndu svolitla
framsýni eftir miðjan mánuð.
FISKARNIR
19.febrúar - 20. mars
Eyddu peningunum ekki
um of þótt þér finnist þú ekki eyða
miklu. Þú virðist vera mjög
vinsæl(l) og eftirsóknarverð(ur)
þessa dagana en þú gætir fengið
þig fullsadda(n) á þvf. Eftir 9.
mars virðast allir skilja þig svo vel.
Frh. af bls. 41
hvers virði kann að vera í
samferðafólki þínu og öðrum
þeim sem tengjast þér og
þeim störfum sem þú kannt að
leysa af hendi.
Með því aö vera þú sjálf,
með þennan góða ásetning í
farteskinu og njóta þín sem
slík, eykur þú mjög líkur á því
að verða öðrum til blessunar.
Veldu því kristilegar leiðir til
uppbyggingar þínu innra lífi,
leiðir sem eru umfram allt í eðli
sínu jákvæðar. Þá kemur þú til
LAUSN SÍÐUSTU GÁTU
+ + + + + + + + G + + + + A M + E +
+ + + + + + + H E L D u R Ð U + L 0
+ + + + + + + Æ Ð I R + O F T A S T
+ + + + + + + G I N A + F Ö R Ð U N
+ + + + + + E L L + F J A R A + + O
+ S V 1 A + S A L I N + B + + Þ O R
+ L A S K I S T + L A G A S N 0 I Ð
+ Ö R L A R + U M + R Ý R N A + Ð U
+ N + A + A M R A S I G Ð I N S + R
+ G U M S + E + S 1 Ð U + K N É S +
+ U T + E I N A T T + R A K A R A R
+ T A N G I + A U R A + F A + T R É
F E N Ó L + S K R Ó P A + R A + P T
+ M + A U M K A + N A N K I N G + T
+ J A R M U R + H A L D A + G A P A
+ A F + + N O T A + D Ó M S A L U R
B R U M E F + 0 N S U F E L L D s S
+ I N N F J A L G A R + S K Ý R A A
Ö N D + T A N I N G + V + + J A R M
H N I K I Ð + + A N D A R T A K + B
+ + N A R + V U + R É N A R + A T A
+ A + L + V I N D I + D R E Y R A +
A. Ð V '1 F A N D I T A L I + F L U G
+ + Æ F A + S I G + R A K I R + G A
L A N I R + A R G A S T A + I Ð I R
+ + + + + + + + + + + + + Ó Ð I N N
Lausnarorö í síðustu krossgátu:
STIFTAMTMAÐUR
með að láta gott af þér leiöa
án mikillar fyrirhafnar.
MANNGERÐ OG
MÖGULEIKAR
Þú ert greinilega bæði réttlát
og fordómalaus aö upplagi.
Það eru vissulega kostir hvað
varðar það aö leiðbeina
öðrum. Skaphöfn þín liggur
frekar djúpt og getur það háð
þér þannig að ef þér mislíkar
við fólk eigir þú erfitt með að
liggja á þvf, nema hugsa
óþarflega mikið um mögulegar
leiðréttingar. Af þessum
ástæðum er hentugt fyrir þig
að leysa flest ágreiningsmál
jafnharðan og þau verða til en
ekki draga slíkt um og of.
Þú ert býsna skipuleg og
frekar verður það að teljast
kostur í því hlutverki sem þú
hefur valið þér en gæti gert þig
óþarflega þreytta og kröfu-
harða á eigin störf. Nokkuð
virðist þú tilfinningasöm og átt
sennilega til að sveiflast
svolítið upp og niður, einmitt
vegna tilfinninga þinna. Það
getur gert þig óörugga vegna
þess að þá fer skynsemin fyrir
lítið.
Þú virðist eiga auðvelt með
að fá fólk til að hlusta á sjón-
armið þín og það eflir þig í
starfi. Þér er eðlilegt að vinna
og sennilega áttu til að unna
þér ekki nógu mikillar hvíldar.
Sem stjórnandi ertu nægilega
viðkvæm sjálf og lífsreynd til
að eiga auövelt með að setja
þig í spor þess sem til þín leit-
ar eftir stuðningi, til dæmis í
persónulegum málum.
Þú hefur mjög sterka rétt-
lætiskennd og ert býsna seig.
Það er góður styrkur á móti
hentugri viðkvæmni. Það er
sennilegt að þú eigir erfitt með
að þola baktjaldamakk hvers
konar og getir orðið mjög illa
sár og jafnvel reið vegna þess.
Flest sem krefst nákvæmni og
útsjónarsemi á vel við þig.
Kostir þínir sem stjórnanda
eru til dæmis að þér er eðlilegt
að beina sjónum þínum að litlu
hlutunum og vinna vel úr þeim.
Passaðu samt að það gangi
ekki of langt þannig að þú sjáir
ekki blómabeðið fyrir arfanum.
Þá missir kannski rósin og
fegurð hennar gildi sitt, þó f
sama beði sé. Vitsmunalega,
vilja- og framkvæmdalega séð
ertu augljóslega vel sett. Þú
gætir verið langrækin ef því er
að skipta.
Eins ertu nokkuð stolt, vilja-
sterk og þrá og það getur vald-
ið því að þér falli illa fólk sem
er fyrirferðarmikið og stjórn-
samt. Það er sennilega
mjög ríkt í þér að efast um eig-
ið ágæti. Það er þó óþarfi því
gallar þínir virðast liggja þann-
ig að þá má auðveldlega yfir-
stíga.
Þú gætir reynst býsna
stjórnsöm í ástarmálum en aft-
ur á móti mjög sveigjanlegt og
þægilegt foreldri og góður
stjórnandi. Mér sýnist þú vera
þess trausts verð sem þér hef-
ur verið sýnt og ekkert annað
fyrir mig að gera en óska þér
velfarnaðar f starfi.
Eins og einhver sagði í
góðra vina hópi að gefnu til-
efni: „Elskurnar mfnar, það
má alla ævina bæta sig sem
betur fer. Málið er bara að
það er engin ástæða til að
laga allt í einu. Þá verður
maður svo fjári flatur and-
lega og stressaður.“
Guð styrki þig á sem flestan
hátt í þeim góða ásetningi þín-
um að vilja láta gott af þér
leiða.
Með vinsemd,
Jóna Rúna.
Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn
og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu
Rúnu og rithandarlestri og þvi miður er alls ekki hægt að fá þau
í einkabréfi.
Utanáskriftin er:
Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík.
5.TBL.1991 VIKAN 53