Vikan


Vikan - 07.03.1991, Page 54

Vikan - 07.03.1991, Page 54
Þetta var ekki á stefnu- skránni hjá þeim, þvert á móti. Frank hreinlega keyrði á Elke í hjólaskautahöll- inni og þau urðu ástfangin uþp fyrir höfuð. Ekki löngu seinna varð Elke ófrísk en að það yrðu þríburar - nei, það hafði eng- an grunað. Allt er þegar þrennt er, er málsháttur sem Frank Frank og Elke eru ánægð með dætur sínar en það er erefitt fjárhagslega. Hún þurfti að hætta að vinna og hann er lærlingur. ALLT ER ÞEGAR án og Elke var tuttugu og þriggja ára þegar hann bók- staflega keyrði á hana á hjóla- skautabrautinni. Hann greip i hana til að detta ekki en féll nú samt - þó á annan hátt. Hann féll nefnilega fyrir Elke. Þau kynntust, urðu ástfangin og ekki löngu eftir fyrsta kossinn varð Elke ófrísk. Þegar þau fengu aö vita það ákváðu þau að gifta sig, þó ekki fyrr en eftir tvö ár. Frank fór með Elke i sónarskoðunina. Læknirinn starði lengi á skerminn ... eitt...tvö...þrjú, þríburar! Þau giftu sig í einum grænum. Hvernig mun þetta ganga? sagði faðir Elke áhyggjufullur. Hún getur ekki haldið áfram að vinna við þessar aðstæður. Og Frank átti margar svefnlausar nætur fram undan. En Frank þakk- ar það sfnum unga aldri að áhyggjurnar skyldu ekki sliga hann. Mestu skipti að Elke og börnunum liði vel. Það eru engir smáhlaðar af dóti sem fylgir komu þriggja barna. Mamma Franks, Erika, prjónaði til dæmis tuttugu og fjórar peysur og sokkabuxur. Rúm, sængur, sængurföt, pelar, snuddur, að ógleymdum bleiunum - allt kostaði þetta sitt og þar sem Frank er aðeins lærlingur með lágt kaup er ekki furða að hann hafi áhyggjur. Þegar stóri dagurinn rann upp gat Frank ekki staðið í fæturnar. Hann sat fölur í bið- stofunni og beið. Loksins gat hann andað léttar, það var yfir- staðið. Þrjár dætur; Nadine 2200 grömm, Jacqueline 1950 grömm og Nicole 2000 grömm. Lífið verður aldrei samt aftur. Frank getur ekki skropp- ið út í fótbolta, í bíó eða hang- ið á kránni með kunningjun- um. Nei, eftir vinnu liggur leið- in beint heim til kvennanna. Frank er mjög góður pabbi, segir Elke. Þrátt fyrir ungan aldur er hann mjög þroskaður og hefur mikla ábyrgðartilfinn- ingu. Sér Frank eftir að missa af bestu árunum sínum? Nei, segir hann. Mér finnst ég ekki vera svo „ungur" leng- ur því ég hef axlað mikla ábyrgð. Ég er mjög stoltur af dætrum mínum og það er gaman að fylgjast með þeim. Ein er mjög róleg og lætur lítið fara fyrir sér, önnur eins og hálffeimin og sú þriðja brosmild. Þrátt fyrir þetta rugl- umst við oft á þeim því þær eru svo líkar. Skyldu þau nú vera búin með barna- kvótann? Nei, ég gæti hugsr.ð mér að eignast tvo syni í viðbót - seinna, segir Frank. Þá hlær Elke og segir: Nei, bara einn, held ég... q Woerman, átján ára lærlingi O frá Bielefeld í Þýskalandi, '■q~ finnst hann vera búinn að ___i heyra einum of oft upp á síð- <C kastið hjá vinum og kunningj- © um. En sönnun þessara orða <r eru dæturnar þrjár sem brosa blítt til hans. Það var tilviljun ni ein að hann varð ástfanginn Z og að afleiðingin yrði þessi! —1 Það hefur eflaust margur orðið ástfanginn við fyrstu sýn en ör- ugglega ekki eignast þríbura nokkrum mánuðum síðar. Þeim lá við yfirliði þegar Elke fór í sónarskoðun og læknirinn sagði að börnin væru þrjú. Frank var ekki orðinn sautj- Frank með fangið fullt af dætrum og allar eins. JAPANIR HYGGJAST BYGGJA HÆSTA HÚS HEIMSINS Bandaríski arkitektinn Norman Foster hefur hannað háhýsi sem jap- anska fyrirtækið Obayashi ætlar að byggja í Tókýó á næstunni. Byggingin verður um 800 metra há eða meira, tvöfalt hærri en Empire State byggingin í New York sem lengi vel var hæsta hús heims- ins. Ef japanska byggingin yrði lögð á hliðina væri hún snöggtum lengri en allur Skólavörðustígurinn í Reykja- vík þannig að Hallgrímskirkja er bara smápeð í samanburð- inum. Húsinu hefur verið valið nafnið Millenium Tower og þar verður vinnuaðstaða fyrir um fimmtíu þúsund manns. □

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.