Vikan


Vikan - 07.03.1991, Side 58

Vikan - 07.03.1991, Side 58
VERÐLAUNAUPPSKRIFTIRNAR: NAUTAKJÖT f KRYDDDEIGI Ætlað fjórum. Höf.: Valgerður Gunnarsdóttir. 600-700 g meyrt nautakjöt, skorið í þunna strimla. Krydddeig: 300 g hveiti 2 msk. sýrður rjómi 2 msk. matarolía 1 egg 1 tsk. paprikuduft 2 msk. tómatkraftur cayenne pipar vatn salt og pipar Kjötinu er velt upp úr hveiti og dýft í deigið sem á að vera frekar þykkt og djúpsteikt í 180 gráða C heitri feiti. Æskilegt er að þessi réttur sé borðaður strax, á meðan kryddeigið er enn stökkt. Mjög gott er að bera fram einhverja krydd- sósu, heita eöa kalda, með þessum rétti. Einnig er ferskt salat upplagt meðlæti með þessum rétti. Ath.: Þessi réttur er líka tilvalinn fondu-réttur. Þeir eru brosmildir, kokkarnir á Argentínu, þrátt fyrir aö hafa matreitt marga tugi nautakjötsrétta i leitinni að verölaunaréttinum. 2. verðlaun: NAUTARÚLLA SÆLKERANS Höf.: Guðrún Jóhannsdóttir 8 þunnar sneiðar af innlæri salt og pipar Fyllling: 8 sneiðar af skinku gráðaostur Nautasneiðarnar eru barðar létt með hnúa og kryddaðar. Skinkan lögð á sneiðarnar ásamt gráðaostinum. Rúllað upp og fest með prjónum. Steikt vel á pönnu, allan hringinn. Vatn, ca 1 dl, sett út á pönnuna ásamt einum súpu- teningi. Lok sett yfir og látið sjóða smástund. Þá er rjóma hellt út á og kryddað með season all og gráðaosti. Soðið aðeins upp á þessu aftur. Borið fram með kartöflum, brokkáli, soðnum gulrótum, sultu og salati, t.d. 1/2 dós kokkteilávextir og þeyttur rjómi. 3. verðlaun: NAUTASTEIK í OFNI Höf.: Sigurbjörg Jónsdóttir Hita ofninn í 175 gráöur á C. Steikja góðan vöðva af nauta- kjöti á pönnu, krydda með salti og pipar. Setja í eldfast form og láta bíða meðan steikt er niðurskorið beikon í stuttum strimlum, ekki steikja of lengi. Taka svo af og láta bíða rheð- an steiktir eru niðurskornir ferskir sveppir. Ágætt að nota dós af sveppum með og svo- lítið af safanum úr dósinni. Blanda beikoninu út í svepp- ina (þetta má gjarnan vera full panna, þó eftir smekk og hve margir borða). Hella þessu yfir kjötið. Rjóma hellt yfir (1 til 1 Ví peli fyrir 8 manns). Þetta er svo borðað meö hrísgrjónum og volgu snittubrauöi. 4. verðlaun: FERSK NAUTATUNGA í MADEIRASÓSU Höf.: Inga Karlsdóttir 1 nautatunga, fersk, soðin 13 tíma. Það sem sett er í soðið er: Madeira salt lítill laukur soðinn með. Sósa, uppbökuð: smjör hveiti pínulítið Madeira soðið sósulitur Einnig má setja sveppi út í. Borið fram með snittubrauði. Tungan skorin í þunnar sneið- ar, sósunni hellt yfir. 5. verðlaun: SIRLOIN-STEIK Fyrir tvo. Höf.: Arndís Hilmarsdóttir 2 stórar ca 2-3 cm þykkar nautasirloin-sneiðar með dálítilli fiturönd. sítrónupipar kjöt- og grillkrydd basílikum 50 g smjörlíki (ef steikt á pönnu) Kjötið kryddað með sítrónu- pipar, kjöt- og grillkryddi og basílikum eftir smekk og látið bíða í hálfa klst. við stofuhita. Kjötið steikt í smjörlíkinu á pönnu eða það sem betra er, grillað á útigrilli í ca 2-4 mín. á hvorri hlið á vel heitu grilli/ pönnu. Sósa: 1 piparostur 1 peli rjómi ca 30 nýir sveppir 2 msk. smjör Sveppirnir sneiddir og steiktir í smjörinu. Piparostur skorinn i litla bita og bætt út í ásamt rjómanum. Allt látið bráðna saman við mjög lágan hita. Bakaðar kartöflur eiga vel við þennan rétt. Gott er að merja þrjá hvítlauksgeira út í hálfa dós af sýrðum rjóma til að hafa með kartöflunum. Ferskt kál, svo sem kínakál, og tómatar bragðast vel með steikinni. 58 VIKAN 5. TBL. 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.