Vikan


Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 4

Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 4
23. JÚLÍ 1992 15. TBL. 54. ÁRG. VERÐ KR. 388 I áskrift kostar VIKAN kr. 310 eintakið ef greitt er með gíró en kr. 272 ef greitt er með VISA, EURO eða SAMKORTI. Áskriftargjaldið er innheimt fjórum sinnum á ári, sex blöð í senn. Athygli skal vakin á því að greiða má áskriftina með EURO, VISA eða SAMKORTI og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Tekiö er á móti áskriftarbeiðnum í SÍma 91-813122. Útgefandi: Samútgáfan Korpus hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pórarinn Jón Magnússon Ritstjórnarfulltrúl: Hjalti Jón Sveinsson Framkvæmdastjóri: Jóhann Sveinsson Markaðsstjóri: Helgi Agnarsson Innheimtu- og dreifingarstjóri: Sigurður Fossan Porleifsson Framleiðslustjóri: Sigurður Bjarnason Sölustjóri: Pétur Steinn Guðmundsson Auglýsingastjóri: Helga Benediktsdóttir Aðsetur: Armúli 20-22, 108 Reykjavík Slmi: 813122 Útlltsteikning: Þórarinn Jón Magnússon Hildur Inga Björnsdóttir Guðmundur Ragnar Steingrimsson Setning, umbrot, litgrelningar og filmuskeyting: Samútgáfan Korpus hf. Prentun og bókband: Oddi hf. Höfundar efnis í þessu tölublaði: Hjalti Jón Sveinsson Helga Möller Jóhann Guðni Reynisson Loftur Atli Eiríksson Pórður á Dagverðará Bjarni Haukur Pórsson Guðný Þ. Magnúsdóttir Þorsteinn Eggertsson Sigtryggur Jónsson Gunnar H. Ársælsson Jóna Rúna Kvaran Lína Rut Karlsdóttir Glsli Ólafsson Christof Wehmeier Lfney Laxdal Hulda Pórarinsdóttir Jónas Jónasson Bryndfs Kristjánsdóttir Anna S. Björnsdóttir Hallgerður Hádal Helgi Rúnar Óskarsson Guðjón Baldvinsson Myndir i þessu tölublaðl: Magnús Hjörieifsson Bragi Þ. Jósefsson Jóhann Guðni Reynisson Sóla Porsteinn Eggertsson Gunnar H. Arsætsson Agúst Guðmundsson Forsíðumyndin er af fyrsta keppandanum í ár um titilinn „forsíðustúlka ársins". Hún heitir Kristln Hlín. Förðun annaðist Kristin Stefánsdóttir. Ljósmynd: Bragi Þ. Jósefsson. Einar Kárason atvinnurithöfundur hefur nefnt mig til afreka í framboðsbaráttu Þráins Bertelssonartil formanns í Rithöf- undasambandi (slands, ég hafi verið „mjög harður stuðningsmaður Þráins“ og allir viti náttúrlega að útvarpsmennskan sé mitt ævi- starf og lifibrauð, en þessir samtalsþættir mínir - Kvöldgestir, hafi „verið vélritaðir upp og gefnir út á bók og þar með hefur hann hags- muna að gæta í Rithöfundasambandinu." JONAS JONASSON SKRIFAR Jón úr Vör er mikið skáld og hefur ort í fjöl- margar Ijóðabækur en haft vinnuna sína ann- ars staðar en á ritvellinum. Jafnvel Halldór Laxness vann hjá Ríkisútvarpinu um tíma og var hann þó að skrifa, Gunnar Dal, heimspek- ingur og skáld, er kennari, Jónas Árnason rit- höfundur stundar kennslu og blaðamennsku, Matthfas Jóhannessen er ritstjóri að aðalstarfi, vinkona mín, Steinunn Sigurðardóttir, vann lengi hjá Ríkisútvarpinu og skrifaði líka, og sama gerði reyndar Einar Kárason um tíma á Rás 2. Iðunn og Kristín Steinsdætur, virtir barnabókahöfundar, vinna við kennslu og þýð- ingar, Guðrún Helgadóttir er stjórnmálamaður að atvinnu. Nú nenni ég ekki að sverta fleiri rit- Á sólskini átti ég von en ekki því að fyrrum formaður Rithöfundasambandsins skuli láta svona vont konfekt út úr sér. Einar Kárason hefur sæmileg laun í styrkjum og þarf því ekki að vinna neitt annað en einhvern veginn hefur sullast inn í mig að þar sem ég hafi stundað fasta vinnu, aðra en ritstörf, sé ég ekki rit- höfundur sem hægt sé að taka mark á. Ég glápti undrandi á bókaskápinn minn. Þar er engin bók eftir Einar Kárason, sem gerir hann ekkert verri rithöfund, en ég sá þar ýmislegt eftir einhvern Jónas Jónasson; tvær barn- abækur, Brúðuna hans Borgþórs og Polli ég og allir hinir, sem var verðlaunuð sem besta bók ársins á sínum tíma, eitt leikrit, Glerhúsið, eina skáldsögu, Einbjörn Hansson, bók um Einar á Einarsstöðum, Brú milli heima, sem var á meðal 10 mest seldu bóka árið sem hún kom út og er ófáanleg í dag, viðtalsbókina Og svo kom sólin upp, Afmælisbók um Sigfús Halldórsson og afsakið; bók um sjálfan mig, Lífsháskinn, sem var meðal 10 efstu í síðasta bókaflóði. Ósýnileg í hillunum mínum voru; eitt barnaleikrit, Álfhvammur, flutt í útvarpi, tvö framhaldsleikrit flutt í útvarpi, annað í 15 þáttum, Fjölskylda Orra, hitt í 4 þáttum, Patrekur og dætur hans, ennfremur eins kvölds leikritin Beðið eftir jarðarför, Það er hó og Símavinir, öll eftir Jónas Jónasson, sem hafði sitt lifibrauð af því að vasast í útvarps- mennsku og átti því ekkert erindi í Rithöf- undasambandið, að mati Einars, sem segir markmiðið með sambandinu beinlinis að stvðia við bakið á því fólki sem hefur ritstörf að höfunda með því að tíunda þá til starfa við annað en ritstörf. Einar Kárason virðist vera eitthvað ergilegur yfir því að „hans rnaður" náði ekki kosningu sem formaður Rithöfunda- sambandsins en ég er saklaus af því að hafal stundað áróður fyrir Þráin Bertelsson fyrir for- mannskjörið. Kosningin var s'vo leynileg að ég veit ekki einu sinni hvort ég kaus hann, en við- talið við Einar Kárason í Heimsmynd út af ósigri „hans manns", er ekki sæmandi manni sem hefur svo lengi verið í stjórn Rithöfundas- ambands íslands. Gat maðurinn ekki huggað sjálfan sig öðruvísi en að gera mig tortryggi- legan sem rithöfund? Kannski hefði ég ekkert átt að mæta á aöal- fundi Rithöfundasambandsins, hvað þá að asnast til að setjast við kaffiborð í Norræna húsinu fyrir fundinn, þar sem sátu nokkrir kunningjar mínir, meðal þeirra Hjörtur Pálsson og - Þráinn Bertelsson! Þetta sá Einar Kára- son og gerði mig strax að kosningasmala Þráins. Ekki öfunda ég blessaðan Einar ef hann opnar munninn mikið á næstunni, með þennan Ijóta svarta blett á tungunni. Refurinn ég ætla að nota úr honum lygina, sem gefur tækifæri til að auglýsa bækur mínar og önnur ritverk, án þess að gera það upp úr skrapþurru, því nú er ég hættur að sækja lifibrauðið í útvarpið og sá háski vofir yfir að ég skrifi fleiri bækur og semji fleiri útvarpsleikrit (síðsumars verður það nýj- asta flutt, 10 þátta framhaldsleikrit!) og það verði mitt lifibrauð. Hvað ætli nýi formaðurinn, aumingja Þráinn, geri við því? □ 4 VIKAN 15. TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.