Vikan


Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 82

Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 82
HELGI RÚNAR ÓSKARSSON IVIKULOKIN Dísætir Sykurmolar á þrykk! ■ Engin íslensk hljómsveit hefur náð jafn langt á erlend- um vettvangi og Sykurmolarn- ir. Nú er Árni Matthíasson blaðamaður að skrifa bók um hljómsveitina og kemur hún út í lok ársins á vegum Arnar og Örlygs. Bókin, sem unnin er með samþykki hljómsveitar- meðlima, er unnin út frá sjón- arhóli höfundar og verður hún hlaðin myndum og upplýsing- um um hljómsveitina. Árni hef- ur ávallt fylgst vel með Syk- urmolunum og var hann til dæmis á 14 fyrstu tónleikum sveitarinnar. Árni tjáði Vikunni að ýmislegt kæmi fram í bók- inni sem ekki hefur komiö fram í fjölmiðlum. Sykurmolabókin verður svo þýdd yfir á ensku og ef móttökur verða góðar má gera ráð fyrir útgáfu víðar en í Bretlandi og Bandaríkjun- um. ■ Hljómplötuútgefendur hafa verið iðnir við að gefa út gömul, íslensk gullkorn á geisladiskum, lög sem jafnvel hafa verið ófáanleg svo árum skiptir. Nýlega kom út plata Stuðmanna, Sumar á Sýr- landi, og hafa aðdáendur Þursaflokksins og Spilverksins einnig fengið að njóta gamalla uppáhaldslaga á geisladisk- um. Þeir sem halda upp á Björgvin Halldórsson verða ekki sviknir því nýlega kom út geisladiskur sem inniheldur tvær eldri plötur söngvarans en þar er að finna perlur eins og Þó líði ár og öld, Ég skal syngja fyrir þig, Ástina og fleiri gullkorn. Einnig er væntanleg- ur safndiskur með öllum bestu lögum hljómsveitarinnar Brim- klóar. Það „geislar" af Bjögga . .. ■ Skemmtistaðurinn Tunglið hefur verið lokaður undan- farna mánuði en nú stendur til að opna Rósenberg kjallar- ann, undir Tunglinu. Það voru þeir Vilhjálmur Svan og Holger Clausen sem tóku Tunglið á leigu í byrjun ársins en þar sem reksturinn stóð ekki undir sér var staðnum lokað. Eig- endur hússins hafa verið á höttunum eftir nýjum leigjend- um. Það eru þeir Sverrir Rafnsson og Sigurður Kaldal sem hafa tekið Rósenberg kjallarann á leigu og ætla þeir að sjá um rekstur staðarins, en þeir sáu um reksturTungls- ins fram að síðustu áramótum. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á kjallaranum, sem á að höfða til fólks á aldr- inum 22 til 30 ára. ■ Skemmtistaðnum Hollí hef- ur verið lokað um stundarsak- ir. Staðurinn veröur opnaður aftur í ágúst en nú standa yfir viðræður milli skemmtana- stjóranna, Sigga Hlö og Bjarna Hauks, og eiganda staðarins, Margeirssonar, um framhald- ið. ■ Móðir og barn nefnist ný bók frá Erni og Örlygi en þetta er handbók foreldra um meö- göngu, fæðingu og umönnun ungra barna. Bókin, sem hefur að geyma um 800 litmyndir, skiptist í þrjá meginhluta: Meðganga og fæðing; Barnið þitt, þar sem fjallað er í smáatriðum um umönnun ungbarna; og Heilsuvernd, en Skemmtistaðirnir Hollý og Tunglið taka breytingum eftir lokun. þar er lýst algengustu kvillum sem geta hrjáð börn. íslensku þýðinguna annaðist Álfheiður Kjartansdóttir en umsjón með útgáfunni hafði Hálfdán Ómar Hálfdánarson líffræðingur. Ráðgjöf veittu Jóhanna Jónas- dóttir lækni rog Þórólfur Guðnason barnalæknir. Átím- um vaxandi jafnréttis kynjanna og aukinni þátttöku feðra í uppeldi barna sinna furðar undirritaður sig á að titill bók- arinnar sé einskorðaður við móðurina. ■ Áður en fólk fer aö velta fyr- ir sér meðgöngu og fæðingu er nauðsynlegt að töfrar kyn- lífsins fái að njóta sín en það er einmitt nafn á nýrri kynlífs- bók sem Örn og Örlygur voru að senda frá sér. í formála höfundar segir meöal annars: „Kynlíf verður því aðeins töfr- andi að elskendur leggi sig báðir fram, jafnræði sé með þeim og báðir séu virkir í ást- arleiknum. Þó er það svo að elskendur eru mismunandi hvað varðar hæfileika, hneigð- ir og viðbrögð. Reynsla karla í kynlífi er allt önnur en reynsla kvenna og þarfir og langanir kvenna eru frábrugðnar þörf- um og löngunum karla.“ Höf- undur bókarinnar er dr. Miriam Stoppard en þýðendur eru: Guðrún Björk Guösteinsdóttir, Hálfdán Ömar Hálfdánarson og Sverrir Konráðsson. Töfrar kynlífsins er ríkulega mynd- skreytt og eru ýmsar djarflegar ábendingar um hvernig megi ná enn fyllri unaði í kynlífinu. 82 VIKAN 15. TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.