Vikan


Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 79

Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 79
skemmtilegra en það væri ella. Dómnefndina skipuðu þau Guðrún Einarsdóttir, sem er formaður Matreiðsluklúbbs S.S., Bjarni Friðriksson júdó- kappi, Níels Fljaltason mat- vælafræðingur og Úlfar Finn- björnsson, matreiðslumeistari á Floliday Inn. Flilmar kryddaði framsögu sína einnig með þvi meðal annars að benda á þá staðreynd að hálft mannkyn borðar hrísgrjón daglega sem uppistöðu máltíðar. Og sigur- vegarinn er einmitt „að aust- an“ eða frá Thailandi. Aust- rænar þjóðir hafa löngum lagt mikið upp úr hrísgrjónum en þó sagðist Andrea eiginlega fyrst hafa farið að taka upp mikla fjölbreytni í matargerð eftir að hún kom til íslands fyrir fimm og hálfu ári. Andrea hlaut að launum hvorki meira né minna en eitt stykki ferð fyrir tvo með öllu á Ólympíuleikana í Barcelona en Uncle Ben’s er opinber styrktaraðili að leikunum. í öðru sæti varð Kristín Ósk með hrisgrjónaostaköku Jam- aica og hlaut hún þrjátíu þús- und króna úttekt hjá Sláturfé- laginu að launum en S.S. er innflutningsaðili Uncle Ben's. Þriðja sætið gaf tvær matar- körfur frá Matvöruversluninni A Andrea Sompit Stengboon tekur hér við verð- launum sínum úr hendi Gunnars G. Gunnars- sonar, full- trúa S.S. Andrea, sem er frá Thailandi en hefur búið hér í fimm og hálft ár, hlaut að launum ferð fyrir tvo á Ólym- piuleikana í Barcelona. sem hún hefði komið og ein- mitt á íslandi. Aðspurð sagðist hún. því hafa tröllatrú á ís- lensku matreiðslufólki og keppendur í Ólympíukeppni Matreiðsluklúbbs S.S. væru með rétti af mjög háum gæða- flokki miðað við keppendur margra annarra landa, allir tíu. UPPSKRIFITR Við birtum hér uppskrift Andreu enda hinn allra áhuga- verðasti réttur á ferðinni. Einn- ig fylgir uppskrift að hrís- grjónaostaköku Kristínar Ósk- ar sem varð í öðru sæti. Upp- skriftirnar vitna svo að ekki verður um villst um það hve margþættum hlutverkum hrís- grjón geta gegnt í matargerð. 1 . VERÐLAUN KARRÍKJÚKLINGUR í HUNANGSMELÓNU Fyrir fjóra. 4 bollar soðin Uncle Bens hrísgrjón 400 g kjúklingakjöt í bitum 2-3 msk. Mc Cormick karríduft 1 -11/2 dl mjólk 2-3 bollar kókossmjörkrem (í dós) 1 tsk. Season all 2-3 msk. sósujafnari 1-2 msk. sykur 1 dós Baby Corn 1/2 dós Bambus shoot 1 græn paprika 1 rauð paprika 1 laukur 4 soðnar kartöflur 1 tsk. pipar 1 tsk. aromat 4 gulrætur 1-2 msk. matarolía 2 hunangsmelónur Allt grænmetið er saxað niður, þó ekki of smátt. Melónurnar eru skornar í tvennt og holað innan úr þeim með kúluskeið og kúlurnar notaðar til skrauts ofan á réttinn. Austurveri og komu þær í hlut Fríðu Garðarsdóttur. Rétt sinn kallaði hún Á 40 mínútum. í tilefni af keppninni kom hingað til lands sérlegur fulltrúi Uncle Ben’s í Englandi, Caro- lyn Herne. I samtali við blaðamann Vikunnar sagði hún sérlega skemmtilegt við ísland hve hér væri góður matur. Hún nefndi veitinga- staði sérstaklega og hrósaði þeim í hástert. Carolyn kvaðst hafa kynnst ýmsu á ferðalög- um í starfi sínu og hvergi hefði hún fengið jafn góðan mat þar Er dóm- nefnd hafði lokið störf- um og úr- slitin höfðu verið til- kynnt gafst gestum færi á að gæða sér á réttunum tíu. Matarolían og allt kryddið sett í pott og suðan látin koma upp. Kjúklingakjötið sett út í og látið brúnast. Þá er 1 bl. kókóssmjörkrem settur saman við og hrært vel. Laukurinn settur í og látið krauma í smá- tíma. Þá er allt grænmetið sett. út í og látið sjóða í smátíma þar til það verður mjúkt. Seinni bollanum af kókossmjörkrem- inu bætt út í. Þetta er látið krauma í 5 mínútur þá er sósujafnarinn settur út í. Að síðustu er hrisgrjónun- um bætt út í og hrært vel saman. Rétturinn er settur í melónurnar og borinn fram þannig. 2. VERÐLAUN HRÍSGRJÓNAOSTA- KAKA JAMAICA Botn 50 g möndlumakkarónur 50 g hafrakex 50 g brætt smjör Fylling 11/2 dl soðin hrísgrjón 21/2 dl óþeyttur rjómi 100 g sykur 2 eggjarauður 100 g hreinn rjómaostur 3 msk. dökkt romm 5 matarlímsblöð safi úr 1/2 sítrónu 11/2 dl ananas í bitum 2 msk. ristað kókósmjöl 1 msk. ristaðar heslihnetur Skreyting Ananas, 2 dl þeyttur rjómi, ristað kókósmjöl, fersk myntublöð. Aðferð Botn. Myljið kexið og möndlu- makkarónurnar í fína mylsnu, bætið smjörinu saman við, þrýstið mylsnunni í botninn á 18 cm hringlaga formi. Látið kólna. Fylling. Hellið 2 msk. af rommi yfir grjónin (látið standa). Hrærið rjómaost þar til hann er mjúkur, bætið sykri og eggja- rauðum saman við. Bræðið matarlímið í 1 msk. rommi og sítrónusafa, bætið því út í hræruna. Þeytið rjómann og bætið honum einnig út í ásamt grjónum ananas, kókós og heslihnetum. Hellið öllu í form og kælið. Skreyting. Sprautið rjóma á efri jaðri kökunnar. Skreytið með ananas, ristuðu kókós- mjöli og myntublöðum. 15. TBL. 1992 VIKAN 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.